Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 39
Gluggi aft götunui t’rumhald aí' bio. 27. — Já, en — hún tilheyrir þó lesenda- hópnum, gerir hún það ekki? — Ekki þínum lesendahóp, sagði ég ákveðin. — Ég held ekki, að sú hug- mynd hafi nokkru sinni verið til, sem féll öllum jafnvel í geð. — Hvað finnst þér þá? — Að þú ættir ekki að láta aðra dæma hugmyndir þínar. Ef þú reynir að gera alla ánægða, breytir þú og bætir og að lokum er ekkert eitir af hinni upprunalegu hugmynd. lj.ver sem lokaniðurstaðan verður, verður hún að vera þín. Hann opnaði munninn til að segja eitthvað og lokaði honum aítur. — Ef þú ert neyddur til að spyrja einhvern, þá veldu að minnsta kosti manneskju með skoðanir, sem þú virð- ir, bætti ég við og vonaði að hann skildi, að ég væri rétta manneskjan. En hann sagði hugsandi: — Jú, þú hefur á réttu að standa — og spurði einskis frekar. Atburðir eins og þessi urðu algeng- ir með tímanum. Ég, sem helzt hafði viljað vera ein í fimm mínútur. Um leið og ég hafði ekki eitthvað að glíma við,sem tók huga minn allan, komu vofurnar. En vofurnar voru fyrst og fremst spurningar. Hvernig gæti ég haldið barninu? Ætti ég yfirleitt að gera það? Var ekki betra að gefa það? Hvað mun það hugsa um mig, þegar það er orðið nógu stórt til að skilja, að það á engan föður? Eða svo minnst sé nærtækari spurningar: Hvað segir James? Hvað á ég að gera, þegar ég neyðist til að hætta á gisti- húsinu? Á ég að vera með hring og þykjast vera ekkja? Hef ég kjark til að ljúga ekki? Ein vofan var ekki spurning,_ heldur nokkuð, sem ég var viss um: Ég verð aldrei aftur frjáls. Ég hugsaði aldrei um barnið sem sjálfstæða veru og hugsaði aldrei um, hvort það yrði piltur eða stúlka, eða hugleiddi nafn á það. Hugsanir mínar voru hlaðnar beizkju vegna þess, að ég var neydd til að taka á mig ábyrgð, sem ég vildi ekki og var ekki nógu þroskuð til að bera. Stundum saknaði ég einhvers til að spjalla við. Einhvern veginn fannst mér, að það, sem ég þarfnaðist, væri roskin kona, sem gat skilið málið í heild og litið það í ljósi vizkunnar og reynslunn- ar. Það liðu nokkrir mánuðir áður en mér varð ljóst, að ég þráði ósjálfrátt móður mína. Ég hugsaði oft um pabba. Beizkja mín í hans garð hafði minnkað við skilnaðinn. Ég minntist margra góðra og elskulegra hliða á honum. Oft lá við, að ég hringdi til hans, þar sem ég sat á skrifstofunni með tvo síma við hönd- ina. En þegar kom að framkvæmdinni, hætti ég við það. Ég tók þá ákvörðun, að hyrfi ógleðin ekki eftir viku, yrði ég að segja starf- inu lausu. Ég gat ekki annað því. Ég var alltof veikgeðja og brast auðveld- lega í grát. Ég fór til Maxwell læknis aftur, læknisins, sem Graham hafði sent mig til, og hann sagðist ekki geta gert neitt sérstakt við þessu, morgunógleði væri morgunógleði, þjáðist maður af henni, þá þjáðist maður af henni, hvers vegna færi ég ekki í orlof? Ég sagðist þegar hafa tekið út orlof mit.t. — Hvers vegna getið þér hreint og beint ekki verið veikar? sagði hann. — Ég skal skrifa sjúkravottorð. En einmitt, þegar ég var reiðubúin að fara eftir ráðleggingum læknisins, hvarf ógleðin. Nú kom sá tími, að ég var vel fyrir kölluð