Fálkinn - 17.02.1964, Síða 9
og gekk eftir þykku gólftepp-
inu á ganginum inn á skrifstofu
sína. Hann lokaði dyrunum á
eftir sér, fór úr frakkanum og
tók af sér hattinn, hengdi hvort
tveggja bak við dyrnar. Hann
dró upp úr vasa sínum stóran
bláan vasaklút og þurrkaði
frainan úr sér. Þó kynlegt væri,
myndi hann aldrei gera slíkt
frammi fyrir lyftuverði eða
dyravörðum. Hann gekk að
skrifborðinu og beygði sig yfir
innanhússsímtólið. Hann studdi
á hnapp. „Ég er kominn ung-
frú Moneypenny. Merkin, takk,
og allt annað, sem liggur fyrir.
Náið svo í sir James Moloney.
Ætli hann sé ekki nálægt St.
Marys eins og er. Segið yfir-
foringjanum að ég muni hitta
007 innan hálftíma. Og láttu
mig haí?. skjölin um Strang-
ways-málið.“ M beið eftir hinu
málmkennda jái og siðan
slökkti hann á tækinu.
Hann hallaði sér aftur á bak
og tróð í pípu sína hugsi. Hann
leit ekki einu sinni upp þegar
einkaritarinn kom inn í stofuna
og leit ekki einu sinni við
bleiku pappírunum sem lagðir
voru efst og merktir Mest
áríðandi. Ef þetta hefði í raun
og veru verið áríðandi, þá hefði
verið hringt til hans um nótt-
ina.
Gult ljós kviknaði á síma-
tækinu. M lyfti svarta tólinu,
sem var eitt af fjórum. „Ert
það þú, sir James Bara fimm
mínútur?“
„Sex fyrir þig,“ svaraði hinn
nafntogaði taugasérfræðingur
og kurraði. „Viltu að ég athugi
einhvern af ráðherruih Hennar
Hátignar fyrir þig?“
„Ekki í dag,“ svaraði M fúll.
Gömlu kapparnir í flotanum
höfðu borið virðingu fyrir rikis-
stjórninni. „Það er viðvíkjandi
manninum í minni þjónustu,
sem þú hefur haft til athugun-
ar. Við þurfum ekki að n'efna
hann á nafn. Þetta er venjuleg
símalína, opin. Þú hefur víst
útskrifað hann í gær. Er hann
hæfur til starfa?“
Það varð þögn andartak. Nú
fékk röddin á sig alvarlegri
blæ og hátíðlegri. „Líklega er
honum ekkert að vanbúnaði.
Fæturnir orðnir góðir. Engin
eftirköst. Já, það er allt í lagi
með hann.“ Hann þagnaði á
ný. „Já, vel á minnst, M. Þarna
ríkir mikil spenna eins og þú
veizt. Þú þrælar þessum mönn-
um út. Geturðu ekki látið hann
íást við eitthvað auðvelt í
fyrstu? Eftir því sem þú hefur
látið í veðri vaka, þá hefur
hann ekki átt sjö dagana sæla
síðustu árin.“
M rumdi illilega. „Fyrir það
fá þeir kaupið sitt. Það kemur
fljótt í ljós hvort hann er ekki
fær um að annast starf sitt.
