Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 29
og án nokkurrar samúðar, að ég setti að fara til hans og snerta hann eða segja eitthvað, sem skírskotaði til hinna löngu ára ástar okkar og hjónabands og stolts. En ég gat ekki gert það. Hljóðlega. ég hreyfði mig eins mjúk- lega og ég gat, fór ég út gegnum hlið- ardyrnar, sem einkaritarinn hélt opn- um fyrir mig. Er ég kom í ganginn, sá ég, að kvenna- hópurinn hafði stækkað og nú voru þær nógu margar til að ná upp í stiga og inn í anddyrið. Það voru nokkrir menn með þeim og reiðilegar raddir hækk- uðu sig. Ég stóð hikandi og velti því fyrir mér, hvernig ég gæti yfirgefið bygginguna án þess að ryðjast gegn- um hópinn. Skrifstofumaður kom og stóð við hlið mér og sýndi mikla lotningu. „Hræðilegt áfall, frú. Það hlýtur að vera skelfilegt. Þetta fólk er þó óþolin- mótt. Það er ekkert, sem við getum gert enn þá . ... “ „Hvað á þetta allt að þýða?“ „Vitið þér það ekki, frú? Ó .... Mér þykir það leitt, frú. Ég hefði ekki átt að tala svona við yður. Það er SS Phaedra, frú. Hún sökk undan strönd Noregs síðastliðna nótt. Hræðilegt rok. Hún strandaði á rifi .... Flestir af á- höfninni bersýnlega . . . . “ Hægur kuldahrollur fór um hrygg minn. Nafna mín, hið góða skip Phaedra, nýtt og stolt í sólskininu, strandaði á rifi frosins lands á stormasamri nóttu .... Augnablik var það ég, konan Phaedra, sem lá undir isuðum sjónum, rifin og brotin að eilífu, umkringd lim- lestum hræjum og gráðugum fiski, öll fegurð horfin, enginn legsteinn til minn- ingar .... Og konurnar með hin vinnulúnu and- lit sín og stór áhuggjufull augun, þeg- ar syrgjandi, því að það var frændi eða vinur eða nágranni, ef það var ekki eiginmaður eða sonur, sem hafði far- izt .... Ég sá andlit þeirra greinilega núna og háls minn varð þurr af kvöl yfir margfölduðum þjáningum þeirra. Pittakos! faðir brjálaða mannsins — hann var líka á Phaedru, hafði ég heyrt. Nú vissi ég hver sá dökki, óhreyfanlegi var, sem hafði verið fyrir framan bygg- inguna, þegar ég kom. Svo sá ég Alexis. Hann flýtti sér gegnum eirðarlausan, hávaðasaman hópinn, skyrta hans var fráhneppt og hár hans ekki alveg greitt. Hjarta mitt stöðvaðist. Mig langaði til að ná til hans og stöðva hann áður en hann færi upp stigann, en ég gat ekki hreyft mig, var negld við stað minn af ólgandi fjölda mótmælandi líkama, sem stóðu í vegi. Ég missti sjónir af honum og sá hann svo aftur, beint fyrir utan dyr Thanosar. „Alexis!“ kallaði ég, en rödd mín var mjó og dauf í skerandi urri hópsins og nokkur andlit tóku að horfa á mig, augu þeirra lýstu viðurkenningu, svo kaldri og beizkri reiði. Mér fannst ég of áber- andi og stinga of mikið í stúf við þenn- an syrgjandi hóp. „Lofið mér að sýna yður leið bak- dyramegin, frú“, sagði skrifstofumað- urinn og augnablik virtist hið bólu- grafna og yfiráfjáða andlit hans dásam- lega vingjarnlegt og öruggt. í mér tog- aðist á óttinn um Alexis og hræðslan við hópinn, en þar sem ég virtist ekki eiga neinna kosta völ, fylgdi ég litla ná- unganum gegnum ýmsa ganga að bak- stiga. Ég hljóp niður og andaði djúpt að mér köldu, röku morgunloftinu. Þar var hann fyrir framan mig í litla garðinum — bíll Alexis, hið glæsilega rauða dýr, og beið auðmjúkt eftir hús- bónda sínum. Ég hljóp til hans eins og hann væri Alexis sjálfur. Allur líkami minn skalf, og mig langaði að stíga upp í hann, en ég gat það ekki. Hljóð mann- fjöldans fyrir framan bygginguna voru ógnandi og hræðileg. Heimurinn hafði hrunið ekki aðeins fyrir Thanos, Alexis og okkur hin, heldur fyrir Guð má vita hve mörg önnur og hann myndi aldrei verða samur aftur. Skyndilega sá ég hann aftur, hreyfa sig í áttina til mín — vitfirringinn, vit- firringinn minn, Samson spámann. Hann nálgaðist