Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Side 11

Fálkinn - 01.06.1964, Side 11
sinni, með púða undír höfðinu, sagði. „Ef þú átt við Harold, þá er þetta hans sérsvið. Hann veit hvernig hann á að fara að því að láta fólki líða vel. Svona eins og eftir því sé litið. Ég er viss um, að væri hann garð- yrkjumaður, myndu blómin vaxa helmingi meira en ella. Svona fer hann með nemend- ur sína. Þeir vilja allir hafa hann.“ „Ellie, Ellie.“ „Þú veizt að þetta er satt.“ Já, hugsaði ég með mér, það er það efalaust. Ég leit á sterk- legt ólaglegt andlitið, hárið, sem farið var að þynnast, pok- ana undir augunum og saman- bitinn munninn. Hann naut þess að hjálpa. Hann vildi vernda mann. Honum líkaði ekki að fólk væri auðugt og heppið. ',,Ég hitti mann núna áðan á markaðinum.“ „Þetta er ekkert alvarlegt, Martine,“ sagði Harold, þegar hann hafði hlustað á söguna. „Hann er ef til vill feiminn. Því frjálslegri í framkomu, sem kona verður, því meira fara sumir menn inn í sjálfa sig. Veiztu, að þú ert töluvert ver- aldarvön í framkomu?" „En óttast orð!“ sagði Ellie. „Ég geri samt ráð fyrir að það hafi rétt á sér. Hún er verald- arvön stúlka. New York, Mexi- co, Las Vegas, Madrid. Menn í hverju horni allt í kringum hnöttinn. Einna líkast sjó- manni.“ „Nei, það er hún ekki. Hún er ekki þannig,“ sagði Harold, og lét mig fá púða. - —v— Það var liðinn einn sólar- dagurinn. Við höfðum borðað steikt nautakjöt, og rófur, drukkið vín, sem Harold hafði keypt fyrir þrjá shillinga flösk- una. Að því loknu fór ég upp í svefnherbergið mitt, en þaðan var útsýnið yfir garðana bak við villuna, og lagðist upp í rúmið og hlustaði á nið sjávar- ins.. Ég var hérna með tveimur manneskjum, sem elskuðu mig, og ég hafði ekki til þessa not- fært mér það á nokkurn hátt. Þær báðu mig um að gera það með furðulegri hlýju. „Biddu okkur bara,“ sögðu þau bæði. Mér fannst ég vera hjálparlaus eins og mín væri gætt. Það var eins og að láta snúa sér frá syndsamlegu líferni. Enda þótt Ellie hlægi að og talaði um mitt fyrra líf, var það henni í raun og veru fjarlægt og ó- verulegt. Ódýr vín, örfáir frí- dagar, engin föt og heimilis- störfin, það var Ellie. Allt sem Harold hugsaði um, var að vernda litlu konuna sína. Dot, rödd Lorelei, bergmálaði frá fortíðinni. Ég sá fyrir mér fallega, málaða, andlitið, og andaði að mér ilminum frá henni, og mundi eftir tilfinning- unni, sem hún hafði gefið mér, tilfinningunni um að ég væri minn eigin húsbóndi, veldi sjálf mennina í lífi mínu og hefði áhuga á hlutum, sem þau Har- old og Ellie fyrirlitu, fötum og sjóskíðum. Ég reyndi að gera mér í hug- arlund lífið í London. Fóstra. Vinna. Við hvað? Einkaritari. Ég sá sjálfa mig í anda í einka- ritaraskóla, eins og Harold hafði stungið upp á. Og heim- sóknir og kaffisopi hjá Ellie á kvöldin. Verðugt yrði það — ef til vill — en niðurdrepandi svo sannarlega. Þetta land, sem ég hafði kom- ið til aftur í svo ólíkum bún- ingi, sem ég hafði aldrei kunn- að að meta, þegar ég hafði haft ráð á að vera hér, var það eina, sem gat látið mig finna til dá- lítillar hamingju. Pálmarnir og laufin voru eins og mjúkar hendur. Hérna voru fjórtán mismunandi tegundir af mimós- um. Andlit sveitafólksins voru einna líkust málverkum Dúrer. Lúxusinn og fátæktin 1 sam- hljómi hæfðu bæði því, sem ég hafði verið og því sem ég var nú. Fríið leið fljótt. Við höfðum farið til Monte Carlo, sem var mjög ólíkt á þessum tíma, því sem það hafði verið í ágúst, þegar allir ferðamennirnir voru þar. Við höfðum baðað okkur í sjónum, en hann var heldur kaldur. Við höfðum drukkið kaffi í gangstéttarkaffihúsum, borðað kvöldverð í litlum veit- ingahúsum, og í einu þeirra hafði þjónninn meira að segja sungið fyrir okkur matseðilinn, Ellie til óblandinnar gleði, en mér til mikilla leiðinda, þó ég léti ekki á því bera. Ég var á hnjánum fyrir framan eldavélina kvöld eitt rétt áður en friinu átti að ljúka, og var að bursta steik sem við höfðum þó varla ráð á að borða. „Komdu ekki inn, það kólnar of mikið í ofninum!“ „Allt í lagi,“ hrópaði Ellie í gegnum rifu á dyrunum. „Ég kom bara til þess að segja þér, að þú þyrftir ekki að gera inn- kaupalista fyrir morgundaginn, því Harold ætlar að fara með okkur til Nissa.