Hann verður þá ekki sá fyrsti
sem leggur upp laupana. Og
mér skilst á þér að hann sé
stálsleginn og fílhraustur. Hann
var langt frá að vera alvarlega
laskaður eins og sumir þeirra
sjúklinga sem ég hef sent þér,
— þeir sem í rauninni eru
komnir á yztu þröm.“
„Vitaskuld — ef þú litur
þannig á málið. En sársauki er
dularfullt fyrirbrigði. Við vit-
um sáralítið um eðli hans. Við
getum ekki mælt hann. Og
guði sé lof að líkaminn virðist
gleyma furðu fljótt. En þessi
maður hefur þjáðst af raun-
verulegum sársauka, M. Þú
mátt ekki halda, að bara vegna
þess að ekkert er brotið ...“
„Að vísu. Að vísu.“ Bond
hafði gert mistök og sopið af
því seyðið. í öllu falli var M
það þvert um geð að láta halda
yfir sér fyrirlestur jafnvel þótt
í hlut ætti einn fremsti læknir
veraldar , um það hvernig hann
skyldi meðhöndla trúnaðar-
menn sína. Það var ekki laust
við að gætti gagnrýni í rödd
sir James Molony. M sagði
stuttaralega: „Hefurðu nokk-
urn tíma heyrt um mann sem
heitir Steincrohn — Dr. Peter
Steincrohn?“
„Nei, hver er það?“
„Amerískur læknir. Skrifað
bók, sem mínir menn í
Washington sendu hingað í
bókasafnið. Þessi maður ræðir
um hvað líkami mannsins geti
þolað mikla refsingu. Setur
saman lista yfir þá líkams-
hluta sem meðalmaður getur
verið án. Meðal annarra orða,
ég skrifaði upp listann ef að
gagni mætti koma. Langar þig
að heyra listann?“ M fór i
frakkavasa sinn og henti skjala-
hrúgunni á borðið. Með vinstri
sendi dró hann samanbrotið
blað og sléttaði úr því. Hann
lét sig engu skipta þögnina í
símanum. „Halló, sir James?
Jæja, hér kemur það: „ Gall-
blaðra, milti, kirtlar, botn-
langi, annað nýrað, annað lung-
að, tveir fimmtu hlutar blóðs-
ins og jafnvel meir, tveir
fimmtu af lifrinni, megnið af
maganum, fjögur fet af tuttugu
og þremur fetum allra vefja og
helmingur heilans.“ M gerði
hlé á lestrinum. Þegar þögnin
varð ekki rofin, þá sagði hann:
„Nokkrar athugasemdir, sir.
James?“
Það brúmmaði í lækninum.
„Ég bo^na ekkert í því hvers
vegna hann bætir ekki hand-
leggjum og fótum eða ölum út
llimunum. Ég er ekki alveg
viss um hvað maðurinn er að
fara.“
M hló stuttaralega. „Ég er
ekki að reyna að sanna neitt,
sir. James. Mér bara fannst
þetta forvitnislegur listi. Allt,
sem ég er að segja er það að
okkar maður hefur sloppið vel
miðað við þessi ósköp. En við
skulum ekki fara að rökræða
um það.“ Síðan bætti hann við
í mildari dón: „Svo ég segi eins
og er, þá hafði ég ætlað þessum
manni létt verk og löðurmann-
legt. Það er eitthvað á seyði
í Jamaica.“ M varð litið út um
gluggana þegar haglél buldi á
rúðunum. „Þetta verður svipað
sumarfríi. Tvennt af mínu
fólki, karlmaður og stúlka, hafa
stungið af saman. Þannig virð-
ist liggja í því að minnsta
kosti. Vinur okkar getur hresst
upp á sál og líkama í sólskin-
inu þarna suður frá og dundað
sér við að komast á snoðir um
hvað hefur orðið af þeim.
Hvernig líst þér á?“
„Þarna hittirðu naglann á
höfuðið. Ég hefði ekkert á móti
svona hlutverki sjálfur.“ En
sir. James Molony var ákveð-
inn að fá sitt fram. Hann hélt
áfram: „Þú mátt ekki halda að
ég ætli að skipta mér af því
sem mér ekki kemur við. En
það eru takmörk fyrir hug-
rekki manns. Ég veit þú neyð-
ist til að meðhöndla þessa
menn eins og þeir væru vélar
en samt held ég að þú mundir
ekki vilja að þeir brygðust
þegar mest á reyndi. Þessi sem
ég hef haft til lækninga lætur
sér fátt fyrr brjósti brenna. Ég
mundi segja að hann yrði þér
að drjúgu gagni. En þú veizt
hvað Morgan segir um hug-
rekki í þessari bók?“
„Ég man það ekki.“
„Hann segir að hugrekki
sé hcfuðstóll að frádreginni
eyðslu. Ég fellst á þá skoðun.
