Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 4
FITAIMDI Kæri Fálki, Við erum hér þrjár vinkon- ur, sem langar til að vita hvort Ópal, Tópas og fleira af þessu tagi sé fitandi. Einnig langar okkur að vita hvort Kornflakes og- Rráfík.iur séu mikið fitandi. Með þökk, Þrjár vinkonur í Garðahreppi. Svar: Þetta bréf er luíið að lis'ff.ia lensi hjá okkur, en sannleik- urinn er sá, að okkur liefur re.vnzt erfitt að fá vísindaleff svör við þessum sj)urnins;iini. Við höldum nú, að ekkert af þessu sé verulesa fitandi, ef það er borðað í liófi. Flestir ættu að eisa auðvelt með að lialda sér í skaples'um lioldum, ef þess er ffætt að hafa næga hreyfinffu os: ffæta hófs í neyzlu matar off sælffætis. Kannski Öjial- off Tópasframleiðendur ffeti ffefið okkur upplýsinffar um fituinniiiald þessara vin- sælu taflna. HÆRRA KAUP í VIIMIMUSKÓLAIMUM Osr hér er svo bréf, undirrit- að af Magnúsi K.jartanssyni, og ætlum við að birta það, þótt það sé reyndar dálítið grun- samlegt. Hvað um það, bréfið er á þessa leið: Kæri Fálki, Ég ætla að bið.ia þig um að birta þetta bréf, eða þá að skrifa um þetta mál i Fálkann. Svo er mál með vexti, að son- ur minn(!) ætlar í unglinga- vinnuna í sumar. Svo fer hann að athuga með kaupið, þá eru það ekki nema 10 krónur á tímann, 400 krónur á viku, 1760 krónur á mánuði, og yfir sumarið fær hann ekki nema 8800 krónur. þegar að sendill fær milli 10—20 þúsund yfir sumarið. Óneitanlega er það leiðinlegt fyrir strákagreyin, sem fara í þessa vinnu, að fá ekki nema helming í kaup á við þá sem vinna annars stað- ar. Svo kalla þeir þetta vinnu- skóla. Lítið fer fyrir honum, það sagði mér strákur, sem vann í þessu í fyrra, að þeim hafi ekki verið kennt að vinna neitt, utan einu sinni, þegar þeim var kennt að stinga niður skóflu; Svo vona ég einu sinni enn, að þetta beri árangur og að kaupið verði hækkað, svo að það verði a. m. k. 15—20 krónur á timann. Virðingarfyllst, Magnús Kjartansson. Svar: Jæja, Maffffi minn, þetta er nú bara gott bréf hjá þér. Hvað ertu annars ffaniall — 10 ára? Á MÁLVERKASÝIMIIMGU HJÁ ABSTRAKTMÁLARA Konan: Hvað ætli málarinn vilji sýna okkur með þessari mynd? Maðurinn: Ætli hann sé ekki að sýna okkur það eitt að hann geti alls ekki málað. (Aðsent). SKRÍTLUSAMKEPPNIN Bi; FRAMHALDSSAGAIM 99 ÖRlAGAnOTT 99 — Nei, það er svo sem ekki að búast við, að þú munir hvaö þú ætlaðir að gera í dag — aulabárður! Send. Grétar Marinósson, Fóssvogsbletti 7, Reykjavik. Skilafrestur fyrir næstu mynd er hálfur mánuður. Um daginn kom til okkar ungur maður með skáldagrillu, og hafði hann meðferðis upp- kast að framhaldssögu, er hann nefndi ÖRLAGANÓTT. Aí þessu uppkasti er Ijóst, að ná- unginn er enginn Kiljan, Thór eða Hagalín, en það mætti segja okkur, að hann gæti orð- ið mjög vinsæll höfundur. Upp- kastið er á þessa leið: I. hluti. „Við kynnumst f.yrst stúlk- unni Stellu Hólmfríði, sem er átján ára gömul og vinnur á skrifstofu hjá Tryggingafélag- inu. Hún hefur átt erfiða ævi, þótt aldurinn sé ekki hár. Hún er með ólæknandi fegurðarblett á vinstri öxlinni og háir það henni mjög í klæðaburði. Ekki bætir það heldur úr skák, að tíu ára gömul var hún bólu- sett, en fyrsta bólusetning bar ekki árangur, svo að hún var tvíbólusett og komu þá báðar út í einu. Árangur: Fyrirferð- armikið ör á vinstra handlegg. Stella Hólmfriður hefur ekki haft það gott heima hiá sér. Faðir hennar er óforbetranleg- ur templari og það mótar mjög heimilislífið. Móðir hennar er mjög hörð og skiptir sér giarna af því, ef dóttir hennar er að heiman nótt og nótt. Þetta staf- ar í f.yrsta lagi af því, að hún (móðirin) hefur aldrei verið bólusett, í öðru lagi af því, að hún hefur aldrei hrifizt af manni sínum nógsamlega enda hefur hann óvenjulega lítinn aðdráttarmátt fyrir kvenfólk. (Ath. Nauðsynlegt að nota að- dráttarmátt í þessu tilfelli). Auk þess fær hún sér í staup- inu einu sinni eða tvisvar á ári og mótar það mjög heimilis- lífið marga mánuði á eftir. Þær mæðgur eru því mjög upp á kant. Stella Hólmfríður er ástfang- in í gjaldkeranum hjá Trygg- