Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Page 8

Fálkinn - 17.02.1964, Page 8
}a>ii;s »o\i» lykjast vera hann. Öryggis- þjónustan mundi fylgjast með skeytinu eins og fylgst var með öllum skeytasendingum. Það kom strax í ljós, ef annar sendi skeytið, persónuleg einkenni leyndu sér ekki við morse- sendingar. Mary Trueblood hafði sjáif skoðað rannsóknar- stofurnar , þar sem fylgst var gaumgæfilega með öllum skeytasendingunum og ná- kvæmir línuritarar skráðu á pappírsræmur tiðni sendingar- innar svo það kom jafnvel í ljós ef æðaslátturinn var örari en venjulega. Forstöðumaðurinn hafði sjálfur útskýrt fyrir henni þegar hún hóf starf sitt fyrir fimm árum, hvernig bjalla mundi hringja ósjálfrátt og sambandið rofna ef réttur aðili væri ekki við senditækið. Með þessu var loku fyrir það skotið að senditækin kærnu að notum í höndum óvina. Á sama hátt gat handtekinn umboðsmaður leyniþjónustunnar, sem neydd- ur var að viðlögðum pynding- um til að senda skeyti til Lond- on, breytt stíl sínum án þess nokkur yrði var við það nema þeir sem hlustuðu í London og vissu þá upp á hár hvers kyns var. Nú kom að því. Hún heyrði á tóninum frá tækinu að London var á næstu grösum. Mary Truebood leit á úrið sitt. Klukk- an var 6:30. Hún vissi ekkert hvað hún átti af sér að gera! En loks heyrði hún fótatak í ganginum. Hún varð að hjálpa honum. í örvæntingu ákvað hún að freista þess og halda sambandinu opnu. „WWW kallar WXN .... WWW kallar WXN .... Heyr- irðu til mín? .... heyrirðu til mín? ,... “ Það heyrðist greini- lega í London, sem leitaði fyr- ir sér að stöðinni í Jamaica. Fótatakið heyrðist nú við c’yrnar. Hún tók á sig rögg og svar- aði: „Heyri greinilega .... heyri mjög greinilega .... heyri .... “ Bak við hana kvað við sprenging. Eitthvað hrökk í öklann á henni. Henni varð litið niður. Það var hurðarhúnninn. Mary Trueblood sneri sér við i' stólnum. Maður stóð í dyrun- m. Það var ekki Strangway. að var stór negri með gulleitt örund og blóðhlaupin augu Hann hafði byssu í hendi. Mary Trueblood opnaði munninn til að æpa. Maðurinn brosti gleiður. Hann lyfti byssunni hægt og umhyggjusamlega og skaut á hana þrem skotum í hjartastað. Stúlkan hneig út af stóln- stólnum. Heyrnartækin runnu af glóbjörtu höfðinu og niður á gólf. Andartak heyrðist suð í senditækinu, það þagnaði jafn- skjótt. Öryggishlerunin hafði gefið tilkynna, að ekki væri allt með felldu hjá WXN. Morðinginn gekk útúr her- berginu. Hann kom aftur með kassa,sem merktur var skraut- legu vörumerki: PRESTO FIRE og stóran strigapoka merktan TATE & LYLE. Hann lét kass- anna á gólfið og gekk að líkinu og tróð því hálfvegis ofan í pokann. Fæturnir stóðu útúr. Hann beygði hnén og tróð fót- unum inn. Hann dró þungan pokann út úr herberginu og kom síðan aftur. í horni her- bergisins stóð peningaskápur opinn eins og honum hafði ver- ið sagt og dulmálslyklarnir höfðu verið teknir út úr skápn- um og látnir á borðið eins og honum hafði verið sagt,tilbún- ir fyrir sambandið við London. Maðurinn henti þeim, ásamt skjölum í peningaskápnum í hrúgu á gólfið. Síðan reif hann niður gluggatjöldin og lét þau fara sömu leið. Hann henti tveimur stóíum ofan á hrúg- una. Hann opnaði kassann með eldfærunum og stakk þeim í hrúguna og kveikti eld. Þurr húsgögnin fuðruðu upp á samri stund og eldurinn læsti sig í veggina. Maðurinn gekk að for- dyrunum og opnaði þær upp á gátt. Gegnum kjarrið og skóg- arþykknið sá hann glitta í lík- vagninn. Hann heyrði suðið í skordýrunum og malandi hljóð- ið í bílhreyflinum. Að öðru leyti var ekkert lífsmark við götuna. Maðurinn sneri aftur inni í reykfylltan ganginn og lyfti byrði sinni léttilega á bak- ið. Dyrnar skildi hann eftir opn- ar til að flýta fyrir dragsúgin- um.Hann gekk hratt niður stíg- inn. Afturdyrnar á likvagnin- um voru opnar. Hann rétti pok- ann inn í bílinn og horfði á mennina tvo þrýsta honum nið- ur í kistuna ofan á lík Strang- ways. Síðan vippaði hann sér upp í bílinn og lokaði á eftir sér og settist niður og setti á sig svartan pípuhattinn. Um það bil sem fyrstu «ld- tungurnar teygðust út um gluggana á efri hæð hússins ók líkvagninn hljóðlega upp veg- inn sem lá í áttina að Mona- uppistöðunni. Þar yrði líkkist- an látin sökkva í bládýpið og þar með var búið að tortíma bæði skjalasafni og starfsliði leyniþjónustunnar í Kingston. Vopnaval. Þrem vikum seinna í London. Marzmánuður var óvenju harð- ur. Hríðarbyljir og haglél dundu á borginni alltaf öðru hvoru og íbúarnir áttu ekki sjö dagana sæla að brjótast til vinnu sinn- ar í öðrum eins garra, kuldinn beit í kinnar og skór og sokkar urðu vatnsósa. Þennan fyrsta dag í marz var veðrið óvenju fúlt og það varð jafnvel M að viðurkenna, þótt hann að öðru jöfnu kærði sig kollóttan um veðurfar, jafnvel þótt um ofviðri væri að ræða. Gamall svartur Rolls Royce af beztu gerð með hversdagslegu skrásetningarnúmeri nam stað- ar við gangstéttina fyrir utan margra hæða bygginguna við Regents Park og M steig út, stirður nokkuð. Haglið buldi á andliti hans eins og skothríð. í stað þess að flýta sér inn í húsið, gekk hann kringum bif- reiðina og að glugganum sem bílstjórinn sat við. „Þarf ekki á bílnum að halda meira í dag, Smith. Farðu með hann og komdu þér heim. Ég fer með neðanjarðarlest- inni í dag, Þetta er ekkert veður fyrir bilferðir. Það er verra en þessi ferðalög PQ- skipalestanna til Murmansk.“ Fyrrverandi yfirkyndari Smyth brosti breitt þakklátur. „Já, herra. Og takk fyrir.“ Hann virti fyrir sér bein- vaxinn húsbónda sinn sem kominn var á efri ár, pauf- ast fram fyrir bílinn og inn í bygginguna. Alveg eins og „kallinn" í gamla daga. Alltaf hafði hann látið sér annt um blækurnar. Smith smeygði gír- stönginni í fyrsta og hvessti augun út um vatnsbarða fram- rúðuna og bifreiðin seig hægt af stað. Þeir voru ekki margir þessum líkir nú á dögum. M fór í lyftunni upp á 8. hæð Annar hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir IAN FLEMING FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.