Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Qupperneq 32

Fálkinn - 18.09.1963, Qupperneq 32
mín. Ah, konut', konuv. Veiztu hvað ég segi? Að hún sé að giítast gegn vilja sínum og að, eitir nokkurn tíma, ef ég vil, gæti ég jafnvel. ..“ ,,í ástamálum," sagði ég við hann, „er tilfinningin það sem gildir. Látum hlut- ina vera eins og þeir eru. Þú átt til- finningar hennar. Hvað er eftir handa Ettore? Aðeins útlitið.“ Hann virtist sannfærður. ,,Þetta er 3att,“ sagði hann. ,,En það sama gildir þegar maður talar um konur.“ „Ah, einmitt, konur, konur, konur ...“ > Öívírœð sönnun Framhald af bls . 12. ekki, hvað það er, þegar við kvenfólkið erum einmana. Hjartanlegar kveðjur sendi ég yður, yðar Marta Matesová. Jæja, Toni hvernig lízt yður á þetta? Ég veit.að þetta er ekkert andríkt bréf; þetta er ekki mikið, hvorki vel samið né merkilegt; en þetta varpar ljósi á Mörtu og samband hennar við aumingj- ann hann Arthúr! Aldrei hefði ég trúað henni jafnvel, hvað sem hún hefði sagt; en þetta kom upp í hendurnar á mér sjálfkrafa, án þess að hún ætlaðist til... Þannig sérðu það, að sannleikurinn, ósvikinn og vafalaus sannleikur kemur aðeins í ljós vegna mistaka. Ég hefði getað grátið af gleði — en jafnframt af skömm yfir því, að ég hafði verið svo fíflalega afbrýðissamur. Hvað gerði ég svo? Jæja, ég batt snæri utan um öll skjöl varðandi glæp- inn er Húgon Múller framdi og lokaði þau niður í skúffu, og degi síðar var ég kominn til Frantiskové Lázné. Þegar Marta sá mig roðnaði hún og æpti upp yfir sig eins og smástelpa; hún leit út eins og hún hefði gert eitthvað hræði- legt af sér. Ég steinþagði. „Franz,“ spurði Marta rétt strax, „fékkstu bréfið frá mér?“ „Hvaða bréf?“ sagði ég undrandi. „Þú skrifar mér nú fjandi sjaldan.“ Marta leit á mig þrumulostin og and- varpaði eins og henni létti. „Þá hef ég nú gleymt að senda þér það,“ sagði hún og rótaði í töskunni, þangað til hún fiskaði upp úr henni dálítið bögglað bréf. Það hófst á orðunum: Kæri Franz! Ég brosti með sjálfum mér. Herra Arthúr hafði þá skilað undireins því, sem hann átti ekki að fá. Svo minntumst við ekki á þetta; eins og sjálfsagt var fór ég að segja henni frá glæp Hugons Múllers, sem hún hafði svo mikinn áhuga á. Ég held, að hún trúi því fram á þennan dag, að ég hafi alls ekki fengið bréfið. Jæja, þetta er nú allt; upp frá þessu er að minnsta kosti tíðindalaust hjá okkur. Segðu nú bara, var ég ekki mikið fífl að vera svona afbrýðissamur? Þú skilur, núna réyni ég að bæta Mörtu þetta upp; af þessu bréfi sá ég fyrst, hve umhugað hún lætur sér um mig, blessunin. Og nú hef ég sagt allt; maður skammast sín meira fyrir fábjánahátt sinn en syndir. 32 FÁLKINN En þarna hefurðu sígilt dæmi þess, hve mikið sönnunargildi tilviljunin tóm hefur. er það ekki?“ Næstum því um svipað leyti, sagði ungur maður, sem hér hefur verið kallaður Arthúr, við Mörtu: „Jæja stúlkan mín, kom það að gagni?“ „Hvað elskan?“ „Bréfið, sem þú sendir honum eins og af óaðgæzlu?" „Það kom að gagni,“ sagði frú Marta og varð hugsi. „Veiztu það vinur, að ég skammast mín svo fyrir það, hvað hann treystir mér ægiiega vel núna, hann Franz. Frá því að þetta kom fyrir, hef- ur hann verið svo góður við mig. Bréf- ið ber hann alltaf á sér.“ Frú Marta titraði. „Þetta er eiginlega ... hræði- legt. . að ég skuli vera honum svona ótrú, heldurðu ekki?“ En herra Arthúr hélt það ekki. Hann hélt þvi að minnsta kosti fram, að svo væri ekki. Hallfreður Eiríksson þýddi. Minni nianna Framhald af bls. 17. eitthvað. Meðvitundin er með öðrum orðum staðsett í heilaberkinum og „skynjar“ í samræmi við þau boð, sem berast frá heilastofninum. Séu engir straumar í millitaugunum, skynjum við ekkert og erum þá meðvitundarlaus. Við svefn renna engir eða mjög litlir straumar til heilabarkarins, en ef þeir eru einhverjir, skynjum við þá sem drauma. Það sem menn vita um stjórn heila- barkarins á athygilinni er mikið að þakka Dr. Stephen Ranson við North- western háskólann í USA og nemanda