Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Qupperneq 34

Fálkinn - 18.09.1963, Qupperneq 34
panda dd toframaðurinn mikli Jafnskjótt og varðmaður J,Innriheims“, eins og herra Plútanus kallaði sig, ákvað að snúa aftur til hins eðlilega heims, fór hann að vefja hinum víða frakka sínum um gestina. „Hvers vegna þurfið þér að gera þetta?“ spurði Panda og reyndi að losa sig. „Til að flytja ykkur til ykkar heims,“ svaraði gamli maðurinn óþolinmóður. „Hvert eigum við annars að fara? Heim til ykkar? Nei... við skulum fyrst skreppa á rólegan stað fyrir utan, þar sem minn innri maður getur vanizt lífinu fyrir utan smám saman. Fyrir þrem öldum heimsótti ég mjög vinaiegan lítinn stað, . sem . ;hét . „Ströndin" og hánn er einkar kýrrlátur. Komið' Burt!“ Eftir nokkrar sekúndur lentu Panda og Jolly- pop, sem vöru vafðir inn í kápu herra Plútanusar, á stétt kaffihúss á litlum stað. Til allrar óhamingju eiga sér stað breytingar á þrem öldum. Nú var „Ströndin“ velrekið kaffihús, sem virðuleg kona, frú Henrietta rak, en þar var alls ekki rólegt... Það var mikið uppistand meðal gestanna á stéttinni fyrir utan „Ströndina“, þegar Panda, Plútanus og Jollypop birtust þar. Sumir skriðu undir borð, en aðrir tóku til fótanna. „Viðstaddir virðast vera undr- andi á því, hvernig við komum,“ sagði Jollypop. Hinn aldni Plútanus virti fyrir sér óðagot og flaust- ur þeirra með miklum áhuga. Því næst stóð hann á höfði til að fá betra útsýni. „Hið ytra er þessi staður skelfing kjánalegur,“ sagði hann áhyggjufullur. „Hvað gerir maður hér?“ „Þetta er kaffihús,” útskýrði Panda. „Staður, þar sem maður fær sér hressingu.“ „Nú sé ég hvað um er að vera,“ sagði Plútanus og kinkaði kolli, þrátt fyrir þá staðreynd, að hann stóð á höfði. „En við skulum ekki skera okkur úr. Við skulum líka fá okkur hressingu." ... Með nokkrum dularfullum hreyfingum framleiddi hann margar af hinum súru sítrónum, sem honum virtist finnast svo hressandi... Panda, Plútanus og Jollypop settust niður við litla borðið á stétt kaffihússins „Strandarinnar11 innan um hrúgur af sítrónum, sem Plútanus hafði pantað á svo dularfullan hátt. Yfirþjónninn, Jósep söngfugl hallaði sér yfir hlaðið borðið eftir að hann hafði náð sér. „Viðskiptavinunum leyfist ekki að koma með sín eigin matföng,“ stundi hann. Forvitnir kaffihúsgestir fóru að dæmi hans og umkringdu þremenningana. „Þetta var mitt borð,“ tautaði einn. „Ég var búinn að panta ís.“ „Það er ekki kurteisi að standa á höfð- inu á borðinu,“ sagði annar. Þegar lætin stóðu sem hæst, vafði Plútanus skyndilega frakkanum sínum um Panda og Jollypop. „Það er tómt brjálæði hér fyrir utan,“ sagði hann með rámri rödd. Ég þoli þetta ekki lengur. Komið, vinir, ég skal flytja okkur til kyrrláts staðar í YtriheimL“ FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.