Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Síða 12

Fálkinn - 17.05.1965, Síða 12
a c7 RAMHALDSSAGAN 5 hluti E.TIR FRANCES OG RICHARD LOCKRIDGE SAGAINI FRAIU AÐ ÞESSU Loren Hartley þiggur heimboð Alicear Jackson, sem segist vera gömul skólasystir hennar. Heima hjá Alice fá þær sér drykk. Mörgum tímum seinna vaknar Loren á bekk í skcmmtigarði einum. Henni er ómögulegt að muna hvað gerzt hefur. Hvorki frændi hennar Bob Campbell né vinur hennar, Peter Sayers, geta uppgötv- að, hver þessi dularfulla skólasystir er. Og hvorugur trúir almennilega sögu Lorenar. — Alex Hartley finnst myrtur í skrifstofu sinni. Stein lögreglumaður stjórnar rannsókn málsins. Hann kemst að því, að ung stúlka í gulri kápu hefur yfirgefið skrifstofubygginguna á þeim tíma, sem morðið var framið. Á kápunni hennar var dökkleitur blettur. — Lögreglan kemst að því, að erfða- skrá hins myrta, Alex Hartleys, er horfin. Loren Hartley er grunuð um að hafa komið henni undan. — Peter Say- ers fer með Loren í skólann, sem hún hafði gengið í, til þess að ganga úr skugga um, hvort hin dularfulla Alice Jackson hafi í raun og veru verið bekkjarsystir Lorenar. En nafn Alicear Jackson stendur hvergi í skólaskýrslun- um. Hins vegar fiiinur Peter nafn Lorenar í gestabók- inni. Smátt og smátt fer Peter að draga sannleiksást Lorenar í efa . . Stein, lögreglumaður, lagði fæturna upp á borðið. „Það sást til gulrar kápu, sem fór út úr skrifstofubyggingunni," sagði hann. „Stúlkan, sem var í káp- unni, þekktist ekki.“ „Frændi ungfrú Hartley var myrtur með vopni, sem lá til taks á skrifborði hans," hélt Simmons áfram án þess að láta slá sig út af laginu. „Það er að segja með pappírshníf. Loren Hartley, einkaritari frænda síns, þekkti þennan pappirshníf og 12 vissi nákvæmlega, hversu odd- hvass hann var.“ „Það er rétt," muidraði O’Mal- ley. „Utanaðkomandi morðingi hefði áreiðanlega haft með sér heppilegra vopn.“ „Ég veit það,“ sagði Stein. Hann skoðaði neglurnar á sér með athygli. Það gerði hann alltaf, þegar hann var ekki fylli- lega ánægður. „Ailt passar þetta stórkostiega vel saman ...“ Hann leit upp. .„En nærri því einum of vel, finnst mér..." „Heyrðu mig nú,“ sagði Simm- ons, „þú myndir láta handtaka sjálfan erkibiskupinn okkar, ef þú hefðir í höndunum aðrar eins sannanir gegn honum." „Samt sem áður er ég ekki sannfærður um, að í þessu máli sé allt eins og það sýnist," svar- aði Stein og sat við sinn keip. „Það er ekki útilokað, að það sé verið að leika á okkur." Hann greip eitt af dagblöðun- um, sem lágu á borðinu. Kvöld- útgáfurnar höfðu þegar birt fréttina um morðið á Alex Hart- ley. Stein leit yfir fyrirsagnirnar. „Að minnsta kosti eru frétta- ritararnir engu fróðari en við í þetta sinn, " tautaði hann. „Fyrir það gæti ég knékropið þeim af þakklæti." James Shapiro gekk inn. „Það er viðtal við þig,“ sagði hann við Stein, lögreglumann. „Hver er það?“ „Einhver hr. Lathrop. Hann segist vera kominn hingað vegna morðsins á hr. Hartley." Hana, þá byrjar það, hugsaði Stein. Nú fyllist allt af fólki, sem þykist vita eitthvað. Bara til að láta bera á sér! „Vísaðu honum inn!“ Shapiro hélt hurðinni opinni. Roskinn maður gekk inn í herbergið. Hann var í sóðalegum jakkafötum. Hann var feitur og hafði fram- stæða höku. Hann deplaði samankipruðum augunum. Það voru svitadropar á skall- anum á honum. Klumbunefið glansaði. „Gott, að þér skylduð koma, hr. Lathrop!" sagði Stein. „Fáið yður sæti. Hvað getið þér sagt okkur fréttnæmt?" „Það er nú þannig," byrjaði Lathrop, eftir að hann hafði setzt niður dæsandi, „að ég er kominn á eftirlaun, skiljið þér? Og þar sem ég hef ekkert að gera, eyði ég miklum tíma í gönguferðir." „Ja, þér eigið gott, hr. Lath- rop!“ „Það fer nú eftir því, hvernig maður litur á málið.“ Lathrop strauk með vasaklút yfir hnakk- ann. „En stundum getur það verið mjög athyglisvert...“ „Fyrir hvern?" Lathrop stakk vasaklútnum aftur í vasann. Og svo dró hann dagblað upp úr öðrum vasa. Hann opnaði það og rak það alveg upp að nefinu á Stein. „Eruð þér búinn að sjá þetta?" Það var nýjasta útgáfan af Sunday News. Einnig þar var sagt frá morð- inu á Alex Hartley á forsíðu. En þarna var ekki aðeins frétt- in um morðið eins og í hinum blöðunum, heldur einnig ljós- mynd af Alex Hartley og önnur stór mynd af Loren Hartley. Undir henni stóð: „Loren Hart- ley, 21 árs milljónaerfingi!" Stein, lögreglumaður, hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Og hvað með það? spurði hann. Lathrop virti fyrir sér mynd- ina af Loren Hartley. Svo sagði hann: „Ég sá þessa stúlku í gær.“ „Hvar?" „1 Bryant Park.“ „Aha.“ „Á bekknum andspænis mér sat þessi stúlka." Hann bankaði á myndina með visifingrinum. „Það var þessi stúlka. Ég maii það svo greinilega!" Simmons og Shapiro stóðú grafkyrrir bak við Stein, sem heyrði aðeins andardrátt þeirra. „Er þetta það eina, sem þér hafið að segja?“ spurði hann. Lathrop hristi höfuðið. „Ekki alveg. Er ég búinn að minnast á, klukkan hvað ég var í skemmtigarðinum? “ „Ekki enn.“ „Milli tvö og þrjú ...“ „Athugar fólk, sem hefur ekk- ert sérstakt að gera, alltaf svona nákvæmlega, hvað timanum lið- ur?“ spurði Stein. „Yfirleitt ekki. En þar sem ég sat, gat ég séð stóru kluikk- una, sem stendur við götuna upp á Times Square." Stein staflaði saman dagblöð- unum, sem lágu á borðinu fyrir íraman hann. „Nokkuð fleira?" „Ég gleymdi að geta þess, að stúlkan var í gulri kápu,“ sagði Lathrop. Stein leit á Simmons. Hann hafði á tilfinningunni, að Simm- ons héldi niðri í sér andanum. „Nú, svo hún var í gulri kápu," sagði Stein. „Og hvað fleira?" „Hún hagaði sér afar einkenni- lega ...“ „Hvernig þá?" FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.