Fálkinn - 17.02.1964, Side 27
TRtflÐ
MA
A RAnmn
AÐ RAJARAJV
Smásaga eftir
OLE JLLL
Gamla konan, sem lyfjabúðin hafði til að bera út reikninga,
stóð utan við dyrnar. Ég hafði aldrei talað við hana áður, að-
eins séð hana tilsýndar. Hún var kölluð eitthvað, hafði viður-
nefni, en því hafði ég gleymt. Ég vissi, að hún var sérvitringur
þorpsins.
„Þér hafið víst verið að villast,“ sagði ég. „Við höfum ekki
fengið neitt frá lyfjabúðinni."
Hvað hún starði! Og augun sem störðu! Ég fann öryggi í að
þetta var á miðjum degi. Gat ein mannvera raunverulega
verið svona ljót og fráhrindandi? Það gat hún víst.
„Eruð þér kannske ekki frændi gömlu dömunnar?“ spurði
hún og sneri sig næstum því úr hálsliðnum til að athuga mig.
Ég kinkaði kolli til samþykkis. Sigfríður frænka, en eftir
hana fékk ég kofann í arf, var kölluð „gamla daman“ hér í
nágrenninu.
Raunar var það einkennilegt, því hafi það nokkuð verið,
sem hún ekki líktist, þá var það dama. Það var eitthvað af því
sama óraunverulega, hálfdularfulla við Sigfríði frænku, sem
þessa sérútgáfu hér, dálítið af norninni úr æfintýrabókunum,
sem olli því, að við, þau ungu í fjölskyldunni, kærðum okkur
ekki verulega um að heimsækja hana. Fyrir um það bil ári
þurfti ég að endurspegla helztu einkenni hennar í leikriti,
hún var einmitt sú manngerð sem ég þurfti á að halda, og
þessvegna heimsótti ég hana nokkrum sinnum, en annars
hafði ég ekki séð hana síðan ég var drengur.
Þegar bréfið frá lögfræðingnum kom fyrir nokkrum mán-
uðum varð ég jafn forviða og allir aðrir í fjölskyldunni. Sig-
fríður frænka hafði tilnefnt mig sem einkaerfingja í erfða-
skránni. Og nú var hún sem sagt dáin.
Hversvegna einmitt ég?
Ég var ekki sá eini af þeim yngri í fjölskyldunni, sem hafði
heimsótt hana. Við lögfræðinginn sagði hún, að ég ætti að fá
birkihúsið vegna þess að ég tryði á raddir að handan.
Hreinasta vitleysa. Ég er ekki minnstu vitund hjátrúarfull-
ur. Næstum því ekki, að minnsta kosti. í það minnsta ekki
hjátrúarfyllri en flestir aðrir. En ég minntist þess, að hún
hafði einu sinni spurt mig, hvort ég tryði á raddir að handan.
Og víst til að þóknast henni hafði ég svarað játandi.
Það var semsagt þessvegna að ég hafði erft birkihúsið,
hrörlegt, lítið kofaskrifli, fjári langt frá alfaravegi, en hafði
möguleika á að verða notalegur skrifta- og sumarbústaður,
þegar við fáum einhverntíma efni á að koma því í lag. Það
mun kosta stórupnhæð að gera það íbúðarhæft, kannske duga
tuttugu þúsund ekki.
TTm leið og ég hafði skrifað nafn mitt undir arfleiðsluskrána,
fékk Elín þá stórkostlegu hugmynd, að ég skyldi segja vinnu
minni upp og flytja hingað. Við gætum leigt íbúðina okkar
einhverju sendiráðsfólki eða Ameríkönum, þeir hafa nóg af
peningum, sagði hún, og ég gæti fengið ró og næði við að
skrifa skáldsöguna sem ég hafði svo lengi talað um. Vera
hérna í fullkominni ró hálft árið, án síma, blaða, útvarps,
kvikmynda og án þess að vinir og kunningjar væru sífellt
að koma og fara. — Þetta hljómaði freistandi, en ég mótmælti.
„Maður getur alls ekki búið í þessum gamla skúr“ sagði ég.
„Sigfríður frænka bjó þar yfir 30 ár,“ sagði Elín.
Einmitt þessvegna. Sigfríður frænka hafði aldrei fórnað
einum eyri til viðhalds. Þakið gæti fallið yfir okkur. Og hvað
með Elínu. Myndi hún fella sig við að lifa eins og einbúi í
hálft ár?
„Ég hef þó þig“ sagði hún.
Nújá, en . . . .
Hana hafði alltaf dreymt um að búa alein með mér. Það
væri einasta leiðin til að kynnast hvort öðru til fulls.
Ég spurði ekki, hvort hún héldi nú að það væri svo heppi-
legt.
„En peningarnir,“ sagði ég. „Af hverju eigum við að lifa?“
„Peningar og peningar, það er merkilegt, að listamenn geta
aldrei talað um annað en peninga," sagði hún. „Við komumst
áreiðanlega af, aðalatriðið er að þú getir skrifað þessa bók.
Annars getum við áreiðanlega lifað af tekjunum af íbúðinni,
nauðsynjar okkar í birkihúsinu verða sáralitlar."
Nú höfum við búið hér í tvo mánuði og ég hefi unnið tölu-
vert. Elín er búin að sækja tauprentáhöld sín og komin með
þau hingað. Það merkilega er — og það er kannske ekki svo
merkilegt — að við söknum einskis af því sem við höfðum
inni í borginni. Við þrífumst. Og við erum óvanalega hraust
og heilbrigð.
Það urðu auðvitað hvorki sendiráðsmenn eða Ameríkanar
gem fengu íbúðina okkar. Þvert á móti síamskur stúdent og
vinkona hans, sem Elín fékk meðaumkun með, þegar þau
meðal hundraða umsækjenda svörðuðu auglýsingu okkar. „Ó
Herbert, látum þau fá hana, þó þau hafi bara efni á að borga
ljós og gas, þú getur þó séð það á þeim, að þau eru bæði indæl
og fátæk“.
Þetta indæla síamska par fékk íbúðina okkar gegn þvi að
borga rafmagn — og á hverjum morgni kemur pósturinn með
þessi bölvuðu ljósbláu og fjólubláu umslög sem lýsa langar
leiðir af skuldum og skuldheimtumönnum. ...
,.Hvað viljið þér eiginlega?“ spurði ég gömlu konuna. Ég
gat ekki þolað augnaráð hennar. Fannst ég ekki öruggur undir
því.
Framh. á bls. 31.
FÁLKINN 27