Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 17
i' hægt væri að nota fyrir alls ) konar sýningar, fyrirlestra, tón- leika o. s. frv. Auðvitað í smá- um stíl, en þarna er þó mögu- leiki til að víkka dálítið svið bókasafnsins sem er starfrækt í því augnamiði að efla menn- ingartengsl milli fslands og Bandaríkjanna. Ég vildi gjarn- an geta boðið ungum íslenzkum listamönnum að sýna þar verk sín, og sömuleiðis hefði ég ánægju af að kynna banda- ríska list á sama hátt.“ .o HVER er aðaltilgangur Upp- lýsingaþjónustunnar?“ „Að kynna sjónarmið Banda- ríkjanna erlendis, dreifa upp- . lýsingum um stefnu þeirra i alþjóðamálum og hvetja til skilnings á þeim. Þetta er á engan hátt andstætt hagsmun- um hvers lands, enda störfum við alls staðar með fullu sam- þykki ríkisstjórnar og almenn- ings. Það er eins með þjóðir og einstaklinga, að til að vinna vináttu annarra þurfa gagn- kvæm kynni fyrst að eiga sér stað. Við leitumst við að kynna bandarískt þjóðlíf, bandaríska list og bókmenntir, tækni, vís- indi, sögu og menningarmál, engu síður en við reynum að útskýra stefnu Bandaríkj- anna í innan- og utanríkismál- um.“ „Hvað vinnið þið mörg hér á íslandi?“ „Fimmtán, þar af tólf íslend- ingar. Við gefum út bæklinga bæði á íslenzku og ensku um ýmis bandarísk málefni, sýn- um kvikmyndir og starfrækj- um bókasafnið þar sem hægt er að fá bækur, blöð og tímarit um margvísleg efni, hljómplöt- ur og segulbönd með banda- rískri tónlist og nótur. í fyrra kom Pittsburgh sinfóníuhljóm- sveitin hingað á vegum Upp- lýsingaþjónustunnar, og við höfum gengizt fyrir stúdenta- skiptum milli landanna. Hér eru bandarískir stúdentar að lesa norrænu við Háskólann, og dr. Paul Taylor kennir þar bandaríska bókmennta- sögu. Auk þess koma öðru hverju hingað fyrirlesarar á okkar vegum og flytja erindi um bandarísk og alþjóðleg mál- efni. Þá eru útbýtingar styrkja til náms og ferðalaga um Ame- ríku liður í starfsemi okkar. í nefndinni sem ráðstafar Ful bright styrkjunum eru fimn: íslendingar og fimm Banda- ríkjamenn, og það vill svo til, að ég er formaður hennar í ár." í LÍTIÐ þér, að starfsemi Upplýsingaþjónustunnar hafi borið tilætlaðan árangur og haft mikil áhrif um heim- inn?“ „Ég lít svo á, að árangur hennar sé jákvæður eins og allar tilraunir til að efla sam- starf og skilning milli hinna mörgu og ólíku þjóða sem þennan hnött byggja.“ ★ ★ AÐAL ATRIÐI • DÚS BLÆKLÖR GERIR GULNAÐ OG GRANAÐ TAU HVÍTT. • DOS BLÆKLÖR EYÐIR BLETTUM ÚR HVlTU TAUI. • DÚS BLÆKLÖR SÖTTHREINSAR. • DÚS BLÆKLÖR EYÐIR LYKT. SÁPUCERÐIM FRIGQ * TALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.