Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Page 40

Fálkinn - 17.05.1965, Page 40
© Stúlkan í gulu kápunni Framh. af bls. 33. „Halló?" ,,Það var karlmannsrödd að þessu sinni. „Þetta er Peter Sayers!" sagði hann. Stutt þögn. „Nú já?“ rumdi í manninum við hinn endann. „Gæti ég fengið að tala við hr. Perkins?" „Hvern segið þér?" „Herra Perkins eða hr. Snyd- er." „Hér eru engir með þeim nöfnum," svaraði hinn. „Þetta er í Bamettsapóteki!" Peter starði á miðann. Hann athugaði, hvort hann hefði ekki hringt í rétta númerið, svo sagði hann: „Fyrir um það bil klukku- tíma hringdi ég í þetta númer. Þá anzaði stúlka. Hún sagðist vera að hringja fyrir hr. Perk ins." „Hér er engin stúlka," svaraði hinn. „Þér ættuð bara að vita, hvað ég er feginn, að hér skuli ekki vera neinn andskotans kven- maður! Þér hafið fengið skakkt núrner!" Það heyrðist smellur á linunni. Peter lagði tólið hægt á. Það var þungt ioft í klefan- um. Sá einkennisbúni stóð ennþá í miðri forstofunni og starði forvitinn yfir til Peters. Peter stóð hugsandi um stund, svo hringdi hann til Stamford. „Eruð þér alveg viss um, að þér hafið skrifað símanúmerið rétt niður áðan?“ spurði hann Charles, þegar hann anzaði loks- ins hálfmóður. „Aiveg viss, hr. Sayers! Ég lét stúlkuna endurtaka það fyrir mig tvisvar. Er eitthvað að?“ Peter opnaði hurðina svolítið með fætinum. Hitinn og þrengslin voru næst- um óbærileg. „Það er bezt, að ég tali við ungfrú Hartley," sagði hann. „Þvi miður er hún farin." „Farin? Hvert þá? Allt i einu fannst Peter þetta allt eitthvað dularfullt. „Sagði hún, hvert hún væri að fara?" „Já ... Það var hringt til henn- ar...“ „Hringt til hennar?" „Fyrir svona klukkutíma, Þá fór hún strax af stað. Hún bað mig að skila til yðar, hvort þér vilduð hringja heim til sín." Peter þakkaði fyrir og lagði á. 1 þriðja sinn byrjaði hann að snúa númeraskifunni á síman um. „Yður virðist ekki ganga of vel, herra minn," sagði einkennis- búni maðurinn og tvísteig. „Ef þér eruð einmana — þá veit ég um ágætan stað...“ Síminn í íbúð Lorenar hringdi og hringdi. En enginn anzaði... —v— Þetta hafði verið slæmur dag- ur fyrir Peroni, lögreglumann. Hann hafði átt að fylgjast með Loren Hartley frá því um morg uninn. Hann hafði lagt bilnum sínum, þar sem iitið bar á honum, rétt hjá landareigninni í Stamford. Og svo hafði hann veitt henni eftirför til New York í hæfilegri fjarlægð . En þar sem 19. stræti og West Side Highway mætast, hafði hann misst sjónar af bíl Loren- ar. Hann fór í næsta símaklefa til að gera aðvart á lögreglu- stöðinni. „Þá skuluð þér aka að íbúð ungfrú Hartley," var svarið. „Allt í lagi." Peroni vissi um heimilisfang- ið. Þegar hann kom að húsinu í 10. stræti, þar sem Loren bjó, sá hann hvita sportbílinn henn- ar við gangstéttina. Jæja, hugsaði hann. Peroni svipaðist um eftir stæði. En alls staðar var fullt af bílum. Hann ók framhjá næsta húsi. En þar var heldur ekkert stæði. Hann varð að fara aftur til baka niður í 9. stræti, áður en hann fann smugu fyrir bílinn sinn. Og þar að auki fara fótgang- andi, hugsaði hann og þramm- aði gramur í áttina að 10. stræti aftur. Og ekki var ein báran stök! Stæðið, þar sem Loren Hartley hafði lagt bílnum sínum, var nú autt... Þetta var sannarlega slæmur dagur fyrir Peroni, lógreglu- mann! Að minnsta kosti var ekki ýkja langt að næsta símaklefa. Peroni hringdi í morðrann- sóknadeildina og bað um að fá að tala við Stein, lögreglumann. Peter Sayers ók meðfram íbúð- arhúsunum í 10. stræti. En hvergi sá hann hvita sport- bílinn hennar Lorenar. Sennilega hefur hún farið með hann í bílskúrinn, hugsaði Peter, og gengið svo heim þaðan. Hann