líkamlega og mér lærðist, hversu mikla ánægju maður getur fengið úr neikvæðum uppsprettum. Allt mitt líf hafði ég kviðið fyrir að fara á fætur á morgnana, en nú var það reglulega ánægjulegur hluti dagsins. Ég söng, meðan ég klæddi mig á morgnana, og stundum tók John undir í herberginu við hliðina og við sungum heiðarlegan tvísöng. Ég ýtti hugsuninni um „það“ til hlið- ar. „Það“ var vandamál, sem ég myndi hugsa um einhvern tíma í framtíðinni, þegar það væri orðið meira aðkallandi. Að svo miklu leyti, sem ég gat séð, var vöxtur minn alveg eins og áður. Ég tók enn betur til í herberginu og fór að koma heim með smápakka. Ég keypti ýmsa gagnlega hluti. John og Toby höfðu verstu áhrif á mig, sem hugsazt gátu. Þeir glöddust eins og börn yfir hverjum nýjum hlut og hvöttu mig til eyðslusemi eins vel og þeir gátu. — Hvenær ætlarðu að snúa þér að veggjunum? gat John spurt. — Með tímanum. En John smíðaði handa mér klæða- skáp. Dag nokkurn hafði ég gleymt iyklinum í skránni og þegar ég kom heim rakst ég á glænýja hillu og látuns- stöng undir henni. Hið eina, sem vant- aði, var forhengi, og daginn eftir keypti ég fallegt klæði, gult að lit með rauð- um lit í til að það væri í stíl við teppið, sem John var svo hrifinn af. Ég hafði tekið upp kerfisbundna innréttingu, sem var eins róandi og leikur er ungu barni. í fyrsta sinn skildi ég, hvað það var, sem dró pabba að garðinum. Ég hugs- aði um hve oft ég hafði sýnt skort á skilningi yfir hrifningu hans á honum. Þótt undarlegt megi virðast var ég að hugsa um það morgun nokkurn, þegar ég var að fara út, og þá lá bréf frá honum á borðinu í ganginum. Ég fór upp allan stigann aftur til að geta læst mig inni á herbergi og lesið það. Kœra Jane (stóð þar). -—- Þú skilur, að það er erfitt fyrir mig að skrifa þetta bréf. Við höfum ekki haft svo innilegt samband. okkar á milli siðustu árin, og það eru ef til vill mín mistök, þótt ég skilji ekki almennilega, hvaða vitleysu ég hef gert. Ég hef alltaf gert mitt bezta, en það lítur út fyrir, að það sé sjaldan nóg hér í heimi. Þetta á ekki að vera varnarrœða, því að ég held, að allir foreldrar myndu bregðast eins við og ég, ef þeir fengju að heyra um eitt- hvað slíkt án þess að vera við því búnir. Það leit nœstum út fyrir, að þú hefðir ánægju af þessu, þegar þú sagðir mér það. En ég er faðir þinn, og mér líkar ekki hugsunin um það, að þú sért ein. Ef þú vilt koma aftur, er þér það vel- komið. Það er ekki rétt, að þú þurfir að búa hjá ókunnugum. Á vissan hátt ber ég ábyrgð á þér, þótt þú lagalega séð sért nógu gömul til að lifa þínu eigin lífi. Þegar einhver hringir, segi ég að þú sért erlendis. Þú sagðir ekki, hvernig ég œtti að haga mér, og það virtist bezt að gera það á þennan hátt.“ Framh. í næsta blaði. Shodr KJORINN BÍLLFYRIR (SLENZKA VEGK RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR , AFLMIKILL OG Ó D Ý R A R I TÉHHNE5HA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONARSTRÆTI 12, SÍMI 31661 tinangrunarglei Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KO!tklÐJAI\ H.f Skúlagötu 57. — Sími 23200. 'Jálk'm flýguf út

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.