Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Síða 28

Fálkinn - 04.09.1963, Síða 28
— Kona, sem hét frú Williams. Yfir- stéttarkona í niðurlægingu, gamall vesalingur. Enginn vissi almennilega, af hverju hún lifði, ég á við hvaðan hún fékk mat og svoleiðis — hún borgaði ekki neina leigu. Bersýnilega hafði hún gert Doris einhvern greiða einhvern- tíma. — Hver er Doris? Frúin, sem leigir út herbergi? — Já, en frú er ekki rétta orðið. Ljósið slokknaði, og við stóðum þarna í niðamyrkri. Fnykurinn varð enn þá verri. Hann gat ekki verið af unga manninum. Hann sneri slökkvaranum aftur og varð sýnilegur. — Heyrið mig, fæ ég leyfi til að fara með inn og líta á herbergið? Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig það lítur út. — Það er mjög venjulegt herbergi. Hann kom á eftir og tók svar mitt greinilega sem boð. Ég var of þreytt til að mótmæla. — Ég heiti Toby Coleman, sagði hann. Ég var önug yfir að hann skyldi vera svona uppáþrengjandi. Ég vildi ekki kynnast neinum í húsinu. Hinir íbúar hússins voru ekki til í mínum augum nema sem lokaðar dyr, sem ég gekk framhjá, eða sem fótatak eða raddir hinum megin við vegginn eða nöfn á bréfum, sem lágu á borðinu í gangin- um. Ég hafði ekki búizt við, að þeir yrðu gripnir bjánalegri mannblendni. Ég byrjaði að ganga upp næsta stiga. Við gengum upp á efstu hæð. Við vor- um bæði móð, þegar ég lauk upp hurð- inni og kveikti Ijós. Ég hafði ekki séð herbergið við raf- magnsljós fyrr. Það var hræðilegt. Per- an kastaði daufu Ijósi yfir skítug hús- gögnin og óþrifaiega veggi. Toby Coleman stóð með hendur í vösum og horfði í kringum sig. — Uss, sagði hann, það er svei mér þá verra en mitt. Það var einmitt þetta, sem ég hafði viljað komast hjá. Það var í lagi, meðan aðrir sáu það ekki eða sáu mig í því. Um leið og þessi óþoiandí manngprð kom inn og fór að gera athugasemdir, varð ég feimin og fór að verja mig. — Ég flutti inn fyrir tveim^tímum. Ég hef ekki haft tíma til að taka til enn. Ég hafði alls ekki hugsað mér að hrófla við herberginu, ég hafði ekki einu sinni hugsað mér að þvo gluggana. Ég horfði bálreið á Toby, en hann lét sem ekkert væri. — Tja, ég held ekki einu sinni að ritstjóri „Homes and Gardens“ gæti gert nokkuð úr þessu, en gangi yður samt vel. Er þetta vínflaska? Megið þér missa af glasi? Ég skal borga það aftur, ég hef ekki einu sinni drukkið kaffi og það er alltof mikil rigning til að fara út. — Þér megið ekki halda að ég sé ókurteis, en ég vil helzt vera í friði. — Allt kvöldið? Hann virtist mjög vonsvikinn. — Má ég ekki líta inn svolítið seinna? — Hvort langar yður í vínið eða félagsskap? — Hvorugt eiginlega eða hvoru tveggja. Ég skrifa, sjáið þér til. Ég á við — ég er rithöfundur. Hafið þér nokkurn tíma reynt að skrifa? Það er það versta, sem til er. Maður notar hvert tækifæri, sem gefst, til að komast burtu frá ritvélinni. Hann settist og svo virtist sem hann ætlaði sér að dvelja. Andlit hans var mjög magurt og langt frá því að vera fallegt, en það var athyglisvert andlit. Ég fór að virða það fyrir mér. — Vitið þér hvað ég hef hugsað mér að gera, ef þér viljið ekki deila víninu með mér? Fara niður til mín og sitja við borðið í fimm mínútur og ef til vill skrifa þrjár setningar. áður en ég hef sannfært sjálfan mig um, að þörf mín fyrir kaffi sé nógu mikil til að knýja mig út í regnið. Það tekur hálftíma og á heimleiðinni lít ég inn í kvikmynda- hús, þar sem þeir eru að sýna einhverja vitleysu, sem mig langar eiginlega ekki að horfa á. Svo verð ég svo þurr í háls- inum af sektartilfinningu vegna þess að ég hef sóað kvöldinu, að ég lít inn á krá til að fá mér ölglas. Þeear óa verð rekinn út. þaðan, er 28 FÁLKINN klukkan orðin yfir ellefu og Doris leyf- ir mér ekki að skrifa á ritvél eftir hálf- tólf, svo að það svarar ekki kostnaði að byrja ... Hann brosti til mín. Það var fallegt bros. — Það er á þennan hátt, sem ég vinn fyrir mér. Svo að nú þurfið þér ekki að spyrja, hvers vegna ég búi á þessum vitlausraspítala. En það skýrir ekki, hvers vegna þér gerið það. Mig langaði ekki til að hlusta á hann. Ég vissi vel, að héldi hann áfram þannig, myndi ég fá áhuga á honum. Ef til vill myndi mér einnig fara að líka vel við hann. En, hugsaði ég, ef ég er óvingjarnleg og fráhrindandi frá byrjun, ekki einungis gagnvart honum, heldur einnig gagnvart öllum, sem reyna að vera kumpánlegir við mig, loía þeir mér ef til vill að vera í friði. — Afsakið, sagði ég ólundarleg, — en það kemur yður ekkert við, hvers vegna ég flutti hingað og það kemur mér ekki við, hvernig þér drepið tím- ann, svo lengi. sem þér notið hann ekki til að trufla mig. Það er skrítið, að þegar maður raun- verulega vill segja eitthvað við ein- hvern, sem hefur verið ósvífinn við mann, þá dettur manni ekkert í hug fyrr en seinna. En þegar það er ekki nauðsynlegt, getur maður skyndilega verið svo ósvíf- inn, að manni blöskri sjálfum. Hann horfði á mig augnablik og lyfti brúnum. Svo sagði hann með sinni þægilegu og hæversku rödd: — Allt í lagi, þá kem ég mér í burt. Og hann fór án þess að loka hurðinni. Ég heyrði fótatak hans í stiganum og hurð var lokað á hæðinni fyrir neðan. Ég varð ein eftir, eins og ég hafði svo ákveðið beðið um, í því herbergi, sem ég hafði alls ekki hugsað mér að taka til í. Ég lokaði hurðinni og sneri baki að henni og leit í kringum mig. Þegar nú augu annarra höfðu litið herbergið og sett það í samband við mig, gat ég ekki horft á það með sama kuldalega kæru- leysinu og áður. Undir hinu bratta þaki voru tvö her-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.