Fálkinn - 17.05.1965, Qupperneq 13
, „Hún leit út íyrir að hafa átt
Btefnumót þarna, en vinur henn-
ar virtist hafa svikizt um að
koma. Skiljið þér?“
i „Ekki alveg.“
5 „Hún var alltaf að líta kring-
um sig... 1 um það bil 20 min-
!&tur.“
Lathrop beygði sig fram. Hann
studdi olnbogunum á skrifborð
Steins. „Og svo steig hún allt í
einu á fætur. Svona kl. rúmlega
hálfþrjú. Hún stóð upp og fór!“
„Sáuð þér, hvert hún fór?“
„Já!“ Lathrop þagnaði snöggv-
ast. Svitadropar höfðu myndazt
á. efri vör hans. „Hún gekk í
áttina að 40. strgéti. Ég horfði á
eftir henni, því að ég hélt kann-
ski, að hún ætlaði að ganga á
móti manninum, sem hún var að
bíða ef tir ...“
„Og sáuð þér manninn?"
Lathrop hristi höfuðið sein-
lega. „Nei,“ sagði hann. „Hún
gekk yfir götuna — og fór beint
inn í háu, mjóu skrifstofubygg-
inguna, sem stendur við hliðina
á kránni. Svo hvarf hún inn í
húsið...“
„Og það var klukkan rúmlega
hálfþrjú?" spurði Simmons, þar
sem hann stóð bak við Stein.
Lathrop kinkaði kolli. „Fyrst
hugsaði ég ekkert um þetta. En
þegar ég sá myndina af stúlk-
Hnni í blaðinu í dag — og las
þar, að hún hefði verið einkarit-
ari hr. Hartleys — og að hr. Hart-
ley hefði verið myrtur nákvæm-
lega á þessum tima...“
„Og eruð þér alveg viss um,
að þetta er sama stúlkan?“
ppurði Stein óvenjulega hvassri
röddu og benti á dagblaðið.
„Þessi hérna?“
i „Alveg viss,“ svaraði Lathrop.
Stein stóð á fætur. „Ég þakka
yður fyrir upplýsingarnar," sagði
hann. „Og viljið þér gera svo
,vel að skilja heimilisfangið yðar
■eftir hér, ef við skyldum þurfa
að spyrja yður frekar.“
Lathrop skrifaði heimilisfang-
ið og fór svo út.
Hann leit út eins og maður,
sem hafði gert skyldu sina.
Stein tók sér stöðu við glugg-
ann og krosslagði handleggina.
i „Jæja þá...,“ sagði hann.
Hann sneri sér við. „Veit nokkur,
hvar ungfrú Hartley heldur sig
þessa stundina?"
Shapiro fór út og kom að
vörmu spori aftur. „Smith
hringdi og sagði, að hún væri i
húsi frænda síns í Stamford.
Ætlarðu að aka þangað strax?“
Stein leit á klukkuna. „Það
tekur þvi ekki i kvöld," sagði
hann. „Við vitum núna, hvar við
getum náð tali af henni.“
—v—
Loren Hartley og Peter Say-
erss voru einmitt að borða
morgunverð úti á svölum, þegar
Charles, kjallarameistari, kom
út til þeirra.
„Símtal," sagði hann við
Loren. „Það er frá lögreglunni.
Þá langar að koma hingað að
tala við yður og spyrja, hvort
það sé í lagi.“
Peter reis á fætur. „Ég skal
tala við þá.“ Hann gekk inn í
forstofuna.
„Þetta verða erfiðir dagar,-'
sagði Charles, andvarpaði og
byrjaði svo að bera fram af borð-
inu. „Mér þykir þetta afar leitt
yðar vegna, ungfrú Hartley..
Peter kom til baka. Hann beið,
þar til Charles var farinn, siðan
settist hann.
„Þeir koma hingað,“ sagði
hann. „Lögreglumaður og full-
trúi af skrifstofu hins opinbera
ákæranda."
Þau horfðust í augu þegjandi.
Svo leit Loren undan.
Taugaóstyrk fitlaði hún við
serviettuna sína.
„Þá er komið að þvi,“ sagði
hún.
Þegar Peter svaraði engu,
bætti hún við eftir svolitla þögn:
„Nú spyrja þeir mig víst að
öllu því, sem máli skiptir."
Peter einbeitti athyglinni að
dúfu, sem flögraði kringum
reykháfinn.
„Það er ekki óliklegt," sagði
hann. „Peter..Loren beið,
þangað til hann hafði snúið höfð-
inu að henni. „Um daginn ráð-
lagðirðu mér að segja lögregl-
unni ekki allt... Hvaða ráð gef-
urðu mér nú?“
„Nú?“ Peter bretti upp skyrtu-
ermarnar sínar. „Ég held, að nú
verðir þú að segja þeim allt.
Nú vei’ðurðu að segja þeim upp
alla söguna."
Hann hafði talað eins og lög-
fræðingur. Efnisfastur, rólegur
ópersónulegur.
Framh. á bls. 26.
HEILDVERZIUNIK
Sími
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-17 2
FÁLKINN
13
L