Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Side 22

Fálkinn - 10.08.1964, Side 22
4 Sigurður Klemenz- son kennari og Run- ólfur ljósmyndari flugu austur að Þingvöllum. Þessi mynd var tekin á þeirri leið og er af Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxnes. Yfir höfninni. leiðinni vestur á Snæfellsnes með erlenda skemmti- menn. Við hittum þarna að máli Sigurð Klemenzson, kenn- ara, og ræddum við hann um flugkennslu og flug al- mennt. Sigurður hefur s.l. þrjú ár starfað sem flug- maður erlendis, fyrst í vöruflugi víðsvegar um Evrópu og um nokkurra mánaða skeið vann hann á vegum S. Þ. í Afríku. Á síðasta ári lærði hann sérstaklega flugkennslu í Bretlandi og kom heim um síðustu áramót og hóf að kenna hjá Þyt. — Eru það aðallega ungir menn, sem eru í skólanum, er það fyrsta, sem við spyrjum Sigurð. — Já, þeir eru auðvitað í yfir- gnæfandi meirihluta, en nú í vor hef ég kennt fjórum eða fimm sem komnir voru hátt á fimmtugsaldur- inn. . — Og hvernig gekk þeim námið? — Þeim gekk vel. Aldurinn þarf ekki að hafa svo mikið að segja, ef heilsan er góð. — Hafa þessir ungu menn, sem hér eru að flugnámi, allir í huga að gera flugið að starfi sínu? — Nei, það held ég ekki. Margir þeirra eru aðeins að þessu sér til ánægju. Það eru t. d. ekki nema um 30% sem ljúka atvinnuflugprófi, en flestir ljúka einkaflugprófi. — Hvað eru prófin mörg? — Við getum sagt að þau séu þrjú. Einflugspróf, eða svokallað Sólópróf, sem tekið er eftir tíu flugtíma. Það veitir rétt til að fljúga hér í næsta nágrenni vallarins undir eftirliti kennara. Þá er A-próf eða einkaflugmannspróf sem tekið er eftir 30 flugtíma frá Sólóprófi. Því stigi fylgir einnig bóklegt nám í siglingafræði, vélfræði, veðurfræði, flugreglum og flugeðlisfræði. Næst þessu er svo Atvinnupróf eða B-próf. Það er tekið eftir 140 flugtíma. Þessu prófi fylgir einnig bóklegt nám. Svo eru blindflugsréttindin ótalin, en það eru 40 tímar, 20 teknir í Link Trainer, sem er sérstakt tæki til blindflugskennslu, og svo 20 blindflugstímar á tveggja hreyfla vél. — Hvernig er aðstaða til sportflugs hér? — Áður en ég svara þessari spurningu langar mig til að víkja málinu að kennslunni. Flugnám hér er mjög ódýrt, miðað við það sem gerist erlendis. Eftir því sem ég bezt veit, er það hvergi ódýrara. Rekstur á litlum flugvélum er einnig mjög ódýr hér, sem stafar af því að það sem þarf til reksturs þess er tollfrjálst. En aðstaða hér til sportflugs er ekki góð. Menn eiga ekki greiðan aðgang að

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.