Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Page 34

Fálkinn - 04.09.1963, Page 34
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI „Herra,“ sagði Panda, „gætuð þér sagt okkur, hvers vegna farið hefur verið með okkur hingað?“ „Þetta er Innriheimur,“ svaraði gamli maðurinn. „Ég sendi skip mitt til að sækja ykkur.“ Um leið og hann talaði byrjaði hann að stökkva stein af steini og sýndi við það leikni sem var undraverð af manni á hans aldri. „Og hvað um talandi kaffikönnuna og...“ stundi Panda. „Þögn, ungi maður, „skipaði hinn.“ Þetta er staður til innri hugleiðinga — ekki til að þvaðra. Setjist niður og ég mun reyna að skerpa sjón ykkar Panda og Jollypop settust varlega á steingólfið og horfðu á hinn athyglisverða gamla mann gera ein- hverjar dularfullar hreyfingar fyrir ofan kristals- kúluna. Skyndilega byrjaði kúlan að glóa. „Þetta er innra augað,“ sagði hinn. Með þessu sé ég inn í ykk- ur.“ „Geturðu horft í gegnum okkur?“ stamaði Panda „Ég horfi ekki, ég sé,“ svaraði hinn. „Þannig fæ ég innsýn.“ Eftir að sá skeggjaði hafði horft lengi í kristalskúluna síra, byrjaði hann að stika aftur og fram með miklum hraða. „Ég bið yður afsökunar, herra,“ hrópaði Panda ákveðinn í að fá útskýringu á öllum hinum dular- fullu atburðum, sem höfðu komið fyrir í seinni tíð. „Mér þætti gaman að vita, hver þér eruð og hvers vegna þér hafið látið okkur koma hingað." „Spurðu ekki heimskulegra spurninga, ungur minn,“ urraði maðurinn. „Þið verðið að sjá og það þarf að fræða ykkur, þvi að ég er Plútanus, vörður Innriheims. „Þetta eru ekki miklar upplýsingar,“ tautaði Jollypop. „En við vitum þó að minnsta kosti, hvað hann heitir.“ „Sjáið og fræðist," hélt Plútanus áfram og stóð á höfði. „H-hvað er hann að gera núna?“ spurði Panda undrandi. „Hann stendur á höfði eins og þú sérð,“ svaraði Jollypop, Það er stórkostlegt af manni á hans aldri. „Hvers vegna standið þér á höfði, herra Plútanus?" spurði Panda. „Til að halda mínum innri hugsunum saman,“ svaraði sá gamli. „Ágæt staða til að hugsa í.“ „Ég bið yður afsökunar, herra Panda,“ hvíslaði Jollypop,“ það er ekki kurteislegt að láta í ljósi undr- un á hegðun gestgjafa síns.“ „Lofið mér að hugsa augnablik," hélt Plútanus áfram. „Fáið ykkur eitt- hvað að borða á meðan.“ „Kærar þakkir," sagði Jolly- pop. „Ú,,“ hvíslaði Panda, „herra Plútanus hefur svo sannarlega undarlegan smekk.“ „Það hefur hann,“ sagði Jollypop og gretti sig,“ en maður verður alltaf að sætta sig við smekk gestgjafa síns.. 34 ^ÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.