Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Side 22

Fálkinn - 18.09.1963, Side 22
ispursmey á hálum brautum eða fleiri af mönnum þínum fylgja þessari ungu dömu eftir. Misstu ekki sjónar af henni fyrr en ég segi til. Mason fékk Dellu miðann og sagði: „Fáðu Páli Drake þetta, Della.“ Della Street sagði: „Sjálfsagt, herra Mason,“ opnaði og fór fram. Dorrie Ambler krosslagði fæturna. „Ég geri ráð fyrir, að yður finnist ég undarleg, herra Mason. En mig grunar, að einhver sé að reyna að koma mér í klípu. Ég kæri mig ekki um að vera blórabökkull neins, herra Mason.“ „Það get ég vel skilið," sagði Mason. ,,Og ég kæri mig ekki um að setja mig í aðstöðu, sem gæti komið mér illa. Gáfuð þér ritaranum mínum heimilis- fang yðar?“ „Já. Parkhurst, íbúð númer 907.“ „Gift, ógift, fráskilin?“ „Ógift.“ „Hvað hafið þér átt þarna lengi heima?“ „Svona um sex mánuði, minnir mig.“ „Ef þér hafið ökuskírteini, má ég þá sjá það?“ spurði Mason. Hún opnaði veskið sitt og hélt því þannig, að Mason sá ekki niður í það og tók upp úr því ökuskírteini Lögfræðingurinn kinkaði kolli. „Gef- ið út í Kaliforníu, og þess vegna með þumalfingursfari.“ „Já, ég veit það.“ „Við getum þekkt yður örugglega af þessu fingrafari,“ sagði Mason. „Jæja,“ sagði hún. „Eruð þér fingra- farafræðingur, herra Mason?“ „Nei,“ sagði Mason, „en það er Páll Drake, og ég veit líka sitthvað um þau.“ Barið var með sérstökum hætti á ytri hurðina og Mason gekk yfir gólfið til að hleypa Dellu Street og Páli Drake inn. „Þetta er Páll Drake, einkanjósnari, ungfrú Ambler,“ sagði Mason. „Við höfum hérna mál, sem er dálítið sér- staks eðlis. Þessi unga dama vill láta ganga úr skugga um hver hún er. Hún vill ganga svo langt, að láta okkur sjá ör eftir nýlegan botnlangauppskurð.“ „Ég skil,“ sagði Drake hátíðlega. ,Og,“ hélt Mason áfram, „ég var að segja henni, að aðeins væri nauðsyn- legt að bera saman þumalfingursfar hennar við farið á ökuskírteininu henn- ar.“ „Tja, það er nú svo,“ sagði Drake, „auðvitað er fingrafar sönnun út af fyrir sig, en óski hún hins vegar ...“ „Já. ég geri það,“ tók hún fram í. 22 FÁLKINN „Ég hef ýmigust á að láta taka fingra- för mín. En ef þér óskið samt að bera þumalfingur minn saman við farið á ökuskírteininu, þá er ekkert við það að athuga.“ Drake tók lítið stækkunargler úr vasa sínum og færði sig að henni. „Ég verð að snúa því við svona,“ sagði hann, „og það er dálítið erfitt. það væri einfaldara að ...“ „Ekkert blek,“ sagði hún og hló ó- styrkum hlátri. Drake færði stækkunargler sitt fram og aftur milli fingursins og merkisins á ökuskírteininu, leit síðan á Perry Mason og kinkaði kolli. „Allt í lagi,“ sagði hann; „það passar. Þér eruð Dorrie Ambler. En auðvitað," bætti hann við óðamála, „við skoðum líka örið eftir uppskurðinn.“ Hún stóð á fætur feimnislega. Síðan dró hún niður rennilás, ýtti pilsstrengn- um niður og togaði blússuna upp. Hún stóð svona eina eða tvær sek- úndur og lét þá horfa á sig bera og þar sást ljótt, rautt ör. Síðan kippti hún fötunum í samt lag aftur. „Jæja,“ sagði Páll Drake brosandi, með þessu þumalfingursfari og þessu öri held ég að ég gæti þekkt yður aftur, ef þess yrði krafizt.