Fálkinn - 25.11.1963, Síða 27
var svo glöð hans vegna, að
það skipti ekki svo miklu máli,
að hann var enn ekki minn.
Þegar pabbi kom til að fara
með okkur heim, sat ég við hlið
hans með Davíð í fanginu.
Pabbi var alltaf að líta af veg-
inum. Þegar við stigum út úr
bílnum, sagði ég: — Haltu á
honum augnablik, meðan ég
tók dótið, og ég setti hann um-
svifalaust í fang pabba.
Davíð greip öruggur og fullur
trúnaðartrausts um einn fing-
ur hans. Þegar ég vildi taka
hann aftur,. sagði pabbi: —
Heldurðu að ég missi hann á
gólfið eða hvað? Næsta kvöld
Nú, jæja, það var tilgangs-
laust. Ég fengi aldrei að vita
það. Það var líka kannski bezt
þannig. Ókunnug stúlka gekk
upp tröppurnar. Án þess að
hugsa mig um hrópaði ég hátt
og hún stanzaði. Ég hljóp hratt
með barnavagninn að tröppun-
um.
Það var ekkert sérstakt við
hana — hún var hreint og beint
alveg venjuleg stúlka tuttugu
og fimm ára aldrinum, með
brúnt hár. Hún var með vörur í
neti. Ég sá, að það var laukur.
Það myndi Doris ekki líka.
Hún horfði kurteislega á
mig.
bað hann um leyfi til að fá að
baða Davíð.
Ég hafði flutt eigur mínar úr
hinu L-lagaða herbergi heim í
hús pabba.
En ég saknaði hins L-lagaða
herbergis. Á hverjum morgni
vaknaði ég og hélt að ég væri
þar. Mér fannst ég vera eins
og snigill með brotinn kuðung,
af því að ég hafði verið slitin
svo skyndilega frá því. Ég var
miskunnarlaust dregin þangað
til að horfa á það í síðasta sinn.
Og hér var ég nú og gat bara
staðið á gangstéttinni og horft
upp. Ég gat ekki fengið mig til
að banka og biðja Doris um
leyfi til að líta á herbergið. Ég
vissi, að það hafði verið leigt
út aftur, ungri stúlku, hafði
John sagt. Ég var mjög forvitin
að sjá hana. Hafði Mavis látið
sér annt um hana? Hafði hún
orðið hrædd við að sjá hið
svarta andlit John í gluggan-
um? Hafði henni tekizt að eiga
við heitavatnskranann á bað-
inu? Og það, sem var mikilvæg-
ast af öllu — hvað hafði hún
gert við herbergið?
— Afsakið — en búið þér á
efstu hæð — að götunni?
— Já?
— Ég bjó þar á undan yður.
Gæti ég fengið að sjá herberg-
ið?
Hún hrukkaði ennið rugluð.
— Hafið þér gleymt ein-
hverju?
— Nei. Ég bara......Annað
hvort skildi maður þess konar
tilfinningar eða maður skildi
þær ekki. Hún hélt sjálfsagt,
að ég væri smáskrítin.
— Fellur yður við herbergið?
— Ó, já, það getur gengið,
sagði hún og yppti öxlum.
— Ég bjó þar í sjö mánuði.
— Var það? Rödd hennar var
blæbrigðalaus. Hún leit á
Davíð. Með sömu blæbrigða-
lausu röddinni sagði hún: —
Eigið þér þetta barn?
— Já.
Hún leit á hann.
— Hvað er að eyrunum?
— Ekkert. Þau eru bara dá-
lítið útstandandi. Ég festi þau
með plástri.
— Það þýðir ekki, sagði hún.
— Það verður að gera aðgerð,
svo eru þau góð á eftir.
— Eigið þér barn?
— Ég átti lítinn strák. Það
var ekið yfir hann.
Ég var þrumu lostin og neit-
aði að ímynda mér að nokkuð
slíkt gæti komið fyrir Davíð.
Hún rétti barninu fingur og
þegar hann varð var við snert-
inguna, greip hann strax um
hann.
Stúlkan brosti.
— En hvað hann er sætur,
sagði hún. Hún brosti enn og
lét barnið halda um fingurinn.
— Bjugguð þér einar í þessu
litla herbergi, áður en hann
fæddist?
— Ég kinkaði kolli.
— Og maður yðar?
— Ég er ekki gift.
Hún leit á Davíð og sagði:
— En þér eruð hamingjusam-
ar, þér, sem hafið að minnsta
kosti barnið. Hvers vegna vilj-
ið þér sjá herbergið?
