Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Qupperneq 29

Fálkinn - 04.09.1963, Qupperneq 29
bergi, sem eitt sinn höfðu verið eitt stórt herbergi. Því hafði verið skipt á mjög einfaldan hátt, þannig að tvö skilrúm höfðu verið reist. Árangurinn varð lítið herbergi, sem var jafnt á allar hliðar og lítið herbergi, sem var eins og L í laginu meðfram tveim veggjanna óg í því bjó ég nú. Á‘ hinu herberginu var gluggi nálægt þakinu á milliveggnum. Milliveggirnir virtust ekki sérlega traustbyggðir. " Ég beygði mig fram og bankaði í annan til að rannsaka hann og á sömu stundu vaf einhver hinum megin, sem svaraði með banki. Ég dró höndina að mér eins og vegg- urinn hefði verið ráuðglóandi. En ég hafði fengið að vita, það sem ég vildi. Milliveggirnir voru ekki þykkir. Öryggistilfinning mín hvarf og ég Iokaði hurðinni. Svo hélt ég áfram rann- sókninni. Ég gat ekki séð allt herbergið frá hinum stutta hluta L-sins. Hann var þröngur eins og gangur. Meðfram öðr- um milliveggnum var eldhúsútbúnaður, bekkur með vaskafati, vaskur og lítill skápur, þar sem rúm var fyrir gastæki. Undir glugganum var lítið eldhúsborð með brunaförum eftir sígarettur. Ég athugaði lengri og breiðari hlut- ann af L-inu. Þar var rúm, ljós komm- óða með brotinni löpp, eldhússtóll og hægindastóll með brúnu áklæði, sem hafði rifnað undan þrýstingnum frá fjöðrunum, sem leituðu út. Það var lítill gasofn undir hillu, þar sem tveir gips- hundar stóðu vörð sitt hvorum megin rúð mynd. Veggirnir voru skreyttir nikó- tíngulu veggfóðri og það var víða rifið. Gólfdúkurinn leit út eins og þar hefði verið háður knattspyrnukappleikur á gaddastígvélum. Ógleðin var að kæfa mig og ég reif pappírinn af vínflöskunni. Ég opnaði borðskúffuna, þar sem ég bjóst við að finna ýmsa nauðsynlega hluti eins og tappatogara. Þar lágu tveir bognir gafflar, hnífur með málmskafti og brauðhnífur, mat- skeið og tvær teskeiðar, sem voru næst- um svartar og boginn dósahnífur. Mig I síðasta tölublaði hófst þessi nýja framhaldssaga, Gluggi að göt- unni. Sagan hefur hlotið miklar vinsældir hvar sem hún hefur birzt erlendis og ekki er að efa að hún mun falla lesendum Fálkans í geð. langaði svo ákaft í drykk, að ég var reiðubúin, að þjóta niður til Doris og þvinga af henni tappatogara með hót- unum. Nú hafði ég vínið, en engin tök að ná í það og það var óþolandi ástand. Ég var neydd til að fá láhaðan tappa- togara af einhverjum og eina hugsan- lega mannéskjan var Toby. Það var illt, en ég hafði ekki um neitt að velja. í 'sáma mund var barið á vegginn aftur, en í þetta sinn á hinn millivegg- inn. ; • Ég gekk taugaóstyrk fyrir hornið. Hið hola hljóð sýndi alltof greinilega, hve þunnur miiliveggúrinn var. Skyndi- léga breyttist hljóðið. Það var barið í gler í þetta sinn, nálægt þakinu. Ég leit upp og kom auga á svart andlit í hinum litla glugga. Ég varð hrædd og hljóp aftur fyrir hornið. Ég fann, að ég var með hjart- slátt og kom auga á andlit mitt í spegl- inum, eins náfölt og hitt hafði verið svart. Svo báru fæturnir mig ekki leng- ur og ég hné niður á kalt gólfið fyrir framan rúmið. 5 ’* Ég dró andann djúpt og þvingaði mig til að slaka á. Hvers vegna í ósköp- unum skyldi svo sem svart andlit vera meira fráhrindandi en hvítt. Jæja, þá hafði ég svertingja sem næsta nágranna. Og hvað með það? Ég vissi ekki, hvers konar hræðsla það var, sem hafði komið mér til að haga mér svo bjánalega. í sama mund var barið að dyrum. Ég stirðnaði upp aftur. Svo neyddi ég mig til að hrópa: — Hver er það? — Það er ég, Toby. Ég skreiddist á fætur og slangraði að dyrunum. Ég lauk upp, hleypti Toby inn og læsti hurðinni aftur. — Hver er meiningin með þessu? Hræddar við innbrotsþjóf? — Hvers vegna komið þér hingað? — Mér heyrðist þér vera að banka í gólfið. — Ég datt og rak höfuðið á gólfið. — Afsakið, sagði hann, en ég hélt að það væri eitthvað, sem yður vanhag- aði um. Hann gerði sig líklegan til að fara. — Mig vantar svolítið, ég á við — mig vantar svolítið, sagði ég og upp- götvaði, að ég hélt í handlegg hans til að hindra hann í að fara. — Ég hef ekki tappatogara. Hann brosti. — Doris skiptir hlutunum ójafnt. Ég hef þrjá. Þér skuluð fá einn. Ég kem aftur eftir augnablik. Hann flýtti sér burt og skildi hurð- ina eftir opna. Ég lokaði henni og hall- aði mér að henni, þangað til ég heyrði, að Toby kom aftur. Hann tók tappann úr flöskunni, meðan ég leitaði að glösum. Ég fann stóra krukku og lítið tannburstaglas. Hvoru tveggja var skítugt og ég reyndi að skrúfa frá heitavatnskrananum til að þvo þau úr heitu vatni, en þótt það logaði á gasinu, skeði ekki neitt þegar ég sneri krananum. — Það er sennilega dælan, sagði Toby heimspekilega. — Minn hefur ver- ið svona í margar vikur. Þeir eru heppn- ir, sem hafa rennandi vatn, það hefur Mavis ekki. Það var komið fram á varir mínar, að spyrja hver Mavis væri, en ég stillti mig. — Ég hef ekki fundið neina kasta- rolu enn þá, sagði ég í staiinn. — Það var gott, það líkist ekki Doris. Bíðið augnablik, é gminnist þess, að hún brenndi gat á sína nýlega — bersýni- lega hefur hún tekið yðar í staðinn. Hún er ágjörn gömul meri, bætti hann rólega við. — Hvað myndi koma fyrir, ef ég bæði hana um eina? — Ekki nokkur skapaður hlutur. Ég hef neyðzt til að kaupa — ja, ég veit ekki hvað margar, eftir að ég flutti hingað. Hafið þér litið á rúmið? Ég vona að það sé betra en mitt gamla. Ég er ekki vandlátur, en mér líkar ekki rusl. Ég settist á rúmið með glasið í hend- inni. Ég ætlaði að rísa á fætur, en hann stöðvaði mig. — Nei, nei, ekki núna. Drekkið fyrst, það er betra. Framh. í næsta blaði. pÁuiciNN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.