Það sem ég er að reyna að
koma orðum að, er einfaldlega
það að þessi maður virðist hafa
sóað nokkuð miklu frá þvi
stríðinu lauk. Ég mundi ekki
vilja taka svo djúpt í árinni
að segja að hann hafi yfirdreg-
ið *— ekki ennþá, en það eru
takmörk."
„Einmitt." M fannst nóg
komið af svo góðu. Nú á dög-
um virtist linkindin ráða lög-
um og lofum. „Það er þess
vegna sem ég er að senda hann
til Jamaica. Hafðu engar
áhyggjur, sir. James, Ég skal
sjá um hann. Meðal annarra
orða, kom nokkurn tíma á
daginn livaða efni þetta var
sem rússneska stelpan sprau -
aði í hann?“
„Fékk svarið í gær.“ Sir
James Molony létti einnig
þegar skipt var um umræðu-
efni. Gamli maðurinn var eins
og snúið roð í hund. Gat verið
að M hefði skilið til fullnustu
hvað sir James var að reyna
að segja honum á hógværan
hátt? „Það tók okkur þrjá mán-
uði. Það var gáfnaljós við
hitabeltissjúkdómadeildina sem
komst að því. Þetta lyf er eitur
sem kallað er fugu. Japanar
nota það til að fremja sjálfs-
morð. Það er unnið úr kynfær-
um japanska smokkfisksins út-
farnir í að nota ýmislegt sem
enginn kann skil á. Þeir hefðu
fullt eins getað notað curare.
Það hefur sömu verkanir —•
lamar miðtaugakerfið. Vísinda-
lega heitið á fugu er tetroto-
doxin. Hryllilegt efni og fljót-
virkt. Það nægir ein innspýt-
ing og öndunarfærin lamast. 1
fyrstu sér maður tvöfalt og
síðan verður manni ókleift að
halda augunum opnum. Þá
getur hann ekki kingt. Hann
hengir haus og getur ekki lyft
höfðinu. Deyr úr öndunarfæra-
lömun.“
„Hann var heppinn að sleppa
úr þessu.“
„Kraftaverk. Það má þakka
Frakkanum, sem með honum
var. Henti honum á gólfið og
gerði á honum lífgunartilraun-
ir eins og um drukknun værl
að ræða. Einhvern veginn gat
hann þannig haldið lungunum
starfandi þar til læknirlnn
kom. Til allrar hamingju hafðl
læknirinn unnið í Suður Ame-
ríku. Hélt að um curare væri
að ræða og hagaði sér eftir því,
En þetta var einn á móti millj-
ón. Meðal annarra orða, hvað
varð um rússneska kvenmann-
inn?“
„Æ, hún dó. Jæja, kæra
þökk, sir James. Og hafið eng-
ar áhyggjur af sjúklingnum,
Ég skal sjá um hann hafi það
gott. Vertu sæll.“
M lagði á. Svipurinn var
kaldur og tómur. Hann teygði
sig eftir spjaldskrá og blaðaði
í henni fljóthentur. Á sum
spjöldin krotaði hann athuga-
semdir. Stöku sinnum hringdi
hann í hinar ýmsu deildir.
Þegar hann hafði lokið þessu,
ýtti hann frá sér skránni og tók
fram pípu sína og tóbaks-
krukku sem búin var til úr
fallbyssuskothylki. Á borðinu
fyrir framan hann var ekkert
nema skjalamappa, sem merkt
var rauðustjörnunni sem tákn
aði að um mikilvægustu leynd-
(Frapih. í næsta blaði)(.
e
FALKINN