Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 24

Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 24
Ungnr Paþani. Byssan er trúr fylginautur hans. Bseir Paþana í óháðu héruðunum, sem eru stór um sig og allfjölmenn, eru líkastir köstulum að sjá, byggðir í ferhyrning með þriggja til fjögurra metra háum útveggjum og einum eða tveim ferhyrndum turnum, sem eru einni, tveim eða jafn- vel þrem hæðum hærri en útveggimir, allt eftir veldi og ætt- göfgi bónda. Gluggar eru engir í útveggjum heldur aðeins litlar rifur eða göt fyrir riffla langt fyrir ofan seilingarhæð. Þessir „kast- alar“, sem eru stílhreinar og sérkennilegar byggingar, háar til lofts og byggðar af reisn, hafa alla glugga og nær allar dyr byggðar inn í húsagarðinn, sem er í miðri byggingunni Einar eða tvennar litlar en rammgerar dyr liggja inn í þessa reisulegu ferningslögðu húsaklasa, en venjulega eru þeir fá- ein hús eða íbúðir, sem hafa verið byggð þannig að myndi lokaðan ferhyrning. Búa nokkrar skyldar eða tengdar fjöl- skyldur í hverjum þessara óvenjulegu bæja, sem byggðir eru jöfnum höndum til varnar og skjóls. Allar eru byggingarnar úr leir og beitilönd og akrar umhverfis á þurrum völlunum. Eins og við má búast með svo hermannlegri þjóð, þá er vopnasmíði sérstök atvinnugrein. í þorpi einu inni á einu hinna frjálsu svæða, sem liggur í um tveggja tíma aksturs fi^rJægð frá Peshawar, er atvinna íbúanna ekki annað en ve->nasmíði og vopnasala. Þar eru seidir rifflar og skammbyss- ur, en þó aðe'ns hinum frjálsu Pahönum. Verzlunin virðist <?T'"u að síður vera töluverð. Framleiðslan er nákvæmar eftirlík- iA FÁLKINN ingar þekktra brezkra, ítalskra, þýzkra o. fl. rifla og skamm- byssna, og er hún ekki sögð lakari en fyrirmyndirnar. Þótt kaupmenn viti, að ekkert muni verða af kaupum frá framandi ferðalöngum, er samt ekkert sjálfsagðara en að fá að skoða og sjá. Og þótt ekki sé annað gert, verður gestur- inn að þiggja te og tylla sér á einn legubekkinn. Þreklegir bændur, bjartir og bláeygðir, sem ekki væru vígalegri að sjá en bændur á íslandi, bæru þeir ekki allir vopn, ganga milli verzlananna, skoða varninginn með sjálfsöryggi þeirra, sem þekkja vöruna út í æsar, og ræða við kaupmenn meðan þeir tylla sér og sötra brennheitt teið. Ekkert liggur á. Hér er það bersýnilega a. m. k. hálfsdags verk að velja og kaupa eina byssu. Sjaldan er Paþani einn á ferð, heldur fara tveir eða þrír saman, og lætur þá ekki ósjaldan sá, sem valdmannlegast ur er og fyrirmaður hinna, sér nægja að bera aðeins skamm- byssu í beltinu. Sérkennilegar pokalegar buxur Paþana, útlit þeirra og almennur vopnaburður minnir mig strax á Kúrda í írak, sem Iraksstjórn hefur árangurslítið staðið í stríði við í nær þrjú ár. Svipurinn og fasið, og sum algeng orð í skyldum mál- um þeirra eru hin sömu. Land beggja er fjalllent og tíðum þurrt og hrjóstrugt, hvorugur hefur viljað þekkjast framandi herra, báðir verið á sinn hátt eins og ímynd frelsisástar og mannvirðingar, en þó báðir íhaldssamir um fornar venjur sínar og þjóðskipulag, sem þeir hafa talið undirstöðu sjálf- stæðis síns. Ættarstolt og blóðhefnd, sem gekk stundum kyn- PESHAWAR BORG PAÞAIMA slóð fram af kynslóð, hefur verið skugginn í lífi beggja, en hið síðarnefnda er nú nær horfið með Kúrdum. Það kom í huga minn þarna í þorpinu, að þeir, sem hafa áhuga fyrir að kynna sér þann hugsunarhátt í lifandi mynd, sem einkenndi íslendinga á landnáms- og söguöld, myndu líklega rekast á margt upplýsandi með því að kynna sér hætti og hugsun hins ósnortna hluta þessara tveggja óvenjulega þjóða, Paþana og Kúrda. Er ekkert svar var komið á sjötta degi frá Kabúl varðandi áritun mína, fannst mér tími til þess kominn að sýna óþol- inmæði. Ég heimtaði að fá að hafa tal af konsúlnum. Ritar- arnir féllust loks á þá málaleitun mína eftir nokkrar umræð- ur sín í milli. Konsúlum jafnt sem öðrum háttsettum emb- ættismönnum er sýnd geysileg kurteisi og óttablandin virð- ing í hinum múhameðsku einræðislöndum, og skulu þeir aldrei ónáðaðir að óþörfu. Konsúlnum var skýrt frá máli mínu. Engin þörf var við- tals. Hann lét bera mér kveðju sína með þeim skilaboðum, að blaðamaður frá svo fjarlægðu landi sem fslandi, skyldi fá áritun strax, ekki sízt, þar sem hann fór aðeins fram á að fá að ferðast í gegnum landið á hálfum mánuði. Þessi sex daga bið í Peshawar hafði sem sagt öll verið óþörf. Fyrri reynsla mín í nálægum löndum hafði kennt mér, að til lítils er að fárast yfir slíkum töfum eða misskilningi, hann er jafn óhjákvæmilegur og sólskinið og sandrykið. „Það

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.