Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1964, Síða 37

Fálkinn - 17.02.1964, Síða 37
Trúið þér á raddir Framh. af bls. 31. vítinu þar, í sex 100 marka seðla“ hélt gamla konan áfram. „Það mun vanta 50 krónur, þær eigið þér sjálfur að leggja fram. Fyrst eigið þér að leggja á töl- una þrjá, næst á níu, þriðja sinnið á einn, fjórða á átta og fimmta og síðasta á númer tvö. Getið þér munað þetta.“ „Ég hef aldrei getað munað tölur,“ viðurkenndi ég. „Hugsið þá um fæðingardag gömlu dömunnar ogár,“hneggj- aði hrukkótti engillinn. Áður en ég gæti sagt meira — ég gat ekki einu sinni þakkað henni fyrir — var hún horfin. Rétt á eftir stóð ég með brak- andi peningaseðlana í höndun- um. „Við hvern varstu að tala?“ kallaði Elín innan úr vefstof- unni. Ég var svo æstur, að ég gat varla komið upp orðunum, en að lokum heppnaðist mér að stama það sem gerzt hafði. Elín var jafn forviða og ég, en hún var fljótari að átta sig: „Flýttu þér þá til Trave- múnde, maður,“ hrópaði hún. ..Þarfnast þetta nokkurrar um- hugsunar? Kannske verðum við milljónerar strax í kvöld; Millj- ónerar strax í kvöld ... Ég fékk ferðapeninga og fimmtíu krónurnar hjá Elínu og tók fyrstu lest. Þriðja september 1882. Ég hélt áfram að endurtaka setn- inguna meðan ég sat í lestinni. „Entschuldigen“ sagði kjól- klæddi dyravörðurinn þegar ég ætlaði að ganga inn í spilasal- inn, „en þér eruð ekki með hálsbindi. Gestirnir í Cacino verða að hafa hálsbindi." Klukkan var margt. Það gátu í mesta lagi verið tíu spil eftir fyrir lokun. Ég spurði niður- dreginn, hvað ég gæti gert. „Talið við fatageymsludöm- una,“ sagði hann. Fatageymsludaman hafði mikið úrval hálsbinda á okur- verði. Ég keypti eitt grænt. Það var svo herfilegt, að Sigfríði frænku myndi áreiðanlega hafa fundizt það fallegt. Svo þaut ég inh í spilasalinn, og lagði, eftir að hafa skipt pen- ingunum mínum, fyrst undir á númer þrjú. Ég var svo æst- ur, að ég tók alls ekki eftir því, að númer þrjú kom upp, fyrr en stuttklipptur herra við hlið- ina á mér sagði: „Þér voruð heldur heppinn, herra minn, — fyrsta skipti og hitta á réttu töl- una.“ Ég safnaði, næstum því blind- andi, saman stórum haug af spilapeningum, sem féhirðirinn ýtti til mín. „3600 mörk,“ sagði hann og brosti kuldalega. Ég tróð spilapeningunum í vasann og hafði rétt sinnu á að leggja næst undir á númer níu, áður en stjórnandinn hrópaði, að nú væri hætt að taka á móti á- hættufé. „Stórkostlegt! “ hrópaði sá stuttklippti þegar númer níu kom upp. Ég lét sem ekkert væri, en það synti allt fyrir aug- unum á mér. Svitinn streymdi um mig, og ég fann greinilega, hvernig augu allra í kring hvíldu á mér og risavinningum mínum, en ég herti mig ákaf- lega upp og reyndi meira að segja að brosa. „Leggið undir!“, hrópaði stjórnandinn. Ég flýtti mér að leggja undir á númer eitt. Ég vann aftur, en undrun mín var varla eins mikil núna. Mér fannst ég eiga heima í þessum töfrahring og hefði víst orðið meira undrandi, hefði ég ekki unnið. Alveg öruggur um að ganga sigrandi gegnum síðustu þrjú spilin, gat ég nú brosað til mótspilara minna, sem drógu andann djúpt svo ve. heyrðist, þegar kúlan dansaði næsta skipti niður í gatið við töluna átta. „Leggið fram áhættuféð!" Ég lagði aftur undir á átta. í þetta skipti olli augljós heppni mín megnum ólgandi keðju- verkunum hjá áhorfendum. Ég tók eftir því, að fólk frá öðrum borðum hafði streymt að til að horfa á töfraspii mitt. Ég var fastnegldur af mörgum hundr- uðum augna, og það var með naumindum að ég gat komið hendinni niður í vasann til að ná í spilapening, svo þétt var troðizt frá öllum hliðum. Ég lagði peninginn á númer tvö. Þegar litla fílabeinskúlan, eftir taugaæsandi danssveiflur milli tveggja óku. nra talna, stökk skyndilega niður í holuna við númer tvö, var eins og skriða félli umhverfis mig. Ég flýtti mér að grípa vinn- ing minn og þjóta út um dyrnar til að fá honum skipt. Niður þrepin. Út á götuna til járn- brautarstöðvarinnar. Fyrst þeg- ar lestin var runnin af stað, Framhald á bls. 39. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.