Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 16
GREIN EFTIR BJÖRGYIN HÓLM Konur ha£a betra minni en karlar. Hvar er minniS staðsett í heilanum? Hví gat kettlingur einn ekki sofið og stúlka ekki hreyft sig? Dáleiddum mönnum veitist miklu auðveldara að muna liðna atburði held- ur en mönnum í venjulegu ástandi. Dá- leiðsla virðist- auka minni manna. Fyrir nokkrum árum var múrari einn dá- leiddur af vísindamönnum við Yale-há- skólann í þeim tilgangi að rannsaka minni hans. Tíu árum áður hafði múr- arinn hlaðið sérstaka byggingu, og nú var hann beðinn um að lýsa ákveðnum múrsteini á ákveðnum stað í einum veggnum. Þegar múrsteinum er hlaðið verður að taka tillit til fjölmargra atriða. Lög- un múrsteinsins þarf að vera þannig, að múrsteinninn falli vel inn í næstu félaga sína. Liturinn verður að passa inn í heildarútlitið og sérstaka steina þarf til þess að setja í öll horn og yfir sérhvern glugga. Gallaða steina verður að láta snúa þannig, að ekki beri á vanköntum og þannig mætti lengi telja. Af þessu er skiljanlegt, að ýmsar at- huganir og hugsanir snúist í kringum sérhvern múrstein, þegar hlaðið er. Hinn dáleiddi múrari var fljótur að koma með svarið: Múrsteinninn var aðeins of mikið brenndur úr brennslu- ofninum. hann var dökkur á lit. Dökk- rauður smásteinn var innbrenndur í leirinn í neðra vinstra horni og múr- steinninn hafði „maga“, það er að segja hann var aðeins þykkari í miðjunni heldur en til endanna. Ýmsar aðrar upplýsingar streymdu frá vörum iðn- aðarmannsins og allar stemmdu þær við staðreyndirnar, múrsteinninn var ná- kvæmlega þannig. Þegar við höfum í huga, að múrar- inn hafði síðast séð þennan stein tiu árum áður og á þeim degi hafði að öll- um likindum hlaðið um 2000 múrsteina, verður okkur ljóst hve minnið er furðu- lega stórkostlegt og umfangsmikið. Svip- aðar tilraunir með dáleidda menn hafa verið framkvæmdar og allar vitnað um hið sama: Mannsheilinn er fullkomn- asta segulbandstækið sem fyrirfinnst. Konur hafa betra minni en karlar. En hvar er minnið staðsett í heilan- um? Það segir frá því í þessari grein. 16 Öll hugsun byggist á minni, hvort scm það er hjá hinum mikla hugsuði, Einstein, e'ða hjá litlum skóladrcng. Það hefur verið reiknað út, að ef allar minningar sem geymdar eru í heila gamals manns, væru ritaðar í bækur, myndi ekki duga minna en eitt hundrað milljónir bóka í venjulegri stærð. Ef þessum bókum væri raðað saman hlið við hlið myndu þær ná yfir 5000 kílómetra. Þetta mikla bóka- safn finnst einhvers staðar í heilanum í smækkuðu formi, — á einhvers konar „heilamíkrófilmu". Vísindamenn vita ekki með vissu, hvar minnið er staðsett í heilanum eða hvernig heilinn fer að því að skrásetja og geyma minningarnar. Kenningar eru þó margar um skrásetningaraðferðir heilans og greinast þær aðallega í tvo flokka: þær sem segja, að minningarn- ar séu skráðar í kjarnasýrusameindir frumanna, og hinar, sem segja, að minn- ingarnar séu skráðar í margþætt net, sem gripluþræðir frumnanna mynda með sér í frumufjölbýlum. Mjög umfangsmikið frumufjölbýli er í heilastofninum, en hann er framhald mænunnar upp á við. Stóri heilinn með heilabörkinn fyrir aftan hann. Bóka- safnið er í einhverjum þessarra hluta heilans. Minnisstöðvar eru aðallega þrenns konar. Fyrst eru stöðvar sem skrá öll utanaðkomandi áhrif og upplifan- ir, síðan eru stöðvar, sem halda þessum minningum við í stuttan tíma (stuttminni) og síðast stöðvar, sem geyma alla lærða verknaði. Það eru fyrstnefndu stöðvarnar sem eru þýð- ingarmestar, og það eru þær sem vís- indamenn hafa fyrst og fremst verið að svipast eftir. Heilastofninn. Síðustu árin hefur athygli þeirra, sem fást við rannsóknir á heilanum beinzt sífellt meir og meir að heilastofn- inum Smám saman er þeim að verða það ljóst, að hann er öllum öðrum pört- um fremur þungamiðja heilans. Hann tilheyrir „gamla heilanum" en hann er það sem maðurinn hefur sameiginlegt öllum öðrum hryggdýrum að meðtöld- um fiskum. Læknar við Oxford-háskólann í Eng- landi segja frá sérkennilegu sjúkdóms- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.