hægt, og ég var ófær um að fara aftur á bak. Atburðurinn var martröð, þar sem útlimirnir hlýddu mér ekki. Hann virtist svo hár og hræði- legur, andlit hans svo ósnortið og axlir hans svo breiðar undir brekáninu. Hann stanzaði og starði á mig, hreyfingar- laus og hljóðlaus eins og hræfugl, sem svífur yfir bráð sinni. Eilífð leið. Maðurinn, ef hann var maður, stóð kyrr og það gerði ég líka. Hugsanir mínar flýðu hann og allar upp og hakan seig niður á brjóst og hann staulaðist klunnalega í burt — gervingur vorkunnsemi, ekki ótta, hluti af hinu mikla gráa volæði í kringum okkur, ekki hluti af brennandi martröð- um okkar. Ég lokaði augum mínum og andaði aftur, næstum hlæjandi af létti. En strax og óttinn var horfinn, flæddi raun- veruleikinn aftur í sæti sitt með sín- um eigin hryllingi. Ég sneri mér til að horfa á dyrnar, sem ég hafði komið út um, og sá Alexis. Fjaðurmagnið í göngulagi hans var horfið. Hann staulaðist niður stigann eins og drukkinn maður, og þurrkaði andlitið með ermi sihni. Þar sem tiltölu- lega dimmt var í stiganum, gat ég ekki séð andlit hans, en það olli mér kvöl að sjá hann reika niður svo samanfall- inn. Þegar hann kom út í sólskinið, sá ég, að andlit hans var blóðugt, og að erm- ar hans og flibbi voru einnig með blóð- blettum. Augu hans voru næstum lok- uð, umkringd bláum og rauðum kless- um. Hann sá mig ekki, en skjögraði fram hjá mér, og þegar hann kom að bílnum hallaði hann sér yfir hann og hvíldi höfuðið á vélarhlífinni, líkami hans sundurbrotinn, hreyfingarlaus. Ég þaut til hans, lyfti höfði hans og horfði á hið hræðilega, skemmda and- lit, og tárin byrjuðu að flæða niður kinnar mínar og í munn minn. „Alexis .... Alexis, ástin mín .... “ Ég kom við andlit hans og kyssti marið og þurrkaði burt blóðið og þykkt bragð þess blandaðist við tár mín. „Förum, förum, ástin mín . .. . “ Hann leit ekki á mig. Hann stóð þung- lamalega og lét mig halda sér. „Hring- Hér lýkur sögunni af Phaedru. Sagan hefur verið kvikmynduð og verður myndin með Melinu Mercouri sýnd innan skamms í Tónabíói aðrar skelfingar hurfu fyrir þessum gervingi brjálæðislegs refsidóms, sem sýndist höggvinn úr basalti. Svo knúði skyndileg.hvöt mig, og ég gerði krossmark fyrir framan mig, og tautaði orðin, sem Anna hafði kennt mér sem barni, örugg vörn við öllum djöflum og illum öndum. „Snautaðu burt, snautaðu burt í nafni krossins. Edur er um mig og eldur er fyrir ofan mig. Snautaðu burt til þinnar vondu móður.“ Hann kippti höfðinu upp. Hægt með sinni holu óraunverulegu rödd endur- tók hann hvert orð, sem ég hafði mldr- að. Svo hló hann. „Eldur! Eldur um mig og eldur fyrir ofan! Ég get drukkið eld og etið eld og brætt járnklumpa með berum höndun- um! Snautaðu til þinnar illu móður!“ Og hann hló og líkami hans hristist fram og aftur þangað til hláturinn varð að mjórri stunu og axlir hans lyftust urinn,“ sagði hann hás og benti éljést á andlitið. „Hringurinn hans ....“ Ég vissi, hvað hann átti við — innsiglis- hringur Thanosar hafði rifið andlit hans. Ég kveinkaði mér við hugsunina um Alexis standandi og lofandi föður sín- um að berja andlit sitt í klessu. Ég hljóp til vatnsleiðslunnar, sem ég hafði séð leka í horni og lét ísvatn leka í hendur mínar og kom aftur og þvoði andlit hans, hann stóð kyrr og lét mig hlaupa fram og aftur og þurrka andlit hans með vasaklúti og leita í vösum hans eftir stærri klút, en hann leit ekki á mig. Að síðustu hætti að blæða og þótt andlit hans væri enn hræðilegt og skyrta hans væri blettótt, leit hann ekki eins hræðilega út. „Komdu, ástin mín. Yfirgefum þenn- an stað.“ Ég reyndi að fá hann til að stíga upp í bilinn sinn. „Manstu ekki Framhald á næstu siðu. 29 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.