Fálkinn - 17.05.1965, Síða 30
r
CONSUL UOBM IW
bílaleiga
magnnsar
skiplaolti 21
siaaiar: 21190-21185
Haukut (juttnundAAcK
HEIMASÍMI 21037
henni og leiddi hana að stórum
spegli við stofuvegg. „Virtu fyr-
ir þér þennan verndarengil,
elsku Soffia mín, og segðu mér
svo hvort að sá maður, sem
hann vakir yfir, megi ekki vera
öruggur, jafnvel þó að hann sé
breyzkur og hafi orðið margt
það á áður, sem hann iðrast nú
sárlega."
Það er litil hæverska að segja
orðrétt og nákvæmlega frá öllu
því, sem gerðist með tveim elsk-
endum, þegar þannig stendur á.
Er og nóg að taka það fram,
að þeim endurfundum lauk
þannig,, að Tom Jones tók ung-
frú Soffíu í faðm sér og kyssti
hana og að hún veitti honum
ekki neina mótspyrnu — og að
Western landeigandi, sem staðið
hafði fyrir utan dyrnar og haft
einhver ráð til að fylgjast með
því, sem þeim tveim fór á milli,
ruddist inn þegar honum þótti
sáttakossinn orðinn hæfilega
langur og lét nú ekki sitt eftir
liggja. „Þetta líkar mér, sonur
sæll,“ hróþaði hann, „hafðu hana
ng gættu hennar. Feginn er ég ..
það er engum einum manni ætl-
andi að eiga dóttur og gæta
hennar...“
„Fyrst faðir minn er þess
sinnis,“ sagði ungfrú Soffia,
„býð ég þér hönd mína, Tom
Jones..."
Og þegar Tom Jones tók i
hönd henni og kyssti hana, brá
Western landeigandi á dans um
stofuna. „Hvar fjandinn hefur
orðið af herra Allworthy," hróp-
aði hann. „Hvað er hann að
dunda, þegar honum ber að vera
þar, sem svo mikilvægir hlutir
eru að gerast?"
Að svo mæltu var hann stokk-
inn á dyr, en kom að vörmu
spori aftur og var herra All-
worthy þá í fylgd með honum.
„Brúðkaupið strax á morgun,"
hrópaði Western landeigandi,
„við komum okkur saman um
það í stiganum, gömlu nágrann-
arnir, að ekki væri eftir neinu
að bíða...“
Herra Allworthy fór að vanda
hægara í sakirnar. Hann hóf
máls á því, að hann gæfi þeim
fúslega blessun sína, og spurði
þau síðan hvort að þeim væri
nokkuð að vanbúnaði, þó að
f '^sturinn til brúðkaupsins yrði
í skemmra lagi, samkvæmt ósk
sins góða og gamla nágranna.
Það var ungfrú Soffía, sem
varð fyrir svörunum. „Því hef
ég heitið," sagði hún og færðist
roði í vanga hennar, „að hlýða
föður mínum i einu og öllu, og
að þessu sinni er mér það einkar
ljúft að gera vilja hans.“
Þá brá Western landeigandi
enn á dans um stofuna. „Það
þori ég að veðja um tíu sterl-
ingspundum, að ég hef eignazt
dótturson að níu mánuðum liðn-
um frá þessum degi að telja...“
ENDIR.
Kvikmyndin verður sýnd
í Tónabió í haust.
• Stúlkan í gulu
kápunni
Framh. af bls. 27.
á arminn á stólnum, sem Loren
sat í. „Sá einhver Loren í Bryant
Park á þessum umrædda tíma?“
„Já.“ Stein, sem hafði starað
út í bláinn, leit nú á Peter. „Við
höfum vitni, sem fullyrðir, að
ungfrú Hartley hafi sézt í Bry-
ant Park ...“
Feiti maðurinn með klumbru-
nefið, hugsaði Loren...
„Og hvað fleira?“ spurði
Peter.
„Samkvæmt því á ungfrú Hart-
ley að hafa setið á bekk í
skemmtigarðinum og beðið til
rúmlega hálfþrjú. Og um 20
minútum fyrir 3 fór hún þaðan
og gekk inn í skrifstofu frænda
sins.“ Hann sneri sér að Loren:
„Er þetta rétt, ungfrú Hartley?"
Loren fann, að Peter lagði
höndina létt á öxl hennar.
„Ungfrú Hartley þarf ekki að
svara þessari spurningu í bili,“
sagði Peter við Stein. Rödd hans
var ofurlítið hás.
„Nei, þess þarf hún ekki.
Stein lögreglumaður, krosslagði
fæturna. „Jafnvel þótt við vær-
um ekki utan lögsagnarumdæmis
okkar, þyrfti ungfrú Hartley
ekki að svara einni einustu
spurningu."
