Fálkinn - 17.05.1965, Síða 9
/ •. "Of:
y —
:::
„Fannst þér svertingjarnir nokkuð
misnota það, að þið umgenguzt þá sem
vini og jafningja?*1
„Nei, þvert á móti, þeir kunnu því
vel og voru alltaf jafngóðir og indælir,
en undrandi voru þeir í fyrstu. Það
kom aðeins einu sinni fyrir, að ég gæti
engu tauti komið við mann í þjónustu
okkar, en hann var virkur félagi í þjóð-
ernishreyfingunni Abako og ómögulegt
að hemja hann.“
„Bar mikið á óvild í garð hvítra
manna?“
„Ekki fann ég fyrir því. Ég átti góða
vini bæði meðal hvítra og svartra, og
mér fannst fólkið yndislegt, jafnt það
‘svarta sem hvíta.“
„Hvað voru margir íbúar í Leopold-
ville?“
„315 þúsund, þar af 25 þúsund hvít-
|r.“
Auðvelt líf að vera húsmóðir
I Afríku
„Hvernig fannst þér að vera hús-
móðir í Afríku? Hafðirðu ekki þjóna til
alls?“
„Það var auðvelt líf að vera húsmóð-
ir þarna, kannski of auðvelt, ef nokkuð
var. Venjan var að hafa tvo þjóna á
heimilum á stærð við okkar og svo
barnfóstru. Annar þjónninn sá um
þvottinn og eitthvað af húsverkunum,
en hinri um matreiðsluna og afganginn
af húsverkunum. Það er nauðsynlegt
að skipta á öllu daglega, rúmfötum og
fatnaði yzt sem innst, því að annars slær
i það í rakanum.“
„Hvað er hitinn mikill?“
„Hann fer upp í 40—50 gráður á
Celsíus. Ég man þegar við komum fyrst
til Kongó, stelpurhar í kjólum og peys-
um og ég í dragt — það var eins og
að ganga inn í gufubaðsklefa að stíga
út úr loftkældri flugvélinni. Við vorum
ekki seinar á okkur að skipta um föt
við fyrsta tækifæri.“
„Hvernig fannst þér bezt að klæða
þig?“
►
^ Anna og Margrét með út-
skoma fílstönn. Skimiið
sem þær sitja á, er af
grænlenzkum ísbimi.
„Við bjuggum í indælu
einbýlishúsi í Leopold-
ville og höfðum stóran
garð þar sem allur gróð-
ur óx og dafnaði ævin-
V týralega.“