Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Side 16

Fálkinn - 10.08.1964, Side 16
BARA JOHN VISSI HVE HUGRÖKK HÚN VAR iiijjnnw |iii j jj (Mjmtt!!! JÍÍHÍfHÍHÍ! llltliiiinii!!! Þegar Jacqueline Kennedy flutti inn í Hvíta húsið, varð hún mest umtalaða kona Ame- ríku. Hún, sem vildi komast hjá öllum utanaðkomandi áhrif- um á einkalíf sitt, vissi nú, að hún var undir miskunnarlausri smásjá almennings. Það er fyrst nú, þegar „öllu er lokið“, að óskir hennar um það, að mega lifa einkalífi sínu 1 friði, eru virtar. Ferðin til Texas, 22. nóvem- ber í fyrra, var eiginlega annað og meira fyrir hana og John en opinber heimsókn. Hún átti - lika að verða ný brúðkaupsferð. Nokkrum vikum áður höfðu ' þau haldið tíunda brúðkaups- ' daginn sinn hátíðlegan. John var í skínandi skapi. - Hann hafði óttast mótmæla- göngur, þegar hann kæmi til hinnar íhaldssömu Dallas-borg- 1 ar. En manngrúinn, sem stóð meðfram akbrautinni, veifaði fánum sínum og hyllti þau með fagnaðarhrópum, alveg eins og annars staðar, þar sem þau höfðu verið í opinberum heim- sóknum, í París, í Suður-Ame- ríku og Wien ... Eiginkona landstjórans í Texas, sem sat í framsæti flagg- bifreiðarinnar, sneri sér róleg að gestum sínum og sagði: — Maður getur sannarlega ekki sagt annað en Dallas sé vin- gjarnleg við yður í dag. í næstu andrá kváðu við skot. John hneig út af í aftursætinu. Þrjátíu og fimm mínútum síðar var hann dáinn. Nýja brúðkaupsferðin stóð ekki í margar klukkustundir. Og það var síðasta ferðin, sem Jacqueline fór með manninum, sem hún giftist tíu árum áður .. VIÐBURÐUR ARSINS. Þá talaði öll Ameríka um viðburð ársins.. Brúðkaup hinn- ar ungu hefðarkonu, Jacqueline... Bouvier og glæsilega, unga öld- f ungadeildarþingmannsins John Kennedy, vakti gífurlega at- hygli. Tvöþúsund forvitnir áhorfendur og blaðamenn alls. staðar að úr Bandaríkjunum | þyrptust kringum Sainte-Mary kirkjuna í New York. Kirkjan rúmaði ekki nema hluta hinna 1200 boðnu brúðkaupsgesta. Þeir voru stjórnmálamenn og fjármálamenn og vinir Jackie úr hópi listamanna og leikara, og þeir komu frá Ameríku, Evrópu og Austurlöndum. Hvar sem þau fóru fagnaði mann- fjöldinn þeim og þau áttu hug og hjarta allra, sem sáu þau og kynntust þeim.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.