Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Síða 35

Fálkinn - 01.06.1964, Síða 35
þeim loknum heldur hann til Bandaríkjanna og síðar til Mexíko og sest þar að. Fyrsta myndin sem Bunuel tók í Mexíko var Glötuð æska, og hún vakti ekki síður at- hygli en fyrri myndir hans. Eftir nær því tuttugu ára þögn hafði þessi meistari haldið innreið sína í heim kvikmyndanna að nýju. Eins og áður lét hann svipu sína hvína og það sveið mörgum undan henni. Og nú rek- ur hver kvikmyndin aðra. Hann 1953, Robin- son Krúsó um svipað leyti og síðan Glæpalíf Archibaldo de la Cruz. Að þessum myndum loknum flyzt Bunnuel til Frakklands og vinn- ur þar nokkrar myndir. Meðal þeirra eru myndirnar, Leyndarmál lækíiisins og Ferða- lok. Eftir nokkurra ára dvöl í Frakklandi snýr Bunuel aftur til Mexíko og gerir mynd- ina Nazarinn. Þegar hér er komið sögu fær Bunuel til- boð um að taka mynd á Spáni. Hann snýr þá aftur heim til fósturjarðarinnar og gerir hina stórkostl'egu mynd sína, Viridiönu. Sú mynd var tekin í algjörri óþökk við spænsk stjórnarvöld og þegar þau fréttu hverju fram fór gerðu þau tilraun til að komast yfir frum- kopiuna til að eyðileggja hana, en þá hafði Bunuel tekizt að koma henni undan til Frakk- lands. Þessar mynda Bunuel hafa verið sýndar hér: í bæjarbíói, Nazarinn og Ferðalok, í Filmíu, Hundur frá Andalúsíu og Land á brauðs, í Tripolibíói (Tónabíó), Glötuð æska og Robinson Krúsó, í Hafnarbíói, Viridiana, í Kópavogsbíói Leyndarmál læknisins, og í Tjarnarbæ Uppreisn í E1 Pao. Innan skamms mun Bæjarbíó taka til sýn- ingar nýjustu mynd Bunuel, Engill dauðans. Þessa mynd gerði hann 1962 í Mexíko. Framh á næstu síðu. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.