Fálkinn - 17.02.1964, Page 36
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI
Plútanus féil ekki við hina íburðamiklu íbúð Bergs
greita og vildi fara strax brott, en Goggi bað hann
að biða og tók að tína saman verðmæta hluti, sem
hann fann. Það var ekki fyrr en Plútanus benti á
vopn greifans, sem hengu á veggnum og spurði hvað
þau væru, að Goggi taldi skyndilega rétt að fara
strax í burtu. „Við skulum fara strax,“ sagði Goggi
og horfði hvíðafullur á vopnin. „Hananú,“ tautaði
Plútanns, sem hafði fengið áhuga á sjónvarpstæki.
„Ég verð að líta á þetta.“ Og allt í einu varð hann
að reykjarhnoðra ... Goggi, sem hafði í flýti safnað
saman ránsfeng sínum, skundaði til dyra og reyndi
að opna þær. „Lokaða.-,“ tautaði hann. „Allt í lagi.
Piútanus verður ekki í vandræðum með að opna þær.“
Hann sneri sér við og sagði: „Plútanus! Viljið þér
vera svo góður og,..“ Hann þagnaði og skimaði
skelfdur í allar áttir. „Hvar er hann,“ æpti Goggi,
Já, — hvar skyldi hann vera?
Goggi svitnaði af hræðslu. „Ef Bergur greifi sér mig
hér, gerir hann mig líka að engu með þessum byss-
um.“ Hann gerði örvæntingarfulla tilraun til þess
að opna dyrnar, en án árangurs. „Hvar eruð þér,
Plútanus,“ æpti hann dauðhræddur. Dauf hljóð frá
sjónvarpinu komu honum til að líta þangað. Augu
hans glenntust út. „Þarna er hann!“ hrópaði hann.
„Á skerminum!“ Hann þaut að tækinu og sneri öll-
um tökkum í von um að frelsa töframanninn. En.
það bar þann eina árangur að höfuð Plútanusar
stækkaði óhemju mikið. „Komið út Plútanus," æpti
Goggi. „Heyrið þér til mín?“
Töframanninum viirtist líða ágætlega inni í sjónvarp-
inu. „Loksins staður, þar sem maður finnur eitthvað
skylt Ijósvakanum," kallaði hann er hann sveif um
inni í tækinu. „Ég hélt að ég myndi aldrei finna
slíkan stað í Ytra-Heimi.“ „Komið Plútanus!“ bað
Goggi. „Við verðum að fara.“ Meða-i Goggi var að
naiiða í töframanninum opnuðust dymar og þrekvax-
ir.n rnaður birtist. Andartak glápti hann stéinhissa,
síðan læddist hánn 'að hlið Gogga og beið þar, reiðu-
búinn að grípa hann. „Góði Plútanus,“ hélt Goggi
áfram, án þess að hafa hugmynd um hijin nýkomna.
,,V;6‘ verðum að fara eða Bergur greifi gæti komið
og faiið að spyrja óþægilegra spurninga." „Hveimig
væ i að byrja á þessari,“ var sagt djúpri röddu bak
við hann. „Hvað eruð þér að gera í mínu herbergi?“