hans Dr. Harold Magoun. Þeir hafa sýnt fram á það með rannsóknum, að það fer eftir straumnum í millitaug- unum frá heilastofninum við hvað at- hyglin er bundin. Þegar þú gengur eftir götu, er athygli þín oft bundin við búðarglugga þá, sem þú ferð framhjá. Renna þá margir straumar eftir „sjón“millitaugum þín- um. Á fjölfarinni götu er oft mikill skarkali og hávaði bæði frá bílum og fólki. Þú tekur þó vanalega ekki eftir neinu fyrr en t. d. einhver kallar skyndi- lega upp nafn þitt. Þá minnka sam- stundis straumarnir í „sjón“millitaug- unum og færast yfir í „heyrnar“milli- taugarnar. Þegar þú skynjar, að ein- hver er að kalla á þig, ferð þú að líta í kringum þig og þá færast straumarn- ir aftur yfir í „sjón“millitaugarnar. Þú sérð kunningja þinn, gengur á móts við hann og heilsar honum. Skyndilega aukast straumarnir í „ilm“millitaugun- um og þú finnur áfengislykt út úr kunn- ingjanum. Straumarnir verða þó aftur yfirgnæfandi í „sjón“millitaugunum og þú sérð flösku gægjast upp úr einum vasa hans. Hvemig þú svo bregst viö þessari hegðun kunningja þíns er svo annað mál og skiptir hér ekki máli. Hitt er þýðingarmeira að gera sér ljóst, að heilastofninn stjómar straumunum i millitaugunum og þar meði athyglinni, áður en heilabörkurinn hefur skynjað það, sem er að eiga sér stað. Til þess að geta þetta verður heilastofninn að hafa minni. Hann verður meira að segja að hafa mikið minni, því við stjórnina á athyglinni verður hann að taka tillit til allra undangenginna atburða. Hann verður að „þekkja" það sem boðin frá augunum eða eyrunum segja og til þess þarx hann auðvitað minni. Eins og gefur að skilja eru til margar kenningar um starfsemi heilans og er kenningin um P. P.-heilann ein af þeim. í P. P.-heilanum er gert ráð fyrir neðri heila, þar sem minnið er staðsett. Hann stjórnar athyglinni eftir sérstöku lög- máli, sem kallast Pósineg Principið. At- hyglin beinist að þeim boðum, sem eru pósitívust, en það eru þau vanalegast, sem hafa átt sér stað oft áður. Móðir náttúra. Pósineg Prinvipið er upprunnið frá þeim tíma í þróunnarsögunni, þegar taugakerfið var fremur lítt þróað og dýrin gátu ekki ,,þekkt“ umhverfi sitt. Móðir náttúra hafði tekið eftir því, að þau dýr lifðu lengst, sem ef til vill höfðu alltaf lifað við aðstæður, sem voru ,,góðar“ fyrir þau en höfðu komist hjá „slæmum“ aðstæðum. Vini sína gátu þau ekki „lært að þekkja, því að það að sjá óvin sinn einu sinni og rann- saka hann var venjulegast einu sinni of oft. Óvinurinn át þau. Móðir náttúra gerði þá taugakerfið þannig úr garði, að allt það sem skeði sjaldan varð negatíft fyrir dýrin og hafði fráhrindingarafl. Þess vegna forð- uðust þau óvini sína. Allt það sem skeði oft varð aftur á móti pósitíft og hafði aðdráttarafl fyrir dýrin. Sérstak- lega mótuðust aðstæður þær, sem dýr- in lifðu við fyrstu daga og vikur ævi sinnar vel í taugakerfum þeirra, og urðu þannig pósitívar það sem eftir var ævinnar. Það er þetta lögmál, sem or- sakar það, að flest dýr eiga sér heimili eð hreiður, en lögmálið ásamt eðlishvöt- um þeirra verður oftast bjargvættur þeirra. Við beitum Posineg Principinu, þegar við temjum hesta. Maður á baki ótam- ins fola er nýtt fyrirbrigði fyrir hest- inn og því negatíft fyrir hann. Hann brýst því um og reynir að fjarlægja sig úr þessum annarlegu aðstæðum Maðurinn með vizku sinni veit þó, að með því að vera lengi og oft á baki folans, verður það smám saman pósitíft fyrir hann. Að lokum verður það aðeins einn þáttur í lífi hestsins. Það sem hremmir athygli okkar, er það sem er pósitífast fyrir okkur. Það er þess vegna að þú tókst strax eftir því, þegar kunningi þinn kallaði á þig. Nafn þitt er auðvitað mjög pósitíft fyr- ir þig, þar sem þú hefur heyrt það svo oft áður. Hjá nútímamanni er sálar- lífið þó svo fjölþætt, að tíðleikinn er ekki hið eina sem ræður. Aðstæðurnar, sem upplifunin átti sér stað við. skiptir miklu máli. Hugsanir hafa einnig mikið

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.