Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Síða 24

Fálkinn - 17.05.1965, Síða 24
Hugsanlegt var þó, að þau hefðu hleypt einhverjum inn og út um gluggann hjá sér. Steinar hefði ekki getað fjar- lægt myndina frá húsinu upp á eigin spýtur, en hann hefði ef til vill getað leynt manni í her- bergi sínu, sem svo hefði farið út um glugga Randvés, eftir að hann var farinn niður. Rand- vér hefði líka getað stolið mál- verkinu, en að vísu ekki einn fremur en hinir. — Hvernig hefði hann átt að komast gegnum herbergið, sem Steinar svaf í? spurði ég. — Taktu eftir vitnisburði Steinars, sagði prófessorinn. — Þegar hann kom upp var Rand- ver að ganga um gólf, og Stein- ar kallar, hvort ekki sé allt í lagi, Randvér svarar því ját- andi. Þarna er athyglisvert, að vitnið gerir meira en skýra frá staðreyndum, það dregur líka ályktanir. Steinar heyrir, að það er gengið um gólf og segir að Randvér hafi gengið um gólf. Það getur hann í rauninni alls ekki fullyrt. Svo er honum svarað játandi, þegar hann kallar, hvort ekki sé allt í lagi. Svo vitnisburður hans hljóðar þannig: Randvér svaraði ját- andi. Það er alls ekki hægt að staðhæfa út af einu jái, hver eigi röddina. Páll og Halldór gætu að sjálfsögðu líka hafa valdið þjófnaðinum, en til þess þyrftu þeir náttúrlega að vera samsekir. Það er í rauninni alls ekki líklegt, að jafn ólíkir menn og þeir færu að bræða Einangrunargfer Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið timanlega. KORIilOJAIM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 sig saman um glæp, en sá möguleiki var sem sagt líka fyrir hendi. — Þegar svo búið er að gera sér grein fyrir öllum leiðum, er næst að athuga í hvaða átt staðreyndirnar benda. Ef við byrjum nú fyrst á myndramm- anum sjálfum. Þar er illa að verki verið, því myndin er illa skorin úr og bútar skildir eftir. Þrennar orsakir gætu legið þvi til grundvallar: að þjófurinn væri að flýta sér, væri tauga- óstyrkur, eða hreinlega skjálf- hentur, sem er lang-líklegast, þar sem svo taugaóstyrkur maður gæti varla átt þátt í svona glæp, og tíminn var næg- ur. Það leiðir strax hugann að Randvé, sem þjáist af riðu. Það gæti þó verið, að þefta væri villíspor en þó var það ólíklegt. Séu nú staðreyndirnar skoðaðar í því ljósi, að Rand- vér hefði framið glæpinn kem- ur allt heim. Hins vegar styrkir mjög fátt grunsemdir um hina. Það var einnig augljóst, að Randvér laug, þegar hann sagði, að hann hefði vaknað við hringinguna. Páll og Hall- dór heyrðu hana hvorugur, en þeir hefðu þó miklu fremur átt að gera það. Páll, sem var vakandi, hélt þó að vísu, að hann hefði heyrt einhvern daufan són, en ekki setti hann það neitt í samband við hring- ingu. í annan stað eykur það enn grunsemdirnar, að hann var farinn að klæða sig ogkom- inn í buxur og jakka, þegar Halldór kom að vekja hann. Enda hefur hann þá verið að fara úr en alls ekki að klæða sig. Hann hefur hins vegar neyðzt til þess að ljúga þessu, þar sem hann var ekki kominn lengra. Svo er það myrkra- kcmpan. Þangað hefur einhver komið inn frá þeim tíma að Randvér og Steinar fóru þaðan út um kvöldið og þangað til lögreglan kom. Honum hefur þá orðið sú skissa á að kveikja Ijósið og eyðileggja myndirnar. Það eru raunar alvarleg mistök hjá þjófnum að skilja eftirvitn- isburð um komu sína þangað, þar sem það hafði enginn bæði ástæðu og tækifæri til þess að fela sig þar, nema Randvér, — Eg skal nú