Fálkinn - 01.06.1964, Page 17
MEÐ HVÍTT
!
\v;o
'V |V;.:; 1>YA*i7V..C
i&w-'t.-:*..
i* •-.v- ; t >■ ?
*.#;Vv r’*-.
SIHASAGA
EETIR
UIMIMI
eiríks|dóttur
En núna i vor er hann
óvenjn eirðarlausf tofiPf varla
við nokkurl vérký' hugsar
■■'.,•■ ■''•■• !*•• ' ■-• ••■■ “>.
um það stöðugf hvernig
tíminn flýgur áfram, óg
hann á allt ógert, sem
mestu skiftir að Ijúka
Hann var lágvaxinn og grannur.
Ljósgrá áugun lágu innarlega, and-
litið smágert og veiklyndislegt.
Þykkt hárið var næstum orðið
hvítt. " ;•
Enginn vissi að hánn var skáld,
nema kónan hans. Og hún hafði
sætt sig við það frá upphafi. Sunv
ir hafa alltaf höfuðverk, aðrir eru
skáld. Við slíku verður lítið gert.
Það veit konan. Það gildir sama
um gigtina, sem hún hefur haft
í öxlinni í tuttugu ár, hún verður
ekki læknuð.
Skáldið og konan hans hafa
búið í litlu húsi í vesturbænum
síðan þau voru ung. Þar hafa þau
alið upp einn son og eina dóttur,
fyrirhafnarlítið, eins og þau hafa rækt-
að kartöflur og rabarbara í garðinum
án þess að taka eiginlega eftir því. Allt
hefur verið svo einfalt og auðvelt, að
það. finnst skáldinu þegar hann hugsar
til baka. Konan talar aldrei um það,
svo henni finnst eflaust það sama. Nú
eru böx-nin gift og fai'in, og gömlu hjón-
in ein eftir. Hann heldur áfi’am að bæta
net, sú hefui' lengst af verið atvinna
hans, og konan skúrar nýlenduvörubúð-
ina á horninu. Það hefur hún gert i
■ mörg ár
Litla skáldið vinnur í tómstundum
sínum að bókinni, sem hann byrjaði á
fyrir áratugum. Það er skáldsaga og
gerist hálf í Reykjavík, hálf í sveit.
Þetta er jafnframt ættarsaga. Honum
þykir slæmt að hafa aldrei verið í sveit,
sagan yi’ði sannari og betri ef hann gæti
skrifað út frá eigin reynslu. Oft hefur
hann hugsað sér að fára upp í sveit og
dvelja um tíma, en aldrei fundizt hanxi
eiga heimangengt.
En nú í vor er hann óvenju eirðar-
laus, tollir varla við nokkurt verk,
hugsar um það stöðugt hvernig tíminn
flýgur áfram, og hann á allt ógert, sem
mestu skiptir að ljúka. Finnur að hann
verður að komast í sveit, vera þar aleinn
í kyrrð og friði, innan um grjót og gras,
kvakandi fugla og jórtrandi lömb.
-rfÆinn daginn segir svo konan hans:
Heldurðu ekki að þú hefðir gott af
: að fara upp í sveit um tíma, þú ættir
- að fara tii hans Jóa systursonar míns,
það er fallegt á Bakka og þau eru
gott fólk, Jói og Gunna. Farðu meðan
sumarið stendur hæst.
Skáldið sér að þetta er hárrétt, og
hann má engan tírna missa.
En til þess að vera alveg frjáls og
hafa fullkomið næði, ákveður hann að
búa í tjaldi og hugsa um sig sjálfur
Hann ætlar að tjalda í túnjaðnnum i
Bakka, kaupa mjólk og skyr á bænurn
Svo ætlar hann að endurskoða söguna,
breyta því, sem breyta þarf, og ljúka
henni, það fer kannski að vevða hver
síðastur. Hún gæti líka komið út í haust
Svo kemúr hann að Bakka eitt góð
viðriskvöld. Hjónin taka honum vel. ot
eftir kvöldmat hjálpa þau honum að
tjalda.
Dásamlegt er að vera í sveit. Skríða
út úr tjaldinu út í sólskinið eldsnemma,
meðan allt sefur, sjá döggina glitra á
stráunum, hestar og kindur sofa fyrir
utan túngii-ðingu, fuglarnir vekja dag
inn með kvaki.
Það standa leifar af vandlega hlöðn
um grjótgarði hjá tóftarbrotum, neðst
Framhaid á bls. 2H
‘"’-'VÁh
;• ■%
FALKINN
17