Fálkinn - 17.05.1965, Blaðsíða 25
VERÐLAUIMAGETRAUNIN
TILHÖGUN VERÐLAUNA-
GETRAUNARINNAR
★ Verðlaunagetraun Fálkans, sem
hófst í síðasta blaði og lýkur
mánudaginn 28. júní er í senn
stórglæsileg og spennandi.
★ f hverju blaði verður birt mynd
af íslenzkum leikara í hlutverki
og eiga lesendur að ráða af mynd-
inni hvaða leikrit er um að ræða.
Til að gera getraunina auðveld-
ari, eru talin upp þrjú leikrit og
er eitt af þeim hið rétta svar.
★ Dregnir verða út þrír glæsilegir
vinningar.
1. vinningur: 15 daga ferð til Costa
Brava á Spáni fyrir tvo á vegum
Ferðaskrifstofunnar Sögu.. Flogið
til Kaupmannahafnar og heim
aftur með Flugfélagi íslands. Ferð-
in stendur frá 6.—20. september.
Fæði og hótelherbergi er að sjálf-
sögðu innifalið.
2. vinningur: Ferð fyrir einn með
GuIIfossi til Kaupmannahafnar og
heim aftur með viðkomu í Leith.
Farið héðan 18. september og
komið til Reykjavíkur 30 septem-
ber. Fæði og þjónusta innifalið.
3. vinningur: Flugferð fyrir einn til
London og heim aftur með Flug-
félagi íslands á tímabilinu októ-
ber—nóvember í haust.
f
Þetta er söguleg mynd er sýnir áhöfn og farþega „Péturs
gamla“ leggja að landi í Nauthólsvík eftir fyrsta farþegaflugið
frá Kaupmannahöfn.
FYRSTA MILLILANDAFLUG Fl
í haust eru liðin tuttugu ár
frá því að reglulegt milli-
landaflug hófst hjá Flugfélagi
íslands. í september 1945
flaug Catalínaflugbáturinn TF
— ISP (kallaður „Pétur
gamli“) frá Kaupmannahöfn
og lenti í Nauthólsvík eftir
Áhöfnin í fyrstu ferðinni; tal-
ið frá vinstri: Jóhann Gísla-
son (núverandi yfirmaður
flugrekstursdeildar), Magnús
Guðmundsson, aðstoðarflug-
maður (sitjandi), Sigurjón
Ingólfsson vélamaður og Jó-
hannes Snorrason.
velheppnaða ferð (sjá mynd).
Þetta ár var farin ein ferð
til viðbótar.
Næsta sumar voru teknar á
leigu Liberator flugvélar hjá
Scottish Airlines og flugu þær
á milli fram til ársins 1948
að Gullfoss gamli hóf reglu-
bundið áætlunarflug milli
Reykjavíkur og Norðurlanda.
Árið 1956 keypti Flugfélag
íslands Skymasterflugvélarn-
ar Sólfaxa og Gullfaxa og
árið eftir Viscount.
Árið 1945 var tala farþega
í millilandaflugi aðeins 56.
En mjór er mikils vísir — við
sjáum bezt hina öru þróun
með því að stikla á nokkrum
ártölum:
Ár. Fjöldi farþega.
1946: 2477
1949: 5023
1956: 15.170
1958: 24.355
1962: 35.000
MYND 2
Myndin er af Ingu Þórðardóttur leikkonu, þar
sem hún fer með hlutverk í leikritinu:
1. Fjalla Eyvindi?
2. Járnhausnum?
3. Skálholti?
Rétt svar:
Þegar verðlaunagetrauninni lýkur 28. júní eiga þátttak-
endur að klippa út allar myndirnar og senda þær ásamt
svörum til ritstjórnar Fálkans, pósthólf 1411. Annað
Enn sem fyrr fara flestir
farþegar héðan til Kaup-
Framh. á bls. 42.