segja þér hvernig ég ímynda mér, að þjófnaðurinn hafi verið fram- kvæmdur. Kl. 10 fara allir upp að hátta nema Steinar og Rand- vér. Kl. 12 hringir svo síminn, og Steinar fer og svarar. Bæði símtölin eru að sjálfsögðu liðir í glæpnum. Hið fyrra til þess að Steinar sæi ekki, þegar Randvér fór upp, og hið síðara til þess að lokka Steinar út úr herberginu. Nú, Randvér læð- ist sem sagt upp í myrkrakomp- ur.a, meðan Steinar svarar í símann í fyrra sinnið. Kl. 2 fer Steinar að sofa og heyrir, að einhver er á gangi í herbergi Iíandvés, og heldur auðvitað, að það sé hann sjálfur. Það er reyndar eitt af því, sem er bezt hugsað í sambandi við þjófnað- inn, að láta Steinar sjálfan út- vega Randvé fjarverusönnun. Um leið gefst svo Randvé tæki- færi til þess að leika lausum hala. En það er sem sagt að- stoðarmaður Randvés, sem svarar Steinari, og hefur hann komið inn um gluggann, sem Randvér hefur þá skilið eftir ókræktan. Skömmu eftir að Steinar er háttaður fer Rand- vér upp í herbergi sitt með mál- verkið, afhendir aðstoðarmanni sinum það, sem hverfur með það út í myrkrið. Nettur glæp- ur, sem hefði í rauninni aldrei verið hægt að sanna á Randvé, ef hann hefði verið varkárari eftir á. — Menn þyrftu nú hreinlega að hugsa eins og glæpamenn til þess að finná lausn á svona máli, sagði ég. — Ekki endilega, sagði pró- fessorinn. — Húgmyndaflug, vinur minn. Hugmyndaflug. Ljónharður Ólafsson. • Paradís á jörðu Framh. af bls. 10. unnar af tse-tse flugunni sem berst með nautgripum og veld- ur svefnsýki. Eftir matinn, kl. 7.15, fara krakkarnir í skóla, og þá sneri ég mér að bústjórn- inni og sagði fyrir verkum — með mjúkri hendi. Eftir það fór ég í bæinn að kaupa inn, og í leiðinni staldraði ég oft við hjá einhverri kunningja- konunni ef Þorsteinn var ekki heima. Kl. 11.15 komu stelp- urnar heim úr skólanum, og oftast fórum við í sundlaugina fyrir mat, síðan borðuðum við létta máltíð, súpu, salöt, ýmiss konar grænmeti og ávexti. Eftir það lögðum við okkur hálftíma til klukkutíma, en klukkan tvö byrjaði skólinn aftur hjá stelpunum og var til fimm. Þá fór ég út ef ég þurfti að skreppa eitthvað, það voru eilífar tedrykkjur hjá kunningj- unum. Versti gallinn á þessu lífi var allt aðgerðaleysið, það átti ekki við mig, og það var of algeng. sjón að sjá fólk Húsmæður! 1001 eldhúsrúllan er framleidd sérstak- lega fyrir notkun i eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur við dagleg störf. RÚLLAN grotna niður af því að hafa ekkert stefnumark og fara al- gerlega í hundana. Það er indælt að hafa vissan frítíma, en of mikið af því góða að hafa engan hlut vísan á pró- gramminu. Þegar mér fannst orðið nóg um, nældi ég rr.ér ! í saumavél og fór að keppast við að búa til föt á börnin og sjálfa mig.“ LangaSi ekki í lirfur og slöngur „Hvernig féll þér mataræð- ' ið?“ „Mér finnst afrískur matur mjög ljúffengur, þótt ég legði , aldrei út í fiðrildalirfur og ( annað þess háttar. Óneitanlega voru þær hinar skrautlegustu, glitrandi bleikar, fjólubláar og grænar, en ég lét mér nægja að horfa á þær. Slöngur borð- aði ég ekki heldur, slöngusúpu smakkaði ég reyndar einu sinni, og hún minnti mest á skjaldbökusúpu. Þjónarnir mín- ir kunnu allt til alls í matar- tilbúningi, og ég lærði mikið af þeim. f garðinum var manioc-tré og blöðin af því hökkuðum við og notuðum í salöt, en ræturnar möluðum > 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.