Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Síða 38

Fálkinn - 17.05.1965, Síða 38
KYENÞJOBIN 31ITSTJÓRI: KIIISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR HEKLCÐ BARNAKÁPA * ... -SÉ5 : si »s®íkí Stærð 1—2—3 ára. Brjóstvídd: 60—64—68 cm — Sídd: 38—41—44 cm. Efni: 300—350—400 g meðalgróft ullargarn. Heklunál nr. 3. Mynstrið: ★ 2 fastapinnar í lykkju, farið yfir 1 1. endurtekið frá ★ út röðina. Þessi röð er mynstrið og er endurtekin í sífellu. Bakið: Fitjið upp 124—132—140 kl. (keðjulykkjur) og mynstrið heklað, þar til síddin er 25—27—29 cm. í næstu röð er tekið þannig úr vegna axlastykkis: Farið yfir 3 1. ★ 2 fastapinnar í 1 1., farið yfir 3 1., endurtekið út röðina. Þá eru 58—64—68 1. eftir. Heklið beint þar til síddin er 38—41—44 cm. Fellið af fyrir hvorri öxl 6, 6, 8—6, 7, 7 —7, 7, 7 lykkjur. Hægra framstykkið: Fitjið upp 58—62—66 kl. og mynstrið hekl- að þar til síddin er 25—27—29 cm. Þá er tekið úr þannig: ★ 2 fasta- pinnar í 1 1., farið yfir 3 1., endurtekið frá ★ 12—13—14 sinnum, mynstrið heklað út röðina. Mynstrið heklað áfram, tekið úr í næstu umf. fyrir handveg 2 1. (32—34—36 1. eftir). Þegar síddin er 36—39— 42 cm er fellt af fyrir hálsmáli 4—6—7 1. því næst 2 1. í hverri röð þar til 20—20—21 1 er eftir. Fellt af fyrir öxl á sama hátt og á bak- inu og við sömu sídd. Vinstra framstykki heklað andstætt því hægra. Ermar: Fitjið upp 54—56—58 kl. og mynstrið heklað, þar til erm- in er 19—21—23 cm. Fellið af 2 1. í lok hverrar r^ðar þar til 18 1. eru eftir. Um úlnliðinn eru heklaðar 8 raðir af fastapinnum; 1 fastapinni í aðra hverja kl. — 27—28—29 1. Frágangur: Allt pressað varlega á röngunni. Allir saumar og ermar saumaðar í með aftursting alveg við brún. Heklið 5 raðir af fastapinnum framan á framstykkin, búið til 3 eða 4 hnappagöt með jöfnu millibili á hægri kantinn. Hnappagötin búin þannig til: 2 kl., farið yfir 2 1. Kraginn: Heklið 80—82—84 fastapinna kringum hálsinn og hekl- ið 6 raðir af mynstri. Heklið að lokum 1 röð af fastapinnum allt í kring á kraganum. Saumar pressaðir og hnappar festir í. Fallegt er að fóðra kápuna en þó ekki nauðsynlegt. APPELSÍAIJSAFT 1 kg appelsínur, safa- % kg sykur miklar og með 15 g vínsýra (3 tsk.) þunnum berki y2 1 vatn. 1. Þvoið og burstið appelsínurnar í volgu vatni. Notið lítinn, mjúkan naglabursta. Þerrið appelsinurnar vel. 2. Rífið yzta gula hýðið af, gætið þess vel að ekkert af því hvíta fari með. 3. Setjið sykurinn, rifna börkinn og vínsýruna í skál. 4. Vatnið soðið, hellið því heitu yfir sykurinn og börkinn. Látið löginn kólna. Hrært í við og við. 5. Appelsínurnar skornar þversum og safinn pressaður úr þeim. Saf- anum hellt saman við sykurlöginn, þegar hann er orðinn alveg kaldur. 6. Allt síað gegnum ryðfrítt sigti, saftin látin á kaldar og hreinar flöskur. Fyllið flöskurnar alveg og lokið þeim vel.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.