Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Síða 33

Fálkinn - 17.05.1965, Síða 33
o'S...*»MtkSfc -Þessir bændur ættu að skammast sín, þeir hafa ekki hirt flöskuna sem ég henti héma í fyrra.... hana undir eins og tala við hana! „Hvers vegna? En út aí föstu- deginum, þegar þú komst heim með mér... Við sátum þarna saman í ró og næði — og þá sofnaðir þú ailt í einu! Þú hiýtur að hafa verið eitthvað slöpp. Var það ekki?“ Aliee Jackson ... Loksins hafði hún fundið þessa Aiice Jackson. Nú var um að gera að draga simtalið sem mest á langinn og koma því svo fyrir, að hún gæti hitt Aiice Jackson! Því að allt hafði þetta byrjað, þegar hún hitti Alice ... „Jú, það er rétt,“ sagði Loren, „ég var víst eitthvað slöpp, og svo bættist þessi hitasvækja ofan á...“ Hún reyndi að hlæja, en það hljómaði óeðlilega. Hún flýtti sér að bæta við: „Mér finnst hræðilega leiðinlegt að hafa eyðilagt fyrir þér há- degisverðinn, Alice ... hvað svaf ég eiginlega lengi?“ „Það er nú einmitt það, sem ég hafði áhyggjurnar af!" Rödd Alicear var full samúðar. „Þú svafst meira en hálfan annan tíma! Ég reyndi að vekja þig — án árangurs." „Mér þykir það leitt...“ Loren hallaði sér upp að veggnum. Hún var búin að fá dynjandi hjart- slátt „Og hvað svo?" „Ja, það er það sem ég skil ekki...“ „Hvað áttu við?“ „Þegar ég gat ekki með nokkru móti vakið þig, hljóp ég niður í lyfjabúðina. Mér datt í hug, að þeir hefðu eitthvað, sem gæti komið lífi í þig.“ „Og svo?“ Alice Jackson svaraði ekki. Suðið á línunni virtist aukast stöðugt. „Og svo? Alice, ertu ennþá þarna?" „Þegar ég... Já, þegar ég kom til baka, það var rétt fyrir klukkan 3 — “ „Hvað þá?“ „Þá varstu ekki lengur i ibúð- inni minni... Já! þegar ég kom til baka, varstu öll á bak og burt..." Þetta er brjálæði, hugsaði Loren. Ég held þetta ekkl lengur út... „Alice," sagði Loren, „hvar ertu núna?" ,,Á veitingastað við Park Avenue — númer 445." „Gætirðu ekki tekið þér bil og komið hingað til Stamford?" „Nei, því miður! Ég er að bíða eftir manni hérna." Ég má ekki missa af henni, hugsaði Loren æst. Ég verð að hitta hana! Ég verð að tala við hana! „Verst að Stamford er svo langt í burtu," sagði Alice. „Ef þú hefðir verið í ibúðinni þinni — þá hefði ég kannski getað litið inn hjá þér eftir kvöldmat- inn. En — “ Loren tók símatólið i hina höndina. Hana hitaði í andlitið. „En Alice, hvernig væri, að ég æfki strax af stað — og svo hittumst við. heima hjá mér, eftir svona einn og hálfan tíma? Væri það í lagi?" „Já, ætli það ekki. Við sjáumst þá á eftir heima hjá þér.“ Rödd hennar varð aftur flauelsmjúk: ,,En þér er alveg batnað, Loren, er það ekki? Það er allt í lagi með þig núna? Hvers vegna fórstu eiginlega svona snöggléga burtu um daginn?" „Ég segi þér bað, þegar við hittumst," sagði Loren og lagði á. Nú komst aðeins ein hugsun að hjá henni: Að komast eins fljótt og hægt væri heim í íbúð- ina við 10. stræti og tala við Alice Jackson! „Charles!" Hún fann kiallara meistarann í garðinum. Hann var einmitt að slá grasflötina. Þegar Loren nálgaðist, slökkti hann á vélinni. „Ef hr. Sayers hringir eða kemur, þá segið hon- um, að ég sé farin heim. Það væri gott ef hann hringdi til min eða...“ Eða ætti ég að biðja Peter að koma til mín? hugsaði hún. Mig langar ekki að vera ein með þessari Alice Jackson svo mikið sem eina mínútu ... „Nokkuð fleira?" spurði Charl- es og ýtti stráhattinum aftur á hnakka. „Nei,“ sagði hún. „Ekkert annað." Ég verð að reyna að komast til botns í þessu ein, ákvað hún og gekk út að bílnum sínum. Hún settist við stýrið, kom bílnum í gang og ók af stað. Mölin þeyttist undan hjólun- um, um leið og hann þaut burtu. Skrifstofur Intercontinental Lead voru á 12. hæð í skýja- kljúfi einum i verzlunarhverfi New York-borgar. Eftir að Peter Sayers hafði beygt af Broadway inn í Wall Street og numið staðar þar, sá hann, að þar hafði ekki verið lagt einum einasta bíl. Hann undraðist það dálítið. Sennilega hafa Snyder og Perk- ins komið í leigubíl, hugsaði hann. En það var heldur ótrúlegt. Perkins að minnsta kosti — og hann þekikti hann nógu vel til að vita það — kom aldrei án einkabilstjóra. Peter gekk inn í forsal háhýs- isins og litaðist um. Einkennisklæddur maður sat í húsvarðarklefanum. Hann virti Peter undrandi fyrir sér. Þegar Peter gekk að lyftunni, kom maðurinn út úr klefanum á eftir honum. „Á 12. hæð,“ sagði Peter. Þeir héldu upp. Á leiðinni íann Peter, að mað- urinn horfði rannsakandi á hann. „Gerið þér svo vel, herra rninn." Maðurinn opnaði lyftu- dyrnar. „12. hæð!“ Peter steig út. Beint á móti lyftunni voru skrifstofur Intercontinental Lead. Þær voru merktar með stærðar látúnsplötu. Meðan Peter geikk að hurðinni, reyndi að opna og hringdi svo, þar scm dyrnar voru læstar, stóð einkennisbúni maðurinn og beið í lyftunni. Peter hringdi aftur. Sá einkennisklæddi ræskti sig. „Hvert ætlið þér eiginlega?" Peter sneri sér að honum. „Ég er kominn hingað til að hitta hr. Perkins," sagði hann. „Hann á von á mér.“ „Það er sunnudagur í dag. Og það er enginn á skrifstofunni." „En ...“ Peter horfði ráðþrota á hurðina. „Emkaritari Perkins hringdi til min fyrir klukku- tíma ... Hún bað mig að hitta hr. Snyder og hr. Perkins hér á ...“ „Það er sunnudagur i dag. Ég var að segja yður það! Hvorki hr. Perkins né einkaritari hans hafa látið sjá sig hér í dag.“ „Gott og vel,“ sagði Peter og fór inn í lyftuna aftur. „Get ég fengið að hringj t hérna?" Þegar lyftan var komin niður á neðstu hæð og maðurinn hafði opnað hurðina, svaraði hann loksins: „Þarna er símaklefi." Hann stóð kyrr og horfði á Peter fara inn í klefann. Hvar er nú miðinn með síma- númerinu? Peter leitaði í öllum vösum. Loksins fann hann seðil- inn, sem Charles hafði látið hann fá. Peter valdi nú aftur númerið, sem hann hafði hringt í fyrir klukkutíma. Það leið langur tími, þangað til svarað var. Framh. á bls. 40. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.