Fálkinn - 17.02.1964, Page 31
og ekkert fyrir það. Ein-
stak.ega myndarlegur og að-
laðandi náungi. Þú mátt vita
það að hann gaf mér tilefni
til að hugsa ýmislegt. Geturðu
ímyndað þér hvað hann sagði
áður en hann kvaddi?
Það gat ég ekki.
— Hann sagði að ef ég væri
að hugsa um að skipta um
mann, ætti ég að hugsa mig
tvisvar áður en ég veldi mér
aftur mann sem ekki gæti
skipt um dekk.
Willy Breinholst.
Paþana
Framh. af bls. 28.
Afganistan megin landamær-
anna, sem ég og Frakkarnir
aldrei vissum um orsök fyrir
nema hvað hún var okkur ávið-
komandi, var búizt til farar á
ný. Nú var haldið yfir á hægri
hluta vegarins, sem enn var
breiður og malbikaður og hélzt
svo nær alla leið til Kabúl,
enda er þessi leið aðalsam-
gönguæð Afganistan við um-
heiminn.
En nú hafði farmurinn auk-
izt. Póstpokum hafði verið troð-
ið svo í bílinn og það jafnvel
á gólfin milli sætanna, að við
urðum þá átta tíma, sem eftir
voru ferðarinnar, að sitja í
meira en lítið óþægilegum stell-
ingum. Kvartanir voru ekki til
neins. Farmiði með áætlunar-
bílum í Afganistan lofar ekki
sæti heldur aðeins fari.
í þann mund, er myrkrið leið
yfir, héldum við inn í Afgan-
istan, landið, sem Afganar
telja föðurland hins bjarta kyn-
stofns og þeir nefna tíðum
öðru og eldra nafni, Ariana —
land hinnar arísku þjóðar.
Eins og þjó>hir
Framhald af bls. 21.
um, með ljósið á bak við mig.
Ég varð skelfingu lostin, en
það var of seint, að reyna að
snúa við. í stað þess fálmaði ég
í ofboði eftir slökkvaranum á
veggnum vinstra megin við
mig. Ég vissi ekki hvers vegna
ég vildi kveikja, og hvað mér
fannst unnið við það. Það var
Paul, sem var hér í herberginu,
og ég hafði enga von um að
komast undan. Samt fannst
mér mér vera borgið, bara ef
ég gæti kveikt.
Loks fann ég kveikjarann og
sneri snerlinum.
Þegar ég sneri mér fram í
birtuna dró úr mér allan mátt,
við það hvað mér létti, og ég
var viss um að þetta hlyti að
vera draumur. Það, að ég hélt
ég hefði vaknað við hljóð niðri,
að ég hefði staðið upp, farið
niður og kveikt ljósið, hlaut
allt að vera draumur. Þetta
GAT einfaldlega ekki verið
satt! Það var alls ekki Paul,
sem stóð fyrir framan mig.
Það var JOHNNY!
(Sögulok í næsta blaði).
Kvikmyndir
Framhald aí bls. 29
ur farið með hlutverk í mörg-
um leikritum og um 20 kvik-
myndum enskum og bandarísk-
um og getið sér mjög gott orð.
Hún er gift Richard Brooks
leikstjóra þessarar myndar en
var áður gift Stewart Granger.
Jim Lefferts er leikinn af
Arthur Kennedy en hann er
mjög kunnur leikari og hefur
fjórum sinnum verið tilnefnd-
ur að Oscarsverðlaununum en
aldrei hlotið þau. Hann fékk á
sínum tíma mikið lof fyrir leik
sinn í leikriti Arthur Millers
Allir synir minir.
Lulu Bains er leikin af
Shirley Jones. Hún er ung að
árum en hefur þegar getið sér
mjög gott orð. Fyrir þetta hlut-
verk sitt fékk hún Oscarsverð-
launin. Af fyrri myndum henn-
ar má nefna söngleikinn Oklá-
homa.
Þessi mynd verður með ís-
lenzkum texta -og textaþýð-
inguna gerði Guðjón Guðjóns-
son.
Trúift þér á raddir
Framh. af bls. 27
„Þér trúið á raddir“, sagði
hún hvíslandi og skaut höfðinu
óþægilega að mér.
„Raddir .. . Hvað meinið
þér?“
„Gamla daman sagði, að þér
Kæri Astró,
Mig langar til að biðja þig
að segja mér eitthvað um fram-
tíðina. Ég er fæddur klukkan
4.00 að morgni. Ég er gæddur
dulrænum hæfileikum. Mun ég
ná miklum árangri í þeim efn-
um? Og hvernig? Hvernig verð-
ur hjónabandið ef eitthvað
verður? Hvernig samband verð-
ur milli mín og stúlku sem
fædd er .. í framtíðinni? Á ég
langa eða stutta ævi fyrir hönd-
um? Vinsamlega birtið ekki það
sem er strikað undir. Þ. e. a. s.
fæðingardag, mánuð, ár og stað.
Ég vona að þú svarir mjög
fljótlega.
Með fyrirfram þakklæti,
5125512 — KEÆ 109 Rvík.
