Fálkinn - 01.06.1964, Side 25
að koma þeim að í sjónvarpi.
— Er ekki erfitt að eiga við
svonalagað hérlendis?
— Það eru auðvitað samfara
þessu miklir byrjunarörðugleikar,
en satt að segja bjóst ég ekki við
því, þegar ég sneri heim frá námi
að ég gæti þó svona snemma farið
að sinna kvikmyndagerð hér-
lendis. Við höfum lítið leitað fyrir
okkur um opinbera aðstoð, en við
getum ekkert hvartað yfir undir-
tektum, við höfum raunverulega
rmætt meiri skilningi en hægt er
við að búast í landi, þar sem ama-
törar hafa ráðið ríkjum í þessum
efnum í aldarfjórðung.
Okkar draumur er að koma á
fót reglulegum starfandi kvik-
myndaiðnaði hérlendis, sem komi
til með að standa undir sér þegar
fram líða stundir. Við þurfum að
þjálfa upp sérmenntað fólk í þess
um efnum, svo ekki þurfi alltaf
að leita út fyrir landssteinana,
þegar gera á íslenzkar kvikmynd-
ir. Og ég er sannfærður um það,
að á næstu árum verður æ meiri
þörf fyrir slíkan iðnað hérlendis.
— Segðu okkur svo í stuttu
máli frá fluginu um daginn.
— Já, við fórum héðan fimmtu-
daginn 16. apríl og flugum til
Scoresbysunds, sem er nálægt
miðri austurströnd Grænlands, en
þaðan er um þriggja klukkustunda
flug héðan á DC-3 vél. Þar varð
ég svo eftir og tók myndir í þorp-
inu og af íbúum þess, en Jóhannes
og hans menn flugu til Meistara-
víkur, til að sækja meiri vörur,
sem þangað höfðu verið ferjaðar
með stærri vél. Þeir komu svo um
hádegi daginn eftir og þá fór ég
með þeim norður til Meistaravík-
ur. Þaðan var svo haldið enn norð-
ur á bóginn daginn eftir, til
Daneborg, sem er veðurathugun-
arstöð, og svo þaðan alla leið til
Danmarkshavn, sem er mikil
veðurathugunar- og háloftaathug-
unarstöð norður á 77. breiddar-
gráðu. Þaðan flugum við svo sam-
dægurs aftur til Meistaravíkur og
á hádegi á sunnudag aftur þaðan
og heim með viðkomu í Scoresby-
sund.
Það var auðséð, að koma flug-
vélarinnar er mikill viðburður á
þessum stöðum. í Scoresbysund
voru allir íbúar þorpsins mættir
niðri á ísnum, er við lentum, og
Þessi Dani var fluttur frá Scoresby
til Meistaravíkur. Hann fótbrotnaði
nokkrum dögum áður en flugvélin
kom. Þá átti hann eftir nokkra mán-
uði af samningstímanum sínum og
kollegar hans gáfu í skyn, svona
undir rós, að þeim fyndist eitthvað
bogið við fótbrotið. Að minnsta kosti
vissu þeir ekki til að nokkur maður
hefði fótbrotið sig á hundasleða fyrr.
það var mikil hátíð í þorpinu. Og svo
ég minnist nú ekki á Danmarkshavn. Það
má með sanni segja, að þeir hraustu karlar,
sem þar dveljast, séu einangraðir. Mig
minnir að Það hafi verið sex skipakomur
þangað síðustu tuttugu árin! Svo þú sérð
að skíðaflugið er ákaflega vinsælt hjá
Dönum þar. Enda var hvarvetna tekið
ákaflega vel á móti okkur, og ég veit ekki,
hvað það hefði verið, sem íbúarnir hefðu
ekki viljað gera fyrir Jóhannes Snorrason
og menn hans, og ég naut góðs af.
— Var ekki afskaplega erfitt fyrir þig
Framhald á bls. 28.
Vélin affermd í Scoresbysundi.
FÁLKINN 25