Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Qupperneq 28

Fálkinn - 18.09.1963, Qupperneq 28
Einkaritari hans kom í gegnum hlið- ardyr og hvíslaði í eyra hans. Hann leit ekki upp. „Ég get það ekki núna,“ sagði hann. Maðurinn dró sig í hlé. „Ertu vitlaus?“ hrópaði hann í sím- ann. „Hvaða viðgerð? Skipið var splunkunýtt! .... Ég segi ekki meira —“ Einkaritarinn birtist aftur við hlið hans og hvíslaði aftur: „Allt í lagi .... Sjáið — náið í son minn. Færið hann hingað strax.“ „Já, herra.“ Maðurinn tók upp aðra línu og talaði í hana. Ég horfði töfruð á hann og hugsaði um Alexis og hvað hann myndi gera úr svona símtali. Og hversu lítinn tíma þetta gaf mér. Than- os hafði enn ekki tekið eftir mér. Hann var enn í símanum, en talaði nú mjög hægt eins og hann væri að vega og meta hvert orð áður en hann hleypti því í gegnum línuna. Hávaðinn fyrir utan jókst. Ég beið eftir því að einkaritarinn færi, en hann var enn í símanum. Ég gekk upp að honum og benti honum að fara. Hann kinkaði kolli og lagði símatólið á augna- bliki síðar og fór. Þrátt fyrir hávaðann og ruglingslegt andrúmsloft, hafði stað- urinn yfir sér óraunverulegt andrúms- loft í vatnskenndu Ijósi dögunarinnar eins og ég sæi hann gegnum vatnsbúr. Að lokum lagði Thanos niður tólið. Hann rétti ekki úr sér, heldur hélt á- fram að vera boginn, og ég varð að kalla nafn hans áður en hann tók eftir mér. „O — Phaedra." Hann brosti dauft annars hugar. „Ég verð að tala við þig, Thanos.“ „Ekki núna, ástin mín. Ekki núna .... “ Síminn hringdi aftur og hann hlustaði í mínútu urraði svo og setti hann niður. „Ég segi þér, að það er ekki hægt.“ „Thanos — giftingin getur ekki átt sér stað.“ „Gifting?“ Augu hans voru blóðhlaup- in og áhyggjufull í skeggjuðu, svefn- drukknu andliti hans og störðu tóm- lega. ,Hvað í fjandanum ertu að tala um?“ Ég stanzaði, slegin út af laginu. „Sjáðu Phaedra — hlustirnar eru —“ ,Giftingin milli Alexis og Ercy,“ sagði ég til að hindra frekari stöðvun af hans hálfu. Ég gat ekki frestað tilgangi mín- um. Og það er það, sem þú komst til að tala við mig um? Núna?“ „Já. Það er mikilvægara en allt ann- að.“ Hann stóð á fætur og axlir hans lyft- ust af þreytu og óþolinmæði. „Phaedra, ástin mín — hvar varst þú í gærkvöldi? Hvers vegna sagðir þú mér ekki, að þú værir komin aftur til eyjunnar? Hvenær komstu aftur til Aþenu? Þú hlýtur líka að vera dauð- þreytt.“ Hann gekk í kringum hið stóra skrifborð, sem líktist bjargi, og kom til mín, handleggirnir voru reiðubúnir að leiða mig út. „Hvers vegna getum við ekki talað um þetta seinna? Ha?“ Einkaritarinn hans kom aftur. Ég varð að flýta mér. „Thanos — þú verð- ur að lofa .... Nei, ég hreyfi mig eklti fyrr en þú gerir það. Þessi gifting má ekki eiga sér stað.“ „Phaedra, hafðu stjórn á þér, kona," hreytti hann út úr sér. „Þetta eru málefni, sem maður ræðir um heima.“ Ég var hrædd. í fyrsta sinn síðan ég hafði lagt í ferðina, undir áhrifum lyfs og veik, yfir stormasaman sjóinn, gegn þrjózkulegu skilningsleysi föður míns, án áætlunar eða framtíðar, aðeins með tilgang — var ég hrædd. Hann sýndist reiður og mjög óþolinmóður og ég varð að brjótast í gegn. Ég hafði vitað, að þetta gæti skeð, ég hafði jafnvel end- urtekið orðin í huganum án þess þó að reyna einu sinni að ímynda mér við- brögðin. Ég sagði lágt vegna einkarit- arans, sem stóð nálægt hliðardyrunum: „Ég elska Alexis. Hann er elskhugi minn.“ Thanos stóð kyrr. Augu hans litu á mig niður allan líkama minn og litu undan. Hann andaði þunglega og skaut kjálkanum fram. „Síðan í París,“ bætti ég við. Ég vildi ekki, að hann ímyndaði sér, að ást okkar hefði fæðzt hér í Grikklandi undir þaki hans. Hann tók nokkur skref áfram og náði dyrunum. Höfuð hans féll á hurðina með Ijótum dynk. Handleggir hans héngu mátt- lausir við líkama hans. Hann var ekki lengur risastór, vold- ugur maður. Hann líktist sjúkum, mið- aldra verzlunarmanni. í augnabliki hugsaði ég, alveg kalt 28 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.