Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Page 26

Fálkinn - 18.09.1963, Page 26
Mér finnst þetta góð hugmynd. Hún getur varla rekið okkur öll út. — Getur hún ekki? tautaði Toby, en var sá fyrsti sem fór niður stigann. Ég fór á eftir með blönduðum tilfinn- ingum. Hvernig í ósköpunum hafði ég lent í öllu þessu bara á einum sólar- hring. Ég, sem ekki ætlaði mér að skipta mér af öðrum. Ég myndi standa í eiiifri þakkarskuld við þá fyrir það, sem þeir ætluðu að gera núna, og ég þekkti þá sáralítið. Á annarri hæð náði ég í þá og greip í þá. — Góðu bíðið og hugsið ykkur um.. Hugsið um það, að hún getur sagt ykkur' að fara. Ó, góðu hættið við þstta. Toby stanzaði, en John hélt áfram. — Hún er slæm manneskja, ef hún ;egir okkur að fara, þá förum við. Þeir hurfu niður stigann og ég heyrði hvíslingar og traðk fyrir utan dyr Doris, áður en annar þeirra bankaði. Eg kreppti hnefana af spenningi. Ég heyrði að hurðin var opnuð og svo neyrðist rödd Doris. — Eruð þið komnir að sækja dýnuna? Hér er hún splunkuný, ég keypti hana handa sjálfri mér, það getið þið sagt henni. Segið henni að fara niður með hina, þá skal ég losa mig við hana. Maður getur skilið hana. Hún vill ekki iiggja á dýnu, sem einhver hefur dáið á, bað getur maður skilið. Þegar piltarnir komu steinhissa með dýnuna á milli sín, lá ég í stiganum, hálfkæfð af hlátri. Ofan á allt bættist það, að ég minntist þess ekki einu sinni, að hafa sýnt Doris sápuna. Þessu kvöldi vörðum við í það, að taka til í herberginu mínu. Ég var ákveðin í að rífa veggfóðrið af veggj- unum og mála þá, og piltarnir sögðust gjarna vilja hjálpa mér. John sagði einnig, að hann gæti smíðað eitthvað sem iíktist kæliskáp. En fyrst um sinn létum við okkur nægja að skrúfa nýju Mósaperuna í, hengja upp frönsku eftir- ->r.+1inina mína og setja teppið á. Við geymdum hundana í töskunni undir rúminu og létum græna glerið mitt í staðinn. Toby stóð uppi á borði og skipti um gluggatjöld, meðan ég hlúði að blómunum. Svo stakk Toby upp á því, að John eldaði mat handa okkur. John hvarf inn í sitt eigið herbergi með hluta af matn- um, sem ég hafði keypt, meðan við Toby löguðum rúmið. Toby lánaði mér DDT-sprautu og stóra flösku af skor- dýraeitri, og við sprautuðum á allt, líka á hvort annað. Þegar John kom aftur, leit herbergið miklu betur út. John horfði ánægður í kringum sig og kvað upp dóm sinn: — Slæmur þefur, en lítur vel út. Hið gagnstæða mátti segja um mat- inn, með þeirri mikilvægu viðbót að hann bragðaðist reglulega vel. Megnið af mínum hluta hvarf í vask-. inn næsta morgun. James horfði á mig, þegar ég kom inn í skrifstofu hans. — Almáttugur, hvað gengur að þér? spurði hann ákafur. — Ekkert, sagði ég þreytulega. — Mér líður ekki reglulega vel. Láttu mig í friði, ég bjarga mér. Ég dró mig í hlé inn á mína eigin skrifstofu, settist við skrifborðið og lagði höfuðið á handleggina. Raunveru- leikinn hvarf. Skrifborðið var mjúkt eins og fljótandi gúmmídýna. Ég dæsti. Ég vaknaði við það, að James læddist inn með tebolla í hendinni. — Drekktu þetta, tautaði hann. Hann horfði rannsakandi á mig, meðan ég tók skeiðina og hrærði í og velti því fyrir mér, hvort ég ætti að áræða að drekka. — Hvað er að þér, Jane? Ég var hrærð yfir hinum önuga tón hans, ég vissi að hann skýldi óróleika og einlægni. — Ég veit það ekki, skrökvaði ég. Ég hlýt að hafa borðað eitthvað, sem ég hef ekki þolað. Ég dreypti á teinu og það virtist ætla að tolla niðri, svo að ég drakk það allt. James stóð vandræðalegur. — Er ekki bezt, að þú farir heim, sagði hann að lokum. — Jú, ef þetta heldur áfram. En þú skalt bara láta mig hafa eitthvað að gera, þá gleymi ég því ef til vill. James bráðnaði strax, þetta var já- kvæð afstaða, sem hann skildi. — Svoleiðis skulum við hafa það, sagði hann og lét mig hafa mörg verk- efni. Og um ellefu leytið, var ég aftur orðin rjóð í kinnum, ógleðin var horfin og James gat sigrihrósandi sagt: — Sjáum til. Þetta var bara sálrænt, öll veikindi eru einkenni taugaveikl- unar, það er þess vegna, sem ég er aldrei veikur. Næsta morgun var mér óglatt og þar næsta morgun einnig. Ég málaði mig mikið og nuddaði varalit í kinnarnar. Ég leit illa út, en ef James sá það, þá lét hann sem ekkert væri og snemma á hverjum degi breiddi ég yfir það og snyrti mig á venjulegan hátt. Og í lok vikunnar gat ég að nokkru leyti leitt athyglina frá ógleðinni með því að hugsa hnakkakert: Það er alveg eðli- legt og klukkan ellefu er það úr sög- unni. Toby var alltaf að tala um, að ég þyrfti að vera félagslyndari. Hann hafði fengið þá flugu í höfuðið, að ég yrði að kynnast þessari Mavis, sem bjó í húsinu. Ég reyndi að slá á félagslyndi Tobys, því að því fleiri manneskjum sem ég kynntist því meira varð ég að segja um barnið fyrr eða síðar. Hvernig átti ég að segja það fólki eins og James, Toby og John og ef til vill fleii’um. Vinir mínir voru að verða vandamál. Dag nokkurn hringdi bezta vinkona mín, Dottie Cooper á skrifstofuna og strax þegar ég hafði sagt „halló“, sagði hún „jæja“. — Hvað meinar þú með jæja, sagði ég önug. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.