Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Page 30

Fálkinn - 18.09.1963, Page 30
Framhald aí bls. 29. eftir demantinum? Þú sagðir að hann væri stórkostleg fórn .... Nú verðum við saman .... “ Ég kyssti andlit hans og hendur. „Ég lít aldrei á andlit þitt framar.“ „Hvað ertu að segja? Svona, svona, ég elska þig! Gerðu ekki grín að mér . .. .“ „Ég vil, að þú drepist.“ Rödd hans var daufleg, áherzlulaus. Hann var óður. „Ó, Alexis —“ Ég grét ofsalega núna, snökkti upphátt. ..Það er ekkert annað en við. Ekkert helgað fegrun fagurra augna EINGÖNGU Maybelline býður yður ALLT til augnfegrunar — óviðjafnanlegt að gæðum -— við ótrúlega lágu verði .. undravert litaval x fegurstu demantsblæbrigðum sem gæða augun skínandi töfraglóð. Fyrir það er Maybelline nauðsyn sérhverri konu sem vill vera eips heillandj og henni er ætlað. Maybelline er SÉRFRÆÐILEG augnfegrun! SJÁLFVIRKT SMYRSL OG ÖBRIGÐULL MASCARAVÖKVI OG PENSILDREGNAR AUGNLINUR. SMYRSL OG AUGNSKUGGASTIFTL SJÁLFVIRKIR AUGNABRUNA- PENSLAR OG AUGNAHÁRALIÐARAR 30 FÁLKJNN gnuáo, sdin sltiptir málL Gerðu það, komdu.“ „Vertu sæl, Phaedra.“ „Það er aðeins einn hlutur hræðileg- ur en það, sem við höfum gert, ástin mín, og það er að yfirgefa hvort annað — núna . . . . “ Hann sneri sér við og steig inn í bíl- inn. „Ekki yfirgefa mig!“ kallaði ég upp- hátt. „Ég skyrpi í andlit Guðs fyrir þig! Yfirgefðu mig ekki .... Ég rétti út hendurnar og tók andlit hans í þær og neyddi hann til að horfa á mig, en hann lokaði augunum. „Ég er aðeins tuttugu og fjögurra," sagði hann með sömu áherzlulausu rödd- inni, augu hans voru lokuð, „það er allt og sumt. Tuttugu og fjögurra.“ Hönd hans tók um kveikjuna og hann ræsti bílinn. Hann bakkaði burt frá mér. „Ég elska þig!“ hrópaði ég til hans. „Ég elska þig!“ og þótt ég gæti ekki lengur séð gegnum tárin, vissi ég, að hann var næstum farinn, því að ég heyrði rödd hans segja: „Ég veit það,“ og það kom úr fjarska. Og nú er það allt um garð gengið. Líf mitt og svo margra annarra. Þeir komu með lík hans til hússins og ég sá það ekki —• það var of seint. Ég vissi, að þessi bíll yrði dauði hans — ég vissi það, jafnvel þótt ég hefði aldrei gert mér grein fyrir, að ég vissi það. Alveg eins og ég hafði vitað, að demanturinn var óhófleg fórn til hinna hégómlegu guða, og að óskir mínar yrðu uppfylltar á hóflausan hátt til dauð- ans .... Gamli maðurinn Pittakos hafði á réttu að standa — villtir hestar drógu ást mína til heljar — hundruð trylltra hesta inn í þessum litla rauða bíl — og hann var ekki hraðskreiðari en einfald- ur trékassi .... eða ísuð bylgjan, sem sópaði gamla sjómanninum sjálfum fyr- ir borð og þeytti honum á klettana .... Það er allt um garð gengið núna og mig langar til að sofa. Anna þekkir mig svo vel, að ég þarf ekki að tala. Ég hef kvatt, og hún er enn hérna og heldur dauðanum í lítilli flösku í höndunum og er að eilífu reiðubúin að þjóna mér. Það er þegar orðið dimmt. Þögnin rík- ir alls staðar. Ég get ekki heyrt neitt líf í kringum mig og ég hugsa aðeins um sjóinn fyrir utan .... Öldurnar rísa og æða í áttina að bein- hvítri ströndinni, æða og mylja sjálfar sig í milljón dropa, milljón demanta, sem glitra í sólarlausri birtunni .... Svo sjatna þær _____ Önnur alda kemur, stór og dökk og djúp, gnæfir yfir — það er sú síðasta .... En nei — hún fellur og flýr til baka .... Önnur rís, næstum sigrar .... Ég er tilbúin! Og einu sinni enn — nú er myrkur yfir öllu. Stóra, græna skrímslið hefur sigrað. ENDIR. Volter Antonsson þýddi. Perry Nason — Framh. af bls. 19. eskju svo mikið, að ég get ekki lýst því. En ég held ekki, að slík manneskja sé til, því að enginn getur verið eins óham- ingjusamur og ég er núna. Mig dreym- ir oft þann dag, þegar hamingjan kem- ur í bæinn, ekki einungis í stutta heim- sókn sem fyrirboði sorgarinnar, heldur fyrir fullt og allt. Þegar þessar línur eru ritaðar, er farið að orða hinn vinsæla leikara í Hollywood við Barböru Stanwyck meðal annarra, en hún er einnig þekkt nafn í Hollywood. Hvort eitthvað verður úr því, þorir enginn að fullyrða í alvöru. En milljónir manna um allan heim óska honum hamingju. Konur — Framhald af bls. 15. þínum og augum, með því að brosa og horfa á hann. Hvers vegna þarftu að vera að þessu daðri?“ „Ég daðra ekki. Ég er bara skap- góð.“ Eftir þennan morgun féllu hlutirnir enn í sama farveg. Erminio hitti Fiam- mettu og sagði mér svo, að það væri nú staðreynd að hún hikaði aðeins og væri að finna beztu aðferðina til að losna við Ettore, Fiammetta á hinn bóginn sagði mér, að það væri enginn FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 Sími 11640. Prentun á bókum blöðum tímaritum. Alls konar eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.