Svar til 5125512 — fimm
milljón hundrað tuttugu og
fimm þúsund fimm hundruð og
tólf. — Þegar þú fæddist var
12.° Drekamerkisins rísandi.
Þetta merki gerir þig mjög sál-
rænan. Þeir, sem eru fæddir
undir þesu svæði himinsins eru
venjulega sterkir ,,karakterar“
annað hvort til góðs eða ills.
Þeir búa yfir ríkum hvötum
og gnægð dýrseðlis. En ávallt
kemur sú stund, þegar kallið
kemur, eins og hjá Kan og Ab-
el þegar við verðum að fórna
dýrseðlinu í sjálfum okkur.
Sumir eins og Kan neita að gera
þetta og kaupa sér grið fyrir.
lögmálinu með ávöxtum jarð-
arinnar. Aðrir, sem reynast
vandanum vaxnir, stíga til
hinna sönnu andlegu upphæða.
Þeir, sem fæddir eru hér fá
köllun til að gegna virðingar-
störfum, ef þeir falla ekki sam-
an. Sérhver lausn viðfangsefn-
is leiðir ávallt til þroska. Dýrs-
hvatanna skal gætt vendilega.
Þér er einnig ætlað að læra að
þekkja leyndardóma náttúrunn-
ar, en ekki með því að rann-
saka íormhliðina eða hinn sýni-
lega hlut hennar, heldur í hinu
dulda, sem mikið hefur verið
ritað og rættum og allir hafa
möguleika á að kynna sér til
hlítar nú í dag. Sviðin hinu
megin grafar eða „astral-heim-
arnir“ eru sérstakt viðfangs-
efni þeirra, sem hér eru fædd-
ir. Taktu vendilega eftir draum-
um þínum og reyndu að koma
auga á samhengið milli þeirra
og því sem á sér stað í hinum
ytri heimi formsins.
Það er allgott samband milli
korts þíns og stúlkunnar, sem
þú ræðir um, en bezt makaval
fyrir þig er undan merki Nauts-
ins eða á tímabilinu frá 21. ap-
ríl til 21. maí og undan merki
Meyjarinnar eða á tímabilinu
frá 24. ágúst til 23. sept. Þér er
brýn nauðsyn að gæta þín vel
í sambandi við val maka, þar
eð þú hefur Úranus á geisla
sjöunda húss. Þessi pláneta
þarna bendir til skyndihrifn-
ingar, sem getur hætt jafn
snöggt og hún hófst. Til að
virka á móti þessu þá ættirðu
að kynnast persónunni frá
mörgum hliðum áður en til
hjónabands er gengið, og ættir
tryðuð á raddir að handan,“
hneggjaði hún, og nú ruddi ein-
hver gretta sér braut gegnum
hrukkurnar. Það var bros, beld
ég.
„Ég trúi ekki á raddir“, svar-
aði ég fráhrindandi, „og nú
verðið þér að afsaka, en ég er
önnum kafinn — ég skrifa —
ég var í miðri setningu ...“
Hún hlustaði ekki ó það sem
ég sagði.
„Uppi á loftinu, alveg inná
gafli“ hvíslaði hún í kynleg-
um trúnaðar róm, sem vakti at-
hygli mína, „stendur gamall
borðstofuskápur, fullur af ryki
og köngullóarvefum. Þegar þér
opnið miðhurðina, munuð þér
finna lausa fjöl alveg inni á
botninum og henni skuluð þér
ýta til hliðar. Það er leynihólf.
Inni í því liggja þúsund krónur.
Gamla daman var hrædd við
ræningja, og ég er einasta
manneskjan sem veit, hvar pen-
ingarnir eru ...“
Ég athugaði hana, fyrst tor-
trygginn, ég vissi líka að hún
var undarleg, en skyndilega
fullur trausts. Hvað átti ég að
segja við hana. Átti ég að þakka
fyrir, áður en ég vissi hvort hún
segði sannleikann. Ég varð að
flýta mér upp á loftið, en þegar
ég ætlaði að fara, greip hún í
handlegginn á mér með krækl-
óttum fingrum og hvíslaði:
„Bíðið dálítið. Ég er ekki búin
enn. Þér eigið að ferðast til
Travemúnde með þúsund krón-
urnar, og skipta þeim í spila-
Framh á bls. 37
að ætla þér að minnsta kosti
eitt ár til slíkra kynna. Að öðr-
um kosti er ávallt hætta á að
ver fari.
í sambandi við síðustu spurn-
ingu þína, þá virðist mér lífs-
bogi þinn ná til 62. aldursárs.
Sólin í merki Steingeitarinn-
ar bendir til þess að þú búir
yfir góðum hæfileikum til að
skipuleggja verkefni, þau, sem
kunna að verða lögð fyrir þig.
Geisli annars húss fellur í
merki Bogamannsins, en það
bendir til þess, að tekjuöflun
þín gæti orðið í sambandi við
samskipti við útlönd. Slíkt ligg-
ur að minnsta kosti vel fyrir
þér. T. d. innflutningur eða út-
flutningur.
FALKINN
31