Fálkinn - 01.06.1964, Page 41
flestar starfsgreinar á einum
starfsfræðsludegi?
— Á síðasta starfsfræðslu-
deginum í Reykjavík var kynn-
ing á eitthvað á milli 180 til 200
starfsgreinum. Þá held ég að
óhætt sé að fullyrða, að þar
hafi allar starfsgreinar átt full-
trúa sinn, að minnsta kosti þær,
sem þrjátíu eða fleiri stunduðu.
— Og um hvaða starfsgrein-
ar var mest spurt?
— Það hefur alla tíð verið
talsvert breytilegt. Spurning-
ar varðandi aðalatvinnuvegina,
sjávarútveg og landbúnað, hafa
alltaf verið svipaðar en þó hef-
ur fyrirspurnum heldur farið
fjölgandi seinni árin. Flugmál
hafa alltaf verið mjög vinsæl
hjá okkur, svo og öll störf sem
varða tækni og tæknifræði.
Fyrirspurnir varðandi verk-
fræði og læknisfræði hafa farið
vaxandi seinni árin og ég hugsa
að ástæðunnar sé að leita í
!kjarabaráttu þessara stétta.
'Greindir unglingar segja, að um
það leyti er þeir Ijúki námi í
■þessum greinum, verði kjara-
baráttan farin að bera árangur.
Þetta má einnig segja varðandi
kennara. Varðandi fyrirspurnir
um iðngreinar er eins og um
tízkufyrirbrigði sé að ræða
hvaða greinar séu vinsælastar
hverju sinni. Ég minnist þess
t. d. að á fyrsta starfsfræðslu-
deginum var varla spurt um
skósmíði, nú var hún aftur sú
iðngreinin, sem næst mest var
spurt um í Reykjavík.
Unglingar fylgjast furðu vel
með því sem í vændum er og
því sem þeir halda að sé á
næsta leiti, t. d. eru nokkur ár
síðan þeir fóru að spyrja um
störf í sambandi við sjónvarp.
Vafalaust hafa starfsfræðslu-
dagarnir hér á landi notið þess
á vissan hátt hversu lítið þjóð-
félagið er.
— Hvernig má það vera?
Það er raunar auðskilið. Sök-
um smæðar þjóðarinnar verður
biiið milli stétta minna en víða
annars staðar. Velflestir vís-
indamenn á íslandi hafa í æsku
sinni unnið hvers konar líkam-
leg störf til sjávar eða sveita.
Af þessu leiðir að jafnvel menn,
sem náð hafa heimsfrægð í
sinni vísindagrein telja sig ekki
of góða til að koma sem leið-
beinendur á starfsfræðsludag
og svara þar spurningum ungl-
inga. Slík aðstoð við æskuna
verður aldrei metin til fjár og
enn sem komið er munu fæstir
gera sér grein fyrir hversu
mikilvæg hún er.
— Spyrja unglingar mikið
uir '•'makjör á st.arfsfræðslu-
dr ;urr?
— Áhugi ui-giinga á kaupi
og vinnuaðstöðu allri hefur far-
ið mjög vaxandi á seinni árum.
En unglingarnir spyrja um
margt fleira. Þeir vilja vita um
framtíðarmöguleika í starfi og
þeir greindustu reyna að
glöggva sem bezt á starfinu
sjálfu, kostum þess og göllum.
Ég minnist þess að hafa séð
þjóðkunna listamenn eins og
Ásmund Sveinsson og Karl O.
Runólfsson meðal leiðbeinenda
á starfsfræðsludegi. Hafa marg-
ir unglingar áhuga á listum?
— Já, listaáhugi er mikill og
hann fer ört vaxandi. Ég myndi
ætla, að einmitt leiðbeiningar
manna eins og þeirra sem þú
nefndir myndu verða þeim sem
einlægastan áhuga hafa á list-
um ómetanlegar og ógleyman-
legar síðar á lífsleiðinni.
Ég minnist þess einmitt, að
Ásmundur Sveinsson sagði við
mig eftir starfsfræðsludaginn í
fyrra að ef til vill hefði ekki
nema einn piltur átt við sig
mikið erindi, en hann þurfti
líka margt að spyrja og margt
að ræða. „Ég hef trú á þessum
pilti,“ sagði Ásmundur.
Hver veit nema þarna hafi
verið á ferðinni efni í nýjan
Ásmund Sveinsson og ef svo er
má segja að hann hafi komið
í Iðnskólann í Reykjavík á
heilladegi.
— Hefur áhugi minnkað á
nokkrum greinum að undan-
förnu?
— Já, áhugi á íslenzkum
fræðum virðist fara ört minnk-
andi.
— Hvaða orsakir geta legið
til þess?
— Vafalaust margar. Fyrir
3—4 árum var það áberandi að
gáfuðustu unglingarnir veigr-
uðu sér við að velja háskóla-
nám sem ekki ti'yggði þeim
starfsmöguleika jafnt utan ís-
lands sem heima. Það sjónar-
mið virðist mér nú síður áber-
andi. Hvað íslenzk fræði snertir
held ég, að það ráði nokkru, að
launuð störf meistara í íslenzk-
um fræðum eru flest bundin við
kennslu og hún heillar ekki
sérstaklega þeirra sem bezta
námshæfileika hafa.
— Hvað finna unglingarnir
kennslustarfi til foráttu?
— Þótt einkennilegt megi
virðast er það ekki beinlínis
kennslan heldur agaspursmálið
í skólunum, sem unglingarnir
setja fyrir sig. Þeir telja ungl-
inga á gagnfræðastigi þ. e.
sjálfa sig og jafnaldra sína svo
erfiða viðskiptis að það sé
margt betra að vinna en stjórna
sliku fólki.
— Og að lokum eitt. Hvar
hafa starfsfræðsiudagar verið
haldnir utan Reykjavíkur?
VEX VÖRURNAR
Vex er óvenju gott þvottaefni íýmsan
vandmebfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er
áhrifaríkt þvottaefni semfer vel meb hendurnar.
Vex handsápumar hafa þrennskonar ilm.
VeljiÖ ilmefni viöyöar hœfi.
—flimiiHi MfiJ læsa h
FALKINN
41