“ „Það er allt, sem ég kæri mig um,“ sagði hún. „Hvað ætlizt þér eiginlega fyrir?“ spurði Mason. Hún hristi höfuðið. „Yður mundi ekki falla það,“ sagði hún, „og þess vegna munduð þér ekki láta mig gera það. En ég ætla að Ijósta upp um þetta samsæri." Hún tók hvatskeytislega veski sitt, leit á úrið og sagði: „Ég geri ráð fyrir, að ritari yðar taki við greiðslunni?“. Mason sagði við Dellu Street „Gefðu reikning fyrir tíu dollurum, Della, og skrifaðu kvittun handa ungfrú Am- bler.“ Della sagði: „Gerið svo vel að koma þessa leið,“ og gekk á undan stúlkunni út úr skrifstofunni. Mason og Drake litu hvor á annan: „Ertu búinn að setja mann á slóðina?“ spurði Mason. „Jerry Nelson,“ sagði Drake. „Hann er einn af þeim beztu í þessu starfi.“ „Ég hef hugboð um, að skýrslan frá þér vei-ði óveniuleg að einhverju leyti,“ sagði Mason. „Láttu m'i vita jafnskjótt og þú fréttir eitthvað frá mönnum þín- um, Páll.“ _____j_____ Klukkan var rúmlega hálftvö um daginn þegar Páll Drake barði á sinn sérstaka hátt og gekk inn í einkaskrif- stofu Masons. Ókunnugur maður fylgdi á hæla honum. „Þetta er Jerry Nelson, einn af starfs- mönnum mínum,“ sagði hann. Jerry, þetta er Della Street, trúnaðarritari Perry Mason “ Drake sneri sér að Mason og sagði afsakandi: „Ég fékk skýrslu gegnum símann, en hún var svo lygileg, að ég sagði Jerry að koma tafarlaust og gefa skýrslu beint. Þú hefur orðið Jerry.“ „Tja,“ sagði Nelson, „ég fór inn í lyftuna með þessari ungu stúlku. Félagi minn beið fyrir utan. Hún tók sér leigu- bíl. Ég stökk inn í annan bíl, sem við höfðum til taks og félagi minn fór í sínum bíl og við veittum stúlkunni eftir- för. Hún fór beina leið út á flugvöll. „Hvað svo?“ „Þar beið hún meira en klukkustund,“ sagði njósnarinn. „Hún var að bíða eftir einhverju, og þar sem ég vissi ekki upp á hverju hún kynni að taka, hafði ég auga með lienni og leit litið í kringum mig.“ „Hvað ætlar úr þessu að verða?“ spurði Mason. „Hvað gerðist?“ „Allt í einu hljóp hún yfir að blaða- sölunni og hrópaði: Þetta gildir ekki peningana eða lífið! og þreif skamm- byssu upp úr veski sínu. Hún hleypti af þremur skotum. Þetta kom svo óvænt, að ég áttaði mig ekki í tíma.“ „Bíðum nú andartak,” sagði Mason. „Þér sögðuð að hún hafði sagt, þetta gildir ekki peningana eða lifið!“ „Já, það er rétt. Ég var bara tíu fet í burtu og heyrði greinilega til hennar.“ „Jæja, hvað meira?“ sagði Mason. „Hvað gerðist? Höfðuð þér hendur í hári hennar?“ „Nei, öðru nær. Ég var eins og allir hinir. Allt stanzaði,“ „Og hvað varð um ungfrúna?“ „Hún hljóp inn í snyrtiherbergi kvenna. Tveir lögreglumenn komu á vettvang, og um svipað leyti voru dyrn- ar að snyrtiherberginu opnaðar og daman labbaði út eins- og ekkert hefði ískorizt." „Hvað gerðist?“ spurði Mason. „Tja, lögreglumennirnir höfðu ekki séð hana þegar hún hleypti af byssunni, svo að þeir þekktu hana ekki. Hún gekk framhjá þeim og það var ekki fyrr en einn viðstaddra kallaði „þarna er hún!“ að annar lögreglumaðurinn góm-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.