— Mér féll vel við það.
Hún leit á mig vantrúuð.
— Féll yður vel við það?
þessa litlu kompu? Með svert-
ingjann í herberginu við hlið-
ina, og húseigandann og allt?
Og þetta dimma, lyktandi hús
— og þessar tvær kvinnsur í
kjallaranum. En þér megið
koma upp, ef yður langar.
— Ég skildi vagninn eftir í
ganginum og barDavíð upp hina
löngu stiga, þar sem fýlan var
óþolandi. Ég fann lyktina aftur,
þar sem ég hafði ekki komið
þarna nokkurn tíma.
— Finnið þér hana? hvíslaði
stúlkan.
— Já.
— Hún er hræðileg. Slær
fyrir í hvert skipti, sem ég kem
inn. Og svo stigarnir.
Ég varð óskiljanlega pirruð
eins og ég væri hluti af húsinu.
— Maður venst því, ságði ég
svo stuttaralega.
Það var notalegt, að einhver
skyldi opna fyrir mér með lykli
sínum. Ég varð skelfd, þegar
ég sá herbergið. Ég hefði átt að
vera viðbúin, en ég hafði vænzt
þess að sjá herbergið, sem ég
fór frá og svo var það gjör-
breytt. Á margan hátt var það
svipað og ég sá það fyrst. Gips-
hundarnir stóðu á sínum stað.
Vesalings slitna gólfið var aft-
ur bert. Brúnu glugagtjöldin
voru þungbúin. Aðeins hvítir
veggirnir voru kunnuglegir.
— Það þyrfti að flikka svo-
lítið upp á það, sagði stúlkan
fremur af þrjózku en til afsök-
unar. — En ég hef ekki hugsað
mér að gera það. Hvers vegna
ætti ég að gera það?
Það skiptir engu máli, það
sér það enginn hvort sem er.
Ég hef búið hér í mánuð og
þér eruð sú fyrsta, sem hefur
komið hingað.
— Ekki Mavis einu sinni?
— Hver þá? Nú kerlingin
þarna niðri. Hún hefur bankað
hér upp á nokkrum sinnum.
Ég hef aldrei hleypt henni inn
fyrir. Hún er góðleg, það er
bara það, að ég kæri mig ekki
um að kynnast neinum í hús-
inu. Ég vil ekki hafa neitt með
aðra að gera yfirleitt, aldrei
framar. Láttu barnið á rúmið
og tylltu þér.
Eg gerði eins og hún sagði.
Davíð lék sér á ullarteppinu.
Honum fellur vel við þessa
gömlu ullardruslu sagði hún og
horfði á hann.
— Mér fellur hún einnig vel.
Hún er hérum bil það eina sem
ég get fellt mig við í þessu
draugalega, litla herbergi.
Ég sat í hægindastólnum.
áklæðið, sem ég hafði saumað
á hann, hafði fylgt með öðrum
eigum mínum. Hann var ber
aftur, svartur af skít.
— Það þyrfti að setja nýtt
áklæði á stólinn ,sagði stúlk-
an. — Ekki þannig að það skipti
neinu máli.
— Ég á eitt, sem þér getið
fengið, heyrði ég sjálfa mig
segja.
Augnablik hugsaði hún sig
um. Svo sagði hún ákveðin:
— Nei, þakka yður fyrir. Ef
maður fer að laga herbergi,
hættir maður aldrei. Ég hafði
ekki hugsað mér að skipta mér
af því.
Hún sá, hvert ég horfði. Já,
gluggatjöldin. Þau eru hræði-
leg. Skítug líka. En ég kæri
mig kollótta.
Við sátum nokkra stund án
þess að segja nokkuð. Svo var
eins og hún væri þvinguð til
að segjá frá því, hvers vegna
hún býggi hérna:
— Ég hefð'i ekki tekið svona
hefði haft efni á einhverju
betra. Maðurinn minn yfirgaf
mig, þegar barnið dó. Mér
finnst tvö pund of mikið. Hún
vildi fá tvö og tíu, en það neit-
aði ég að borga.
— Þér hafið sem sagt ekki
kynnzt neinum af hinum leigj-
endunum?
— O, ég hef séð þá, sagði
hún.
— Maður kemst ekki hjá því.
John til dæmis. Hann gætir mín
eins og hann væri mamma mín
eða eitthvað slíkt. Ég var hrædd
við hann í byrjun, en hann er
svo góður, að ég vil ekki særa
hann. Og svo eru gömul hjón
Framh. á bls. 41.
27
FALKINN