Fálkinn - 17.02.1964, Síða 34
KVENÞJÓÐIN
Ritstjóri Kristjana Steíngrimsdóttir
húsmæðrakennari.
Hér er stílhreinn púði saumaður í ólitaðan
ullarjava með krossaum með þremur litum.
Gert er ráð fyrir að þráðaþéttleikinn sé um 7
þræðir á hvern cm. Sníðið 2 stk. 40X40 cm.
Saumið yfir 2 þræði með dökkgrænum, ljós-
grænum og ronslit. Stærð púðans fullsaumaðs
er um 35X35 cm, þar með talinn kanturinn
utan með.
Finnið fyrst miðjuna á báðum hliðum inn
að miðju, og þar sem línurnar skerast er miðjan
og jafnframt miðsporið á miðmynstrinu. Teljið
út frá miðjunni. Athugið að öll krosssaumssporin
snúi eins. Þegar búið er að sauma hinn þétta
bronslitaða kant, er hlekkjakanturinn saum-
aðaður. Ath að 2 litlir hlekkir eru saman við
miðju hliðanna.
Pressað vel á röngunni. Leggið því næst bak-
og framstykki saman, látið réttuna mætast.
Saumið púðann saman á 3 hliðum 2 cm frá
útsaumnum. Snyrtið hornin, svo að þau fylli
ekki of mikið. Snúið púðaverinu við, pressið
saumana — brjótið líka saumfar inn af hliðinni,
sem opin er og pressið. Saumið því næst með
perlugarni með sama lit og efnið og með aftur-
sting meðfram íokuðu hliðunum. Saumið bæði
gegnum bak- og framstykki og alveg þétt upp
við yztu krosssaumsröndina. Setjið púðann inn
í púðaverið og varpið þétt og ósýnilega fyrir
fjórðu hliðina. Saumið að lokum aftursting með
fram hliðinni.
X = dökkgrænt
• = ljósgrænt
Svartur ferningur = bronslitur.
Saumað yfir 2 þræði. Örin að neðan verðu og í hægrl
hlið benda inn að miðju þess mynsturs, sem haft er
á miðju púðans. Lóðrétta örin til vinstri sýnir miðju
kantsins.
Fallegur púði
er alltaf
til prýði