Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Page 17

Fálkinn - 10.08.1964, Page 17
Og oft sigldu þau á seglskútu fjölskyldunnar, VICTURA I”1"" . x Tengdafaðir Jacqueline bauð hana velkomna í fjölskylduna með þessum orðum: — Þú ert skarpgáfuð og þú hefur hjartað á réttum stað. Það er óskiljan- legt að þú skulir komin út af repúblikanskri fjölskyldu. Brúðkaupsdagurinn var dá- samlega fagur, eins fagur og haustdagur getur orðið á Rhoda Island, þegar himininn er heið- skír. Þann dag var Jacqueline fullkomlega hamingjusöm ... En strax þá gerði hún sér fulla grein fyrir því, að hún ætti ekki kyrrláta hamingju í vænd- um. Hún vissi að John ætlaði ekki að láta við það sitja, að vera öldungadeildarþingmaður.. Hann bjó yfir öðrum áformum. Stjórnmálin urðu keppinautur hennar — og vinur. í upphafi hafði hún raunar alls engan áhuga á stjórnmálum, en þegar hún hitti John, ákvað hún að fá hann! Hún innritaðist í háskólann í Washington og þar sótti hún fyrirlestra í stjórnmálunum og sögu. Hún komst brátt að raun um; að hún hafði gifzt inn í .fjöl- skyldu, sem ekki átti sinn líka í öllu landinu. Kennedy-fjöl- skyldan var meira en voldug. — Þú ert gáfuð og hjartahlý, það er óskiljanlegt, að þú skulir vera kom- in út af repúblikanafjölskyldu. Með þessum orðum var tekið á móti Jackie í Kennedy-fjölskyldunni. En margir gagnrýndu hana harðlega og töldu hana heimska, hégómlega og yfirborðskennda. En jafnvel hinir gagnrýnustu urðu að gefa sig, þegar Jackie kastaði sér út í kosn- ingabaráttuna af ótrúlegum dugn- aði og aflaði manni sínum óteljandi fylgismanna með glœsileik sínum og frjóu ímyndunarafli. Enginn vissi, hve mikla sjálfsstjórn og kjark það kostaði hana. Jú, einn — maðurinn, sem hún unni, John. Hann sagði henni frá fyrirætlunum sínum og draum- um, og hún hlustaði á og ákvað að verða honum sá lífsförunautur, sem hann þarfnaðist. 17 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.