Fálkinn - 17.02.1964, Page 6
HARÐPLASTPLÖTUR
cr vesturþýzk framleiðsía, — við-
urkennd gæðavaro, er sfenzf alla
samkeppni.
DUROpa! faest í fjölbreyttu lita-
úrvali, í þrem úferðum, — gljó-
pólerað, Hólfmatt og matt.
Kynnið yður yerð og gaeði. Við af-
greiðum pantanir yðar beint fró
framleiðanda sé þess óskað. Auk
þess munum við á þessu óri geta
afgreitt af lager í ReykjaYÍk þó
liti, sem vinsælastir eru.
EINKAUMBOÐ
MARINO PÉTURSSON
HEILDVERZLUN HAFNARSTR. 8 • SÍMI 17121
Á rauðu Ijósi.
Háttvirta Pósthólf.
Það er einkennilegt kæru-
leysi sem fólk sýnir í sambandi
við umferðarljósin. Það er engu
líkara en fólk gangist upp í
því að brjóta allar þær reglur
sem gilda í sambandi við þessi
ljós. Það segir sig auðvitað
sjálft að þetta er ákaflega
heimskulegt og stór hættulegt.
Það er nánast merkilegt að ekki
skuli verða fleiri slys af þess-
ari ástæðu en raun ber vitni
um og það er ekki þeim gang-
andi að þakka heldur miklu
frekar ökumönnunum. Ég held
að fólk ætti að hugsa sig vel
um áður en það gengur yfir
götuna á rauðu ljósi.
Vegfarandi.
Cliff Richard.
Kæri Fálki.
Ég þakka þér fyrir fram-
haldssögurnar. Hún er fín, sú
sem er að byrja. En getur þú
frætt mig um hvar hann Cliff
Richard á heima. Helzt heimilis-
fangið. Hvernig er skriftin?
Með beztu kveðjum.
Aðdáandi C. R.
Svar:
Aö vísu liöfum viö ekkert
heimilisfang Richard en þessi árit-
un, sem fylgir liér á eftir mun
áreiöanlega duga.
C. R. Brittannia Film Distribut-
ors Ltd, 10 Green Street
London Wl.
Saltburður á götur.
Háttvirta blað.
Nokkrir tugir skópara hljóta
að eyðileggjast árlega af þess-
um saltburði á götur borgarinn-
ar. Þetta er mjög frumstæð
aðferð og mér vitanlega er hún
hvergi notuð nema hér. Að
vísu hlýtur þetta að vera eink-
ar hagkvæmt fyrir skókaup-
menn en ég veit ekki hvort
rétt er að hugsa meira um þá
en hinn almenna vegfaranda.
Erlendis er mokað jafnóðum af
götunum og við höfum nú apað
svo margt og mikið eftir þeim
útlendu svo það væri ekki galið
að við öpuðum þetta eftir þeim
líka. Það mundi að minnsta
kosti spara okkur talsvert í
skófatnaði.
Með beztu kveðjum.
O. P.
Blöðin eru „asnaleg“.
Fálkinn, vikublað.
Mikið er það asnalegt, sem
kemur stundum í blöðunum.
Og það er stundum svo vitlaust
að maður getur farið að gráta
af vonsku yfir allri þessari vit-
leysu. Og mér finnst blöðin
vera að versna. Þau voru ekki
svona bjánaleg fyrir nokkrum
árum. Að hugsa sér að svona
mikil vitleysa skuli vera til.
Ég er að verða vitlaus yfir
þessu öllu saman.
Blaðalesandi.
Svar:
Já, þaö er margt asnalegt sem
kemur i blööunum eins og t. d,
þetta bréf þitt. En úr því aö þér
f innast blööin svona asnaleg livers
vegna aö vera þá aö lesa þauf
Enn eitt bréf um bjórinn.
Kæri Fálki.
Bjórinn eigum við að fram-
leiða fyrir þá sem hans vilja
neyta, og væri þá ekki úr vegi
að selja hann í áfengisverzlun-
inni og láta gilda sömu reglur
um sölu hans, sem annars
áfengis. Takmarka svo inn-
flutning á víni, eða hækka vín-
ið um nokkrar krónur svo að
drykkjumenn belgi sig aðeins
á bjór. Er þetta ekki ósköp ein-
falt- Og svo allur gjaldeyris-
sparnaðurinn, og þá fyrst gætu
smyglarar þrifist. Jú, svo sann-
arlega hlakka ég til að fá bjór-
inn sterka.
XX.
Svar:
Sjálfsagt hefur einhver vió þetta
aö athuga og vceri gaman aö
lieyra eittlivaö um þaö.
Er hrifin af strák.
Kæri Fálki.
Það getur verið að þú getir
hjálpað mér og þess vegna ætla
ég að biðja þig um það. Ég er
voðalega skotin í strák sem á
heima rétt hjá mér en ég hef
aldrei talað við hann. En ég
held að hann sé líka svolítið
skotinn í mér. Ég þekki einn
strák sem þekkir hann dálítíð
vel en ég hef aldrei hitt þá
saman. Hvað finnst þér að ég
ætti að gera í þessu? Hvernig
á ég að kynnast stráknum.
Svo þakka ég þér fyrir margt
skemmtilegt efni og vertu sæll.
Ella.
Svar:
Þú œttir aö tala viö strálcinn
sem þekkir þennan sem þw ert
skotin í og biöja hann aö kynna
ykkur. Þetta skaltu gera strax
og góöa ferö.