„En ég vil svara!"
Loren var orðin dauðþreytt á
að hlusta á hártoganir lögfræð-
inganna.
„Nú ætla ég að segja ykkur,
hvað gerðist i raun og veru. Mér
er nákvæmlega sama, hvort það
gerist í ykkar lögsagnarumdæmi
eða ekki og hvort það verður
mér til ógagns: Ég vil bara fá
að segja sannleikann!"
í þriðja sinn skýrði Loren frá
því, sem fyrir hana hafði borið
á föstudeginum. Fyrst frá því,
hvernig hún hitti Alice Jackson,
og síðan frá lasleika sínum.
„Þegar ég vaknaði, sat ég á
bekk í Bryant Park. Ég hef ekki
hugmynd um, hvernig ég komst
þangað. Á bekknum andspænis
mér sat maður. Hann var á að
gizka sextugur, og sköllóttur
með framstæða höku.“
„Hvenær vöknuðuð þér
þarna?“
„20 minútur yfir 5.“
„Og þá sat maðurinn, sem þér
voruð að lýsa, beint á móti
yður?"
„Já.“
Nú sagði Loren frá heimsókn
Roberts Campbell og ferð þeirra
í húsið, þar sem Alice Jackson
bjó.
„Ég geri mér fyllilega Ijóst,
að þetta hljómar ósennilega,"
bætti hún við. „En ég sá ekki
betur en maðurinn í skemmti-
garðinum og húsvörðurinn væru
einn og sami maðurinn ..."
„Ein spurning enn,“ tók Peter
til máls. „Maðurinn, sem bar, að
ungfrú Hartley hefði verið í Bry-
ant Park — samsvarar hann lýs-
ingunni, sem hún gefur?"
Stein virtist alls ekki hafa
heyrt spurninguna.
„Gerið svo vel að halda áfram,
ungfrú Hartley," sagði hann.
Loren skýrði frá símtali sínu
við Bertu Mason.
Meðan Simmons skrifaði hjá
sér nafnið, sagði Loren Stein,
hvernig hún hafði hitt hr. Cantr-
ell í klúbbnum og að þau Peter
Sayers hefðu undir eins ekið af
stað á skrifstofu frænda hennar.
„Ungfrú Hartley!" Stein
beygði sig fram. „Töluðuð þér
við hr. Cantrell í símann á föstu-
daginn? Sögðuð þér honum, að
frændi yðar þyrfti að fara á
fund?“
„Nei!"
„Þér vissuð sem sé ekkert um
þennan fund? En var yður kann-
ski kunnugt um, að frændi yðar
ætlaði að spila golf við hr.
Cantrell þennan dag?“
„Ég vissi, að hann ætlaði að
spila golf. Það sagði hann mér,
áður en ég fór heim af skrif-
stofunni. Og venjulega fóru þeir
saman, hann og hr. Cantrell. En
hvort jjað stóð til á föstudaginn
— það get ég ekki sagt um."
Stein kveikti sér I sígarettu.
Hann notaði til þess eldspýtu,
sem hann brenndi næstum upp
til agna. Svo blés hann á hana
og srieri henni hægt milli fingr-
anna.
. „Var yður falið að sjá um að
fá aftur erfðaskrá hr. Hartleys
frá lögfræðingi hans?" .spurði
hann. „Frumritið, á ég við. Töl-
uðuð þér við einkaritara lög-
mannsins í þeim erindagerðum?"
„Nei. Frændi bað mig aldréí
um það!“
Stein lagði útbrunna eldspýt-
una varlega í öskubakkann óg
stóð á fætur.
„Ég held, að við þurfum ekki
að spyrja yður fleiri spurninga
í bili."
Stein og Simmons kvöddú,
gengu niður garðtröppurnar,
settust inn í bílinn og óku burt.
Loren og Peter horfðu á eftir
þeim.
Þau stóðu hlið við hlið. Loren
lagði höndina í hans.
„Stóð ég mig sæmilega?"
spurði hún.
„Ég held þú hafir alveg ruglað
Stein í riminu," svaraði Peter.
„Og þarf ekki lítið til.“
„Ekki fannst mér það,“ sagði
hún. „Þetta virtist ekki skipta
hann neinu. Rétt eins og þetta
væri svo sem ekkert...“
„Morð er heldur ekkert sér-
stakt fyrir lögregluna. Þeir hafa
ENDURNÝ JUM
SÆNGUR OG KODDA
FLJÓT AFGREIÐSLA
HÖFUM EINNIG
EINKASÖLU
A REST-BEST
KODDUM
Póstsendum
um land aílt.
DÚN-
0G FIÐUR-
HREINSUNIN
VATNSSTÍG 3
(örfá skref
frá Laugavegi)
Sími 18740.
FALKINN