Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Síða 23

Fálkinn - 17.02.1964, Síða 23
4ÞAIMA til að búast ekki við neinu fyrr en að viku liðinni. f lönd- um múslema sem hindúa hafði bið, sem mér var sagt að yrði fimm mínútur, að jafnaði reynzt hálftími, stund- arfjórðungur einn til tveir tímar og annað í samræmi við það. Fjórir dagar gátu því ekki orðið minni bið en vika. Ritararnir í konsúlatinu voru annars mestu ljúfmenni, sem heilsuðu og kvöddu hvern gest með handabandi. Þjóðerni sitt báru þeir með sér. Þeir voru töluvert bjart- ari á hörund en Pakistanar og Indverjar yfirleitt eru, og útlits síns vegna hefðu margir þeirra getað verið Evrópumenn. Skrifstofan var vistleg og mennirnir snyrtilega klæddir, en slíku er ekki að heilsa í almenn- um skrifstofum þeirra landa, sem austar og sunnar liggja. Hér voru hvorki ber, sóðaleg steingólf og ómál- aðir veggir, hirðuleysisleg umgengni né kærulausir skrifstofumenn, sem fátt virtust vita eða kunna. Peshawar, sem er allstór borg við rætur fjallgarðs þess, sem skilur Afganistan frá Pakistan, er að tölu- verðu leyti byggð Afgönum eða þeirri þjóð, sem nefnir sig Paþana eða Pastúna, en þeir mynda meirihluta af- gönsku þjóðarinnar. Búa örfáar milljónir Paþana í sunnanverðum áðurnefndum fjallgarði, en það land gerðu Bretar indverskt á sínum tíma, svo að nú tilheyrir það Pakistan. í sveitahéruðum þessa landssvæðis halda Paþanar enn með sérstökum samningi við pakistönsku stjórnina hinu forna þjóðskipulagi sínu, þar sem aldagamlar venjur og lög kynflokksins ráða. Þessu héruð eru nefnd „tribal areas“ og aðgreind með skiltum við alla vegi, sem inn í þau liggja. Á þessum svæðum er enga pakistanska lög- reglu, embættismenn eða skattheimtu að finna. Þar út- kljá íbúarnir öll mál sín annaðhvort með eiðum eða vopnum. Blóðhefnd — vendetta — tíðkast þar enn í jafnríkum mæli og fyrir hundruðum ára. Allir karlar ganga vopn- aðir með rifla sína eða skammbyssur og manndráp eru ekki ótíð. Um aldaraðir hafa Paþanar verið þekktir fyr- ir hugrekki, riddaraskap, glæsimennsku, gestrisni og —■ heift ef því er að skipta, Þeir voru kjarni hers Mógúl- konunganna á Indlandi, Kipling dáði þá í sögum sínum og brezkir hershöfðingjar frá valdatíma Breta á Ind- landi hafa hlaðið á þá lofi. í Peshawar, sem nú er framar öllu markaðsborg, má sjá gjörvulega Pabana — sem eru áberandi hermann- legri en Indverjar og Pakistanar annars eru — á gangi um bazarinn með rifla sína um öxl. Fara venjulega tveir eða fleiri saman. Þeir fá að bera byssur sínar hvert sem beir fara og það jafnvel inn í borgir og bæi, en noti þeír þær þar, þá er pakistönskum lögum að mæta. f hinum frjálsu héruðum Paþana sjá þeir um hefnd sjálfir sé um manndráp að ræða, en með þjófnaði og önnur minni afbrot er leitað til öldunga ættflokkanna. Geti sá, sem telur sig rangindum beittan, bent á ein- hvern, sem grunaður er um glæpinn, þá er sá kallaður fyrir öldungana, yfirheyrður og boðið að leggja eið að máli sínu, fáist hann ekki til að játa sekt sína með öðru móti. Stolt Paþana og virðing fyrir mannorði sínu er sagt slíkt, að þeir vilja allt fremur gera en sverja fang- an eig. Eiðsvör eru því tekin trúanleg. Svipmyndir frá Peshawar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.