“ Ég lokaði ofnhurðinni og fór inn í setustofuna, sem hafði fengið á sig kvöldblæinn. Það var búið að kveikja á lömpun- um. Harold hallaði sér mak- indalega út af í sófanum og las í Nice Soir. Ellie var að hella í glösin okkar, „Við ætlum að eyða heilum degi í Nissa,“ sagði Harold, og leit góðlega á mig yfir dagblað- ið. „Næstsíðasta deginum okk- ar. Við skulum nú sannarlega skoða allt, sem vert er að skoða í borginni.“ „En við vorum búin að sam- þykkja að fara sparlega með peningana,“ sagði ég hálfutan við mig. „Ég ætlaði að hafa makríl í matinn. Það er ódýr- ast.“ „Ah, en þetta verður sett á sér fjárhagsáætlun. Á morgun höldum við veizlu." Ég leit á þau. Andlit beggja ljómuðu. „lívers vegna?“ „Eklci af neinu sérstöku,“ sagði Harold yfirlætislega. En Ellie skellti upp úr, færði sig yfir til hans og vafði löngum, grönnum handleggjunum utan um hann, og snéri sér um leið að mér og sagði: „Ég get ekki þagað yfir leyndarmálum! Þetta er þriðja giftingarafmælið okk- ar!“ „En dásamlegt!“ Mér tókst að brosa. Ég beið í eitt eða tvö augna- blik, þangað til Ellie var búin að gefa mér eitthvað að drekka og þá virtist þetta ekki lengur eins vanþakklátt: „Þetta er sér- staklega fallega hugsað af ykk- ur báðum, en ég get alls ekki komið með. Þetta er ykkar eigin dagur. Ég fer til St. Marie og skoða í búðir. Ég hef ekki haft tækifæri til þess enn þá, og mér myndi þykja það mjög skemmtilegt.“ Það leið ský yfir andlit Ellie eins og væri hún barn. Þetta ætlaði að verða erfiðara en ég hélt. „Þú kemur! Ég fer ekki nema þú komir líka. Hún kemur með er það ekki Harold? Mér myndi leiðast, ef hún kæmi ekki.“ Ég leit til Harolds og bjóst við svari, ekki til konu hans heldur til mín. f staðinn mætti mér ákveðni og vinsemd. Hann beit í pípumunnstykkið. „Auðvitað kemur hún með okkur. Nei, Martine, þú segir ekki eitt orð í viðbót." Harold og Ellie vöknuðu allt- af seint á morgnana, og það var ég, sem vaknaði fyrist. Ég fór í búðina á horninu og sótti brauð, þar sem brauðið frá i gær var orðið glerhart. Ég hrip- aði nokkur orð á miða, setti hann á eldhúsborðið, og læddist hljóðlega út úr villunni og út í góða veðrið. Orðin á miðanum voru hlý og vingjarnleg, en ég fann ekki tií sömu tilfinninga. Ég gat ekki beðið lengur eftir þvi að læðast burtu, áður en hátíðisdagurinn byrjaði. Þriðju persónunni yrði ofaukið við slíkt tækifæri. Þrældómurinn, sem neyddi mig til þess að þiggja, krafðist hefndar. Ég var orðin þreytt á að vera þakklát, þægileg, hugrökk, heimspekileg og skemmtileg. Ég vildi gera það, sem mig sjálfa langaði til að gera. Angan morgunsins var yndis- leg. Það hafði rignt og garðarn- ir glitruðu. Þarna stóð tré með bleikum blómum og þykkum blöðum. Og hérna var klifur- jurt með heiðbláum knúppum. Villurnar sýndust allar vera í fasta svefni undir bláum heið- skýrum himninum. Einasta líf- veran í nánd, sem vöknuð var, var brúnn og hvítur hundur, sem teygði sig á gangstéttar- steinunum, líkastur ristuðu brauði. Bærinn var vaknaður til lífs- ins, og það var þegar búið að stilla upp körfum með nellikk- um á torginu andspænis stytt- unni af hermönnunum og flögg- unum. Fiskimennirnir niður við höfnina voru að breiða úr brún- um netum. Sjómenn voru að fægja lúxussnekkjur sínar. Allt var glansandi og blettalaust þennan fagra morgun. Ég fór inn í veitingastofu við höfnina og bað um kaffi. Síðan eyddi ég morgninum í bænum. Ég hafði mjög lítið af peningum, svo ég keypti mér brauðsneiðar, sem ég borðaði á bekk við höfnina og horfði á snekkjurnar. í sumum þeirra var ef til vill fólk, sem ég þekkti. Ég hafði sannarlega far- ið í veizlur á tveim þeirra. Ætluðu þau Genevieve og Tor- quil ekki að fá lánaða snekkju einhvern tíma í janúar? Kannski væri Genevieve að snyrta sig á þessari litlu þarna yfir frá, hugsaði ég, á meðan ég borðaði skinkubrauðið mitt, og hún hafði blóm standand) á borðinu hjá sér undir sól- skermi, enda þótt sólin gæti ekki einu sinni brennt flugu. Ég var á rölti um aðalgötuna og hafði stanzað til þess að líta í bókabúðarglugga, þegar ég tók eftir áætlunarbíl, sem stóð þarna. Hann var tómur, en dyrnar stóðu opnar, og gömul kona með körfu var að fara inn í hann. Hve mikla peninga átti ég eftir? Ég settist. Lengi vel fór bíll- Framh. á bls. 36. FÁLKINN 1 ll

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.