Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Side 29

Fálkinn - 17.05.1965, Side 29
J fóstra sínum. Loks minntist Allworthy á ungfrú Soffíu; f kvaðst fara þess á leit við Tom Jones, að hann biði þess róleg- ur að hún tæki þá ákvörðun, sem þeir mundu báðir helzt og eina kjósa; hún væri þegar búin að þjást mikið og þyrfti tíma til að átta sig á hlutunum; „en því bið ég þig þessa, frændi,“ sagði herra Allworthy, „að mér er ekki grunlaust um að íaðir f. hennar kunni að beita hana svip- . uðum þjösnaskap í því sam- bandi, og hann hefur beitt hana í' áður, í þvi skyni að fá hana til að játast þeim manni, er hann þá vildi.“ Tom Jones svaraði eftir andar- taks þögn, að því skyldi hann heita og það heit halda. Hann hafði syndgað svo oft og alvar- lega gagnvart henni, að hann mundi ekki vitandi valda henni meiri sorg og vonbrigðum. 1 þessum svifum kom þjónn upp stigann og tilkynnti þeim frændum að Western landeig- andi væri kominn og vildi hafa tal af herra Jones. Tom bað þá herra Allworthy að fara og tefja för hans um stund, því að hann þyrfti að þurrka tárin úr aug- um sér, áður en hann gæti látið hann sjá sig. Varð herra AU- worthy fúslega við þeirri bón, en var naumast horfinn út úr herberginu, þegar frú Miller kom inn og kvaðst verða að ræða áríðandi mál við Tom Jones. Skýrði hún honum frá þvi, að hún hefði farið á fund ungfrú Soffíu, ásamt þeim unga heims- manni, Nightingale, og hefðu þau skýrt henni frá því hvernig á stæði bréfi því, er Tom Jones sendi lafði Bellaston á sínum tima og ungfrúnni væri kunnugt um — að það hefði einungis ver- ið brella þeirra, Tom Jones og Nightingales, svo að hún hætti að elta þann fyrrnefnda á rönd- um. Hefði Nightingale unnið að því eið, og áleit hin góða kona, frú Miller, að þetta mundi mjög hafa bætt fyrir Tom hjá ungfrú Soffíu, og vist væri um það, að hún ynni honum enn. En nú heyrðist til þeirra ná- granna i stiganum og frú Miller hraðaði sér á brott. Urðu fagn- aðarfundir með þeim, Tom Jones og Western landeiganda, og bauð Western þeim frændum að koma heim með sér og snæða siðdegisverð og þáðu þeir það. Tom Jones kvaðst þó ekki vilja fara fyrr en hann hefði hitt Blifil unga, en herra Allworthy bað hann ekki nefna nafn þess arma skálks í sín eyru. Kostaði það Tom Jones nokkurt erfiði að fá talið fóstra sinn á að þeir mættu finnast, en loks lét þó herra Allworthy tilleiðast og kvað göfuglyndi frænda síns mikið, er hann talaði máli þessa hálfbróður síns, slíkt mein sem hann hefði af honum haft. Þegar sent var eftir Blifil unga, virtist hann fyrst á báðum áttum, en sá sér þó þann kost vænstan að fara til fundar við Tom Jones og biðja hann fyrirgefningar. Undruðust allir eðallyndi Tom Jones, er hann reisti hálfbróður sinn á fætur, faðmaði hann að sér og kvað enga ósætti þeirra á milli, lézt sjálfur ekki þurfa síður fyrirgefningar að biðja. FERTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI. Og loks koma sögulok Þeir herra Allworthy og Tom Jones héldu síðan heim til Western landeiganda, sem lék á aisoddi, rifjaði upp gamlar minn- ingar og kvaðst alltaf hafa spáð því, að Tom Jones mundi mann- kostamikill reynast, þegar hann hefði náð að hlaupa af sér horn- in. Það var auðséð á ungfrú Soffíu, að henni varð mikið um, er hún leit Tom Jones, en stillti sig eftir megni. Tom Jones hafði klæðst í Sín beztu föt, og svo glæsilegur var hann og hæverskur, að enginn kona mundi hafa staðizt hann. Og sjálf var ungfrú Soffía svo fögur, að jafnvel herra All- worthy gat ekki stillt sig um að hvísla því að Western, . föður hennar, að það væri hann viss um, að ekki fyrirfinndist önnur stúlka jafn glæsileg henni undir sólunni. Bæði voru þau hljóð á meðan setið var að snæðingi og vöruð- ust sýnilega að líta hvort á ann- að. Nokkru eftir að máltíðinni var lokið bað Western landeig- andi herra Allworthy að koma og ræða við sig viðskiptamál, og herra Allworthy, sem skyldi hvað nágranni hans var að fara, hélt á brott með honum úr stofunni, svo að þau urðu þar ein eftir ungfrú Soffía og Tom Jones. Langa hríð sátu þau þegjandi; Tom Jones gerði eina eða tvær tilraunir til að segja eitthvað, en vafðist tunga um tönn og þagnaði við. Loks var það ung- frú Soffía, sem gerðist til að rjúfa þögnina, sem annaðhvort var orðin henni óbærileg, eða þá að hún vorkenndi Tom Jones vandræði hans. Hóf hún máls á því, að merkilegt mætti það heita, hvernig allt hefði snúizt fyrir honum til gæfu í einni svipan, og mætti hann sannar- lega vera forsjóninni þakklátur fyrir það. Svaraði hann því til, að satt væri það að visu, að vel hefði forsjónin við sig gert þessa dagana; hefði raunar gjarna mátt gera vel við sig fyrr, en ekki bæri um það að sakast og skorti nú einungis eitt á, að hamingja sín væri svo fullkomin, að hann hefði einskis að óska frekara og mundi ungfrúin fara nærri um hvað það væri. Ungfrú Soffía firrtist ekki við þau orð hans, siður en svo, og ekki greip hún heldur til neinna ólíkindaláta, að hún þættist ekki skilja hvað hann væri að fara. Hún svaraði honum einfaldlega því til, að hann gæti sjálfum sér um kennt, er sú hamingja félli honum ekki einnig í skaut, og þyrfti hún varia að rekja nánara við hvað hún ætti. Féll þá Tom Jones á bæði kné fyrir henni og grátbað hana um að fyrirgefa sér allt það, sem hann hefði af sér brotið við hana og lýsti yfir þvi, hjartnæmum orðum, að hann hefði alla tíð borið einlæga ást til hennar og þó hefði sú ást sin aldrei verið heitari eða hreinni en einmitt nú. „Ég er að vísu ekki í neinum vafa um það,“ svaraði ungfrúih, „að ásetningur þinn er hreinn og göfugur þessa stundina — en hvernig má ég treysta því, eftir allt það, sem á undan er gengið, að þú standir stöðugur í þeim ásetningi, þegar frá líður?“ „Ég get sannað þér það,“ mælti Tom Jones og reis á fætur. „Ég á mér nefnilega þann verndar- engil, sem vakir yfir mér dag og nætur, að ég falli ekki i freistni og mig megi ekkert illt saka. Og það sem meira er — þennan fagra og göfuga vernd- arengil get ég sýnt þér, að þú trúir orðum mínurn." Að svo mæltu tók hann undir hönd ► HEiLDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 2 4120 FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.