Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 28

Fálkinn - 17.02.1964, Qupperneq 28
Paþanar Framh. af bls. 25. pakistanska flughersins. Banda- ríkin hafa þar flugstöð eins og víðar cg mun hún — ef ég man rétt — eitthvað hafa kom- ið við sögu njósnaflugvélanna frægu, sem hvað mest ýfðu skap Krústjovs á Parísarráð- stefnunni forðum daga. Himinninn er heiður að vanda, fjöllin ber og gróður- laus, stórskorin og eyðileg. Vart er nokkurs staðar sting- andi strá að sjá, en einhvers staðar hlýtur gróður að vera einhvern hluta árs, því að til mannabústaða sést þó á stöku stað. Við rætur skarðsins er fyrsta vegabréfsskoðunin við gamla herstöð og háreista kast- alabyggingu, sem enn er í fullri notkun og vel við haldið. Er ofar dregur í skarðið, má sjá meira og minna uppistandandi kastala og virki, sem hafa verið yfirgefin. Einhver s^'k bygging á nærri hverri hæð og hverjum tindi. Vegurinn, sem Bretar lögðu é sínum tíma, er vel lagður og malbikaður jg liggur ýmist niðri í grýttum gilbotnum, uppi í háum hlíðum eða grafinn inn í þverhnýpt björg. Á einstaka stað, þar sem einhvern gróður er að finna, eru lítil þorp eða örfá hús, sem öll eru með ein- kennum Papana. Á einum stað, þar sem skarðið er einna hæst, er komið að gríðarstóru kast- stöð Breta í skarðinu og er nú alavígi, sem lengi var aðalher- notað af pakistanska hernum. Ljósgul byggingin er rammger, stílfögur og tignarleg að sjá, þar sem hún stendur hátt með víðu útsýni til suðurs og norð- urs, en með klettóttar, háar fjallahlíðar í nokkurri fjarlægð til vesturs og austurs. Hér eru mörg heillandi veðfangsefni fyrir ljósmyndara, en bíllinn stanzar sárasjaldan og mynda- tökur eru bannaðar, líklega af hernaðarástæðum. Samkomulag Afgana og Pak- istana hefur ekki verið gott. Þar til fyrir nokkrum mánuð- um hafði skarðinu verið lokað um langan tíma vegna missætt- is og landamæradeilu milli ríkj- anna. Indverjar og Kínverjar eru ekki þeir einu, sem deilt hafa um landamærin á þessum slóðum. Áður fyrr takmörkuð- ust landamæri við byggð og um eyðilönd hirti enginn. Nú hefur það breytzt og deilt er eða jafnvel barizt um háfjöll ' og jökla. Afganskir póstbílar, þ. e. á- 28 FÁLKINN ætlunarbílar, eru verðugir nokkurra orða. Póstbíllinn milli Peshawar og Kabul er að jafn- aði í sérstökum gæðaflokki, en í þetta sinn var þó á leiðinni einn af hinum venjulegu vögn- um, sem hvorki bera tegund né nákvæma árgerð utan á sér. Gripurinn var gamall með hörðum sætum og hurðum, sem ekki voru gerðar meiri kröfur til en svo, að þær héngu á. Sér- stakur — vafalaust nauðsyn- legur — aðstoðarbílstjóri var meðferðis og hélt sig við aftur hurðina. Virtist aðalskylda hans sú, að bera í hendi klump einn mikinn með haldi á, bregða sér út með klumpinn í hendi, er bíllinn stanzaði, og stinga þá þessum nauðsynlega grip framan eða aftan við ann- að afturhjólið eftir því sem við átti hverju sinni. Rúður voru í flestum gluggum og sæti í hálfu bílhúsinu. Aftari helm- ingur þess var ásamt þakinu ætlaður undir farangur eða farþega eftir ástæðum. Há- marksfjöldi farþega er enginn með bílum í Afganistan. Meðan farþegarnir tolla inni, ofan á eða utan á og bíllinn ber allt og alla, fá allir far. f þetta sinn voru farþegarnir, sem bet- ur fór ekki, margir. Komumst við í byrjun öll fyrir í þröng sætin, nokkrir afganskir bænd- ur vafðir túrbunum og herða- sjölum, fjórir mgir Frakkar, þar af ein stúlka, og svo einn kaupmaður frá Peshawar. Loks eftir umfjögurrastunda akstur um umferðarlítinn veg milli hrikalegra fjalla komum við að landamærum Pakistan og Afganistan. Þar er þröngt á milli þverbrattra fjallahlíð- anna, kastalar og vígi sjást á hverjum nálægum tindi. Nota- lega svalt var orðið í lofti, þótt sól væri enn hátt á himni. Hæð- in sagði til sín. Vegabréfs- og farangursskoð- un okkar Evrópumannanna fimm tók ekki langan tíma. En meðan við biðum eftir hinum farþegunum var okkur boðið inn í vistlega biðstofu, þar sem við rákum augun í stóra aug- lýsingu uppi á einum veggnum ritaða á ensku og frönsku. Þarna stóð listi blaða og bóka, sem bannað er að flytja inn í landið. Ég man ekki lengur nema fátt eitt: Elskhugi lafði Chatterley, eitt eintak afNews- week, Urdu-English Dictionary, ýmis indversk og pakistönsk blöð, nokkrar bækur um upp- runa og sögu trúarbragðanna og Veraldarsaga H. G. Wells. Loks eftir fimm tíma bið Framhald á bls. 31. Þessi þrjú fengu Oscarsverðlaun fyrir þessa myndt Leikstjórinn Richard Brooks Burt Lancaster og Shirley Jones. Sharon (Jean Simmons) og Elmer Gantry (Burt Lancaster). Musterið mikla stendur í Ijósum logum og allir flýja til að forða lífi sínu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.