Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 21

Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 21
nú á þeirri skoðun að ég hafi myrt hann! Varð Paul eilítið alvarlegri eða... — Sagði hann það? Hann ákærði þig semsagt? — Nei, ekki með beinum orð- um, en ... — Hvað sagðirðu honum? spurði Paul hranalega. — Næstum ekki neitt, sagði ég. Hann leit bara inn til að í þinn garð og geri allt sem hann getur til að flækja þér í málið. — Ég? hrópaði ég. — en ég hef ekki hugmynd um hver hann er. — En hann þekkir þig! Ég stóð þarna steini lostin. Eftir stutta stund hélt hann áfram: — Það er kannski of djúpt í árinni tekið að segja að hann mér gröm yfir því, að ég skyldi ekki bara hafa gist í London. Kvöldið var fremur hlýtt, en engu að síður kveikti ég upp í arninum — aðallega til að hlusta á snarkið í eldinum. Ég opnaði útvarpið, en lokaði fljót- lega fyrir það aftur. Jafnvel tónlistin angraði mig í dag og ég varð æ eirðarlausari. Það stoðaði ekkert, þótt ég reyndi að telja sjálfri mér trú um það, Hann gat verið hvar sem var. En engu að síður gekk ég hröð- um skrefum upp stigann að svefnherberginu og læsti á eftir mér og var sannfærð um það, að mér myndi ekki koma dúr á auga alla nóttina. Ég dró í lengstu lög að slökkva á náttborðslampanum, en ég hef víst verið orðin þreyttari en ég hélt, því ég steinsofnaði svo að segja strax. rabba við mig. Það var ekki eiginleg yfirheyrsla en ég hafði á tilfinningunni. .. — Þú hefur komist úr jafn- vægi í bili, Kathy, og lætur ímyndunaraflið hlaupið i gön- ur. Þessi lögreglumaður hefur hreint ekki ætlað sér að ákæra þig á einn eða annan hátt. Þvert á móti honum hefur fundist tilhlýðilegt af því Akur- lendin þrjú eru svo afskekkt. Hann tók skjalatöskuna af skrifborðinu. — En nú verður þú að hafa mig afsakaðan. Ég þarf á áríð- andi fund við skjólstæðing minn. Svo hvessti hann á mig augun og hikaði andartak áður en hann spurði: — Hefurðu nokkurn tíma fieyrt David Henderson nefndan á nafn? — Nei, sagði ég eins og satt var þegar ég hafði hugsað mig um andartak, — nei, það held ég ekki. — Ég vona að þú segir satt, sagði Paul. Hvað hann átti við? Ég botn- aði hvorki upp né niður í þessu og beið frekari skýringa en hann sagði ekkert meira. Því spurði ég hver Davia Hender- son væri. — Það er maður sem ég álít að hafi haft ærna ástæðu til að hata Johnny Brant svo mjög að hann hefði getað myrt hann! Mér kæmi ekki á óvart þó hann æli í brjósti álíka mikið hatur beinlínis hati þig. Ég hallast fremur að því að hann noti þig sem tæki. . . til að koma í framkvæmd... Hann þagnaði, leit á úrið og muldraði einhver afsökunarorð um leið og hann hvarf á brott. —v— Mér leið illa á heimleiðinni til Akurlendanna þriggja. Hvað eftir annað fór ég yfir samtal okkar í huganum, og rifjaði upp skýringar hans á því, hvers vegna skammbyssan lá ekki lengur á sínum stað. En ég hafði bara enga sönnun fyrir því að hann segði sannleikann. Og þessi David Henderson ... Ég gat ekki fundið nokkra ástæðu fyrir því, að mér alls ókunnugur maður hefði nokkra ástæðu til þess að hata mig_ Svo virtist Paul allt í einu hafa svo mikið að gera, er hann hafði nefnt nafn hans, og kannski hafði ætlunin bara verið sú að fá mig til að fara sem fyrst í burtu? Kannski bara til að þurfa ekki að út- skýra málið nánar? Var ekki sennilegast að hann hefði búið til söguna um David Hender- son til þess eins að leiða grun frá sér? Alls konar hugdettum skaut upp í huga mér, en ég gat ekki komið þeim heim og saman. Mér leið þvi verr, sem ég kom nær Akurlendunum þremur, og andartak varð ég sjálfri að ég hefði enga ástæðu til að vera jafn kvíðafull og eirðar- laus og ég var. Eða hafði ég ef til vill ástæðu til þess? Paul gat vel hafa logið að mér ... Hann hafði verið hér um kvöldið og hann gat vel hafa hleypt af skoti úr byss- unni í augnabliksbrjálæði. Og ef svo hefði verið var ég mjög hættulegt vitni gegn honum . .. Þegar hann vissi, að ég vissi, hlaut sú staðreynd, að ég bjó alein hérna á Akurlendunum þremur, að vera mjög mikil freisting fyrir hann. Dauðhrædd vegna minna eigin hugsana tók ég að hlusta eftir vélarhljóðinu í bíl hans, og ég hrökk í kút við minnsta hljóð, sem ég heyrði í gamla húsinu. En kvöldið leið svo, að ekki kom Paul. Úti í garðinum var allt kjrrrt og hljótt, og heim- reiðin var böðuð fölu mána- skini. Smám saman róaðist ég nokkuð. Ef til vill var þetta allt saman tóm ímyndun. Ef til vill var Paul alveg saklaus í þessu máli og ætlaði alls ekki að koma hingað í kvöld. Til þess að sannfæra mig um, að Paul væri heima í London hringdi ég heim til okkar, en enginn svaraði. Það þurfti alls ekki að tákna, að hann væri á leiðinni hingað. En það getur ekki hafa verið langur tími, sem ég svaf, unz ég allt í einu glaðvaknaði. Ég heyrði ekkert, en samt var ég viss um, að einhver var kom- inn inn í húsið, og hjartað barð- ist ótt í brjósti mér. Það lá því eiginlega við að mér létti, þegar ég heyrði fóta- takið í herberginu undir svefn- herberginu. Auðvitað var það svo sem ekkert til að róast yfir að vita að einhver ókunn- ugur maður væri að læðast um niðri um miðja nótt á meðan ég lá alein þarna uppi, en engu að síður veitti þessi vissa mér þann styrk, sem þurfti til þess að rísa rólega upp og læðast til dyra. En... dyrnar voru opn- ar! Og samt hafði ég örugglega læst þeim, áður en ég fór að sofa. Einnig hafði ég — það var ég alveg viss um — læst dyrunum úr dagstofunni fram í anddyrið, en þær stóðu nú galopnar. Hver svo sem það nú var, sem hafði brotist inn, þá var hann nú í dagstofunni. Ég heyrði hann vera að bjástra í myrkrinu. Allt í einu varð hljótt þar inni og rétt á eftir fann ég hann koma hröðum skrefum beint í fasið á mér! Ég uppgötvaði of seint, að ég hlaut að sjást mjög greini- lega innan úr dimmri stof- unni, þar sem ég stóð í dyrun- Framhald á bls. 31. 2i FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.