ók annan hring kringum húsin, og nú hafði hann heppn- ina með sér: 20 metra fyrir framan hann keyrði svartur Ford út úr stæði. Peter mjakaði bílnum sinum þangað. Svo steig hann út. 1 anddyri hússins, þar sem Loren átti heima hringdi hann dyrabjöilunni hennar. Hann beið eftir að heyra smellinn i skránni, þegar hún opnaðist. En ekkert gerðist. Ekki heldur í annað sinn. Hann hristi hurðina. Lokan hreyfðist, og hann hratt hurð- inni upp á gátt. Loren bjó á efstu hæð. Peter tók lyftuna upp. Hann gekk inn endilangan ganginn og nam staðar fyrir framan dyrn- ar á íbúð Lorenar. Meðan hann hélt áfram að hringja, fann hann, að skyrtan var farin að limast við hann. Hann var þurr í kverkunum. Hann heyrði hringinguna berg- mála inni fyrir. Hann heyrði það greinilegar en venjulega... Þá fyrst tók hann eftir þvi, að dyrnar voru opnar í hálfa gátt. „Halló, Loren!" Peter rak höfuðið inn, opnaði svo hurðina með öxlinni og gekk inn fyrir. „Halló, Loren! Ertu þarna?“ Ekkert svar. ► K.æri Astró, Ég yrði þér innilega þakklát, ef þú vildir segja mér hvað þú sérð um mig og mína framtíð í stjörnunum. Eg er fædd 1944 og er í skóla og ætla að taka próf í vor. Sérðu fleiri námsár framundan? Kemur piltur, sem ég hef nýlega kynnzt, til með að hafa áhrif á framtíð mína? Að sjálf- sögðu Iangar mig til að vita sem flest um þessi mál. Ég óska þér og þætti þínum alls góðs. Með fyrirfram þakklæti. Hildur G. Svar til Hildar G.: Daginn, sem þú hittir tiltek- inn pilt, átti sér stað í stjörnu- korti þínu óvænt og fremur rómantísk afstaða. Það er plá- netan Úranus, sem gengur þá vfir Venus hjá þér. Þessi af- staða veldur oft skyndihrifn- ingu, eða ást við fyrstu sýn sem kallað er, en stundum vill nú þessi hrifning dvína jafn- skjótt aftur. Þú hefur nokkuð sterkar afstöður í Meyjarmerk- inu og þetta ár er að mörgu leyti fremur erfitt fyrir fólk, sem fætt er í þessu merki eða hefur sterkar afstöður þar, en ég held að fæstum muni þykja þetta tímabil viðburðasnautt nema síður sé. Júpíter, sem er talin mikil gæfupláneta, er nú að ganga í gegnum fimmta hús, sem ástamálin tilheyra meðal annars. Þetta hefur því góð áhrif á gang þessara mála, en þú skalt umfram allt fara gæti- lega í sakirnar, því að það get- ur jafnvel farið svo, að þú verðir fyrir nokkuð mikl- um erfiðleikum í ástamálun- um yfirleitt. Þetta á þó alveg sérstaklega við um þetta ár, 1965. Þar sem þú veizt ekki nógu vel um fæðingardag og stund piltsins, get ég ekki sagt um hvernig þið eigið saman, en í öllu falli máttu búast við ýmsu í ástamálunum í náinni framtíð, en það verður kann- ski ekki eins og þú hefur helzt kosið. Þú munt að öllum lík- indum giftast oftar en einu sinni, eða eiga náið samband við fleiri en einn, og það er ávallt hætta á, að þú eigir barn utan hjónabands. Þú ættir endi- lega að halda áfram námi, ef þú átt kost á því, og ég mundi sérstaklega ráðleggja þér að læra eitthvað, sem kæmi sér vel að geta gripið til þó að þú giftist, því þér mun koma betur að eiga kost á að vinna þér inn svolítið sjálf. Þú kannt vel að meta að hafa fríar hendur bæði í fjármálum og öðru. Ég er sannfærður um það, að þú munt fyrr eða síðar hafa gaman og gagn af að kynna þér dulspeki og ýmislegt fleira í þá átt, það mundi einnig geta hjálpað þér mjög mikið í líf- inu. Þú munt einnig hafa mikla ánægju af ferðalögum og þá sérstaklega utanlands- ferðum. Þú hefur Nautsmerkið á geisla fjórða húss og almennt séð er þetta gott merki fyrir heimilið og bendir til að heim- ilisaðstæður séu góðar og nokk- uð stöðugar. Það má einnig búast við að heimilislífið verði mjög háð fjármálunum. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.