Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Síða 16

Fálkinn - 17.02.1964, Síða 16
 „Ég er hættur búskap, hef bara þessar hundrað rollur að dunda við.“ KRAFINN UM SVEITARSKULD EFTIR 7D AR cg svara í sömu mynt. Ég sagði Einari sem var að ég ætti varla heimangengt frá búi mínu, var þá með 20 kýr. Bað ég hann að bíða í símanum meðan ég setti saman vísu til Sveins og átti hann að lesa hana upp. Skömmu síðar fékk ég bréf frá Eggert á Stóra-Ósi. Hann hélt upp á Svein og vildi sætta okkur af því við vorum báðir Norðlendingar. Hann fær svo Svein til að skora mig á hólm. Nú orti ég nokkrar visur um Svein og lét sérprenta þær og seldi á götunum. Þetta þótti Sveini illt og sendi mér nú skriflega hólmgönguáskorun og tók ég hana góða og gilda. Kalt að vanda kyrjar sá, héri bandalæku, sem að andar ódaun frá eins og hlandi stæku. Einvígið var háð 30. marz í Varðarhúsinu í Reykjavík og var þar setinn hver bekkur. Þar fórum við fyrst með allar þær skammarvísur sem við höfðum ort hvor um annan og ortum síðan nýjar. Að endingu ortum við sáttavísur og skild- um við svo búið Um morguninn hitti ég skáldið frá Kollafirði, Kolbein Högnason, og spurði hann hvernig farið hefði? Ég svaraði með þessari vísu: Ekki hlaut ég af því inein, er þó skylt að greina. Að skilmingar við skáldið Svein ' skyldu fæstir reyna. Og var síðan allt kyrrt milli okkar Sveins. Sama dag og Sveinn dó er ég á leið norður í land að finna fósturforeldra 18 FÁLKINN mína. Bílstjórinn hét Zóphónías og var kvongaður á Blöndu- ósi, kona hans var skaprík og ákveðin en tryggðatröll hið mesta og vinkona mín góð. Hún sagði mér lát Sveins í Eli- vogum. Þá varð mér að orði: „Guð fylgi honum, ekki sé ég eftir honum.“ Þá segir hún: „Nú átt þú að yrkja eftir Svein.“ Þá var mér öllum lokið og ég svara: „Allir skapaðir hlutir hafa mér dottið í hug en ekki þetta.“ En konan var ekki af baki dottin og segir: „Ef þú gerir þetta, þá sigrar þú og vinnur frægan sigur.“ Rennur nú af mér móðurinn við þessa ádrepu kerlingar. Hugsa ég mig um nokkra stund og segi síðan: „Ef svo ólíklega vill til að ég yrki eftir Svein, þá skal ég senda þér kveðskapinn áður en ég læt hann fara lengra.“ Að svo búnu skildum við. Ég fór nú heim aftur og hef mikið að snúast. En þetta sæk- ir á mig eftir því sem lengra líður og ég hugsa málið meirá. Og eina nóttina rís ég upp alvakinn og yrki minningarljóð eftir Svein. Þegar ég hafði sent kellu ljóðin, arkaði ég á fund Sigurðar Nordals vinar míns og sýndi honum. „Oft hefur þér tekist vel, en aldrei eins og nú,“ svarar hann. Síðan voru eftirljóðin prentuð í Lesbók Morgunblaðsins. — Og það verð ég að játa að mér fannst mér líða miklu betur eftir að ég hafði ort. En einu hef ég hrósað mér af, segir Hjálmar eftir nokkra þögn. Eftir þessa orrahríð okkar Sveins, bregður svo við að kvæði hans gerbreytast. Hann yrkir gullfalleg kvæði eftir þetta og á því tímabili mörg beztu kvæða sinna. Ef til vill á það líka sinn þátt í því að hann fer þá þegar að kenna þess sjúkdóms er leiddi hann til bana. Og honum hefur þá skilist að skammarvísurnar forðum væru ekki heppilegt eilífð- arinnlegg. — Manstu eftir fleiri sérkennilegum skáldum af þessu tagi?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.