Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 10
 aiau... Á leið yfir Jökulsá á Sólheimasandi (myndin hér að ofan). Pétur Kristjóns- son við stjórn Drekans (myndin hér að neðan). Ámi Guðjónsson setur negl- una í Dreka áður en lagt er af stað yfir Markarfljót (myndin í miðju hér að neðan). Bílstjórarnir: Hjalti Pálsson og Sigurður Eiríksson (yzt til vinstri). inum því sá gangandi fékk það á tilfinn- inguna að hinn væri að aka yfir sig og fór því að hlaupa. Hann hljóp hraðar og hraðar og hinn ók fast á eftir. Að lok- um gat sá hlaupandi ekki meir og hann setti sig út af veginum og bíllinn kom á eftir. Þessi sami maður var einu sinni á ferð í þessum sama jeppa sínum þegar hann uppgötvaði að bremsurnar voru farnar. Hann gerði sér lítið fy-rir og rak járnkarl sem hann hafði meðferðis nið- úr úr gólfinu og dró þannig úr ferðinni. Þetta sögðu þeir mér fyrir norðan. Við borðuðum að Hellu. Umræðurnar snerust að sjálfsögðu aðallega um flutn- ingana. Þeir sögðust búast við að þurfa að taka Dreka af vagninum þrisvar til fjórum sinnum. Við stoppuðum aðeins við Þverá þar sem Jón Gíslason brúarsmiður hefur í sumar verið að byggja nýja brú ásamt sínum mönnum. Þeir voru að búa sig undir að steypa gólfið í brúna. Við Markarfljót urðum við að taka Dreka af. Pétur Kristjónsson foringi þeirra Drekamanna og Árna Guðjónsson. klifruðu upp í Dreka og settu -i gang. Svo létu þeir vélina ganga í tuttugu mínútur áður en þeir óku Dreka niður. Svo óku þeir Dreka niður með ánni niður á eyrarnar. Þeir voru þrír saman: Pétur sem ók Árni og Runólfur ljós- myndari. Þeir voru fyrstir manna á ís- landi að fara í vatn á vatnadreka. Hinir sem eftir voru fóru að vinna að því að hífa grindina af tengivagninum yfir á Vollann. Þeir Sigurður Eiríksson, bíl- stjóri dráttarbílsins og Hjalti, stóðu að- allega fyrir framkvæmdum, en við Jó- hann Wolfham hjálpuðum til. Þetta gekk fregar fljótlega fyrir sig og eftir skamman tíma var grindin komin aftur á vagninn hinum megin við brúna og 10 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.