Fálkinn - 17.02.1964, Síða 18
FJÁRSJÓÐUR
JÓNS
ENGLANDSKONUNGS
Milljón punda virði af dýrum steinum og gersemum
er grafið djúpt niður í fen og forað í mýrum Bretlands.
Þessi fjársjóður hefur Iegið þarna óáreittur í 700 ár
og það hefur ekki verið gerð alvarleg tilraun að ná
honum fyrr en um seinustu aldamót.
Sagan um þessar týndu konungs gersemar er harla dular-
í all .... en þrátt fyrir það sönn. Hún hófst einn góðan veður-
dag í október árið 1216. Jón Englandskonungur hvíldist í
Ilings Lynn eftir nokkurra daga drykkju og dufl.
Þá ákvað hann allt í einu að fara til Lincolnshire. Jón kon-
ungur fór ásamt her sínum langan krók til þess að komast fyr-
ir mýrarnar. En lestin sem flutti farangur hans og þar á með-
al persónuleg auðæfi hans fór hina beinustu leið .... beint
r.f augum yfir flóa og fen.
Síðan klyfjalestin lagði af stað frá Kings Lynn hefur
ekkert til hennar spurst. Enginn maður komst lífs af úr
þeirri feigðarför og enginn hestanna heldur.
Enginn veit með öruggri vissu hvað varð lestinni að aldur-
tila, þennan þokuþrungna haustdag á leiðinni yfir mýrarfen-
in í Walsh. En leiðin var álitin hættuleg og það er hald manna
að flóð hafi sópað lestinni burt eða jafnvel hún hafi villzt
cg horfið í kviksyndi.
Það rennir stoðum undir þessa kenningu að munkur einn,
Eoger frá Wendower, ritaði um þennan leyndardómsfulla at-
burð um það leyti sem hann gerðist:
„Á leið sinni norður á bóginn, í fljóti því sem kallast Well-
stream, týndi hann (Jón konungur) fyrir óvænt slys, öllum
vögnum sínum, kerrum og klyfjahestum ásamt meður fjár-
sjóðum, dýrum steinum og öðrum hlutum er hann hafði
mikla elsku á. Sakir þess að jörðin opnaðist undir vatninu
og botnlaus ólgustraumur gleypti menn og hross með húð og
hári svo að enginn fekk borgið lífi til þess að tilkynna slys-
ið Jóni konungi.“
Eitt er víst, á þessum degi hvarf gífurlegur fjársjóður.
Samkvæmt núgildandi verðlagi er talið, að hann hafi ver-
ið minnst tveggja milljóna punda virði og sennilega þó
miklu meiri.
í skjalasafni konungs hefur tekizt að finna lista yfir hina
horfnu muni og það er dýrleg lesning fyrir þá, sem leita að
fjársjóðum .... „kórrónur og hringir, með dýrum steinum,“
„veldisprotar settir gimsteinum og sverð“, „drykkjuskálar úr
harðviði, settar silfri á gullfæti", og þannig áfram, gull- og
silfurbikarar svo hundruðum skiptir.
Auk þess er sennilegt að með lestinni hafi verið ógrynni
annarra muna sem hvergi voru skráðir, en konungur hafði
með sér á laun, þar eð hann átti um þetta leyti í höggi við
barúna slna.
Þó hér séu svo mikil verðmæti í húfi, hófst skipuleg leit
ckki að þeim fyrr en um það bil fyrir 50 árum. Hr. W. H. St.
John Hope flutti erindi f Fornleifafélagi Lundúna, þar sem
13 FÁLKINN
hann gerði grein fyrir leit sinna að fjársjóði Jóns konungs.
Hann hafði sínar eigin hugmyndir um staðsetningu fjársjóðs-
ins og um það hvernig lestin hefði týnzt.
Dagblað eitt leigði sér verkfræðing til að rannsaka málið.
En allt kom fyrir ekki. Það þarf þó engri furðu að gegna,
því í rauninni er ekkert vitað hvar lestin týndist.
Til dæmis er strandlengjan gerólík því sem hún var á dög-
um Jóns Englandskonungs. Fyrrum, þar sem voru forarfen
og kviksyndi, er nú harðbalaland og gróin tún. Svo mjög
hefur ströndin fært út kvíarnar, að árósarnir, þar sem far-
angurslest konungs hvarf í jörð munu nú vera langt inni í
landi.
Nú á síðustu árum hefur hópur leitarmanna, sem reiknað hef-
ur með öllum slíkum breytingum, þótzt hafa fundið hina réttu
leið, leiðina sem lestin hefur farið. Og það sem meira er, hópur
þessi hefur fært sér í nyt nýjustu uppgötvanir á sviði vísinda.
Þeir hafa mælt rafmagnsviðnám ýmissa bergtegunda og
jarðvegstegunda. Þeir hafa gengið frá því vísu, að leiðin sem
lestin fór, hafi verið heldur þéttari undir fæti en flóarnir í
kring og rannsakað svæðið með rafbylgjumæli í því skyni,
að finna harðara undirlag, leir.
Nú þykjast þeir fullvissir að hafa fundið leiðina. Auð-
vitað á enn eftir að ákveða líklegasta staðinn, þar sem
lestin hefur lent í foraðið.
Hlutverk leitarmanna er langt frá því að vera auðvelt, til
dæmis gefst ekki kostur á að rannsaka svæðið nema milli upp-
skeru og sáningar, þar eð grónir akrar hylja nú landið sem
áður var eitt allsherjar mýrarfen.
Þó er ein huggun harmi gegn. Það þykir nær fullvist, að
fjársjóðurinn geti vart verið dýpra í jörðu en 50 fet. Þar tek-
ur við þykkt krítarlag og það er talið nær óhugsandi að
fjársjóðurinn geti hafa sokkið öllu dýpra en það.
Leitinni verður eflaust haldið áfram með þeim hjálpar-
gögnum, sem námafræðin leggur í hendur mönnum. Leitað
verður að málmum eftir hinni gömlu leið, sem lestin fór.
Eflaust verður að grafa óhemjumikið áður en nokkuð verð-
ur ákveðið um hvar fjársjóðarins er helzt að leita.
Aðeins eitt knýr þessa menn áfram í leit sinni, vitundin
um hin óhemjulegu auðæfi, sem þeim fellur í skaut og
grafin er undir hinu sakleysislega yfirborði akra og engja.
Þar liggja milljónir á milljónir ofan.
Ef til vil) verður það efnn góðan veðurdag að lestin, sem
flutti fjársjóð Jóns konungs nái áfangastað.
-x