Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1964, Síða 37

Fálkinn - 01.06.1964, Síða 37
eins og væri hann að fara upp í hringekju. Bíllinn hristist yfir steinlagð- ar göturnar undir pálmatrján- um. Ég hallaði mér fram og horfði tómlega út um gluggann. Við fórum framhjá stöðinni, þegar ég hélt við myndum halda í átt til sjávar eftir langri og mjórri götu, byrjuð- um við skyndilega að fara upp í móti. Göturnar í úthverfunum höfðu ekki yfir sér þá töfra og þær glitruðu ekki eins og þeir staðir í bænum, sem ég var vön að sjá. Þær voru skítugar, sums staðar líkar fjallabæjum Ítalíu eða fátækrahverfunum í Barcelona. Hér og þar voru margra hæða illa teiknuð fjöl- 'býlishús. í búðunum var allt fullt af barnakjólum. Skórnir héngu í kippum eins og banan- ar, og þarna var allt fullt af fatahreinsunum. Við ókum út úr borginni. Skuggsæl tré stóðu meðfram veginum, og upp að þeim hölluðust hjól. Annað slagið fórum við framhjá kvik- myndahúsum, þar sem ame- rískar kvikmyndir voru aug- lýstar með stórum frönskum auglýsingaspjöldum og stór- kostlegum nöfnum. Við vorum komin út úr bænum, hér og þar sást villa og villa á stangli. Við ókum enn upp í móti inn í ólífulundi og akra. Það var leiðinlegt, að þessi bílferð mín skyldi ekki liggja meðfram Miðjarðarhafinu, því sjávarströndina hafði ég ætíð elskað. Ég gat aldrei orðið þreytt á að horfa á sjóinn. En það var eitthvað róandi við þetta hæðótta, litlausa landslag. Við námum staðar og nunnurn- ar, sem enn töluðu af miklum ákafa fóru út. Tvær unglings stúlkur, mjög snyrtilegar, komu í bilinn í staðinn. Einhver setti grind með mjólkurflöskum inn 1 bílinn, og þær - hristust og glömruðu, þegar ekið var af stað aftur. Landið teygði sig svo langt sem augað eygði í mjúklegum hæðum, rauðleitum með lágvöxnum vínviði. Ég blundaði, eins og ég gerði reyndar alltaf á ferðalögum, og hávær vélin raulaði við mig, þegar skipt var um gir í hlíð- unum, og þetta stöðuga glamur í mjólkurflöskunum. Ég hafði borgað um tíu franka í von um, að ég kæmist töluvert langa leið og bílstjórinn kinkaði að- eins áhugalaust kolli. Hann hafði tuldrað í barm sér nafn á einhverju þorpi. Nú, þarna sem ég sat, hálfsofandi, kippti hann í handlegginn á mér og endurtók þetta sama nafn. Ég leit upp. „Þetta er staðurinn, sem þér báðuð um, mademoiselle, þér farið út hér.“ Ég hikaði. Ætti ég að spyrja hann, hversu langt bíllinn færi enn? Ef til vill gæti ég samt farið aftur með honum til St. Marie fyrir peningana sem ég ætti. En þetta var bláeygður, hörkulegur maður, sem virtist halda, að ég væri kjáni, enda þótt hann væri kæruleysislegur á svip. Ég var of stolt til þess að segja, að ég væri ekki að fara neitt ákveðið, sérstaklega eftir að hafa séð velþóknunar- svipinn, sem kom á andlit hans, þegar hann leit á svörtu ullar- síðbuxurnar mínar og ljós- bláu skíðapeysuna með svörtu stjörnunum. Bíllinn rann af stað aftur. Staðurinn, sem frankarnir tíu og stolt mitt höfðu flutt mig til, var lítið torg, í skugga aka- cíutrjáa, fyrir framan stóra og mikla kirkju. Sólin skein enn, það var ryk á jörðinni og á trébakka á miðju torginu var ekkert nema dúfnaskítur. Dúfurnar sjálfar, gráar og hvítar trónuðu á torginu, eins og þær ættu það. Hvergi var hræðu að sjá. Hversu mannlaus gat Frakk- land ekki stundum virzt! Það var jafn hljótt nú og verið hafði á dögum Galla, þegar beðið var eftir sigurvegaranum, og glampa sást á vopn þeirra i fjarlægð. Var það vegna þess, að England var svo lítið, en mannmargt, að þessi einkenn- andi vanhirða hafði svo mikil áhrif á mig? Gat ég búizt við því, að allir staðir væru jafn iðandi eins og úthverfi Lundúnaborgar barnavögnum skreytt? Þarna sem ég stóð á miðju torginu, fór ég að svipast um eftir kaffihúsi eða mannveru. Ekkert sást neins staðar. Stór- ar gráleitar byggingar sneru út að torginu og alls staðar voru hlerar fyrir gluggunum. Hvergi heyrðist hljóð, nema í dúfun- um, þegar þær flögruðu upp af torginu. Ég tók það síðasta, sem ég átti eftir af brauðinu upp úr körfunni minni og kastaði því á torgið. Hver einasti fugl í nánd kom til mín með miklum vængjaþyt og myndaði eins konar gráa, iðandi ábreiðu fyrir framan mig. Ég gekk burtu og skildi dúf- urnar eftir étandi. Þröng gata lá í þá átt, sem billinn hafði farið. Beggja vegna stóðu silfurlit tré, vegar- brúnirnar voru grasivaxnar en í hrjóstrugri hlíðinni óx krækl- Framh. á bls. 39 RITIIAlVDAIUÆSTlTlf Rithönd yðar gefur til kynna, að þér séuð töluvert örlynd stúlka, og eigið því oft erfitt með að átta yður á hlutunum. Þér eruð ákaflega tilfinninganæm, en þér eigið gott með að dylja innir geðshræringar. Þér hafið við nokkra and- lega erfiðleika að stríða núna upp á síðkastið, en ég held það leysist úr því áður en þetta ár er liðið. Þér hafið verið fjarri heimili yðar, fyrir rúmu ári síðan, og orðið þá fyrir áfalli sem þér eruð ekki búnar að ná yður eftir enn þá. Þér þekkið háan og grannan ungan mann, dökkhærðan sem þér hafið bundið við miklar vonir, og ég held að hann eigi eftir að vera yður til margs góðs í framtíðinni. En svo er aftur nokkuð þrekvaxinn karlmaður dökkskolhærður, sem hefur haft nokkuð áfengi um hönd sem gæti valdið yður erfiðleikum ef þér farið ekki varlega. Þó þér séuð ákveðin manneskja þá eruð þér nokkuð áhrifagjörn, og sumir eiga auðvelt með að hafa áhrif á yður og það er ekki gott nema að: vissu leyti. Þér berið oft mikinn kvíðþoga fyrir morgun- deginum, en það hefur taugaskemmandi áhrif á hverja manneskju að hugsa þannig. Ég held þér verðið tvígift á ævinni, og eigið þrjú börn. Þér hafið gaman að fara í ferða- lög og lyfta yður upp (það er að segja skemmta yður) og mér sýnist þér fara í nokkuð langt ferðalag með haustinu, og það verður yður til meiri ánægju en þér búizt við í fyrstu. Ó. S. Ekkert er betra en ískalt JOLLY COLA Efnagerð Akurcyrar h.f• Hafnarstræti 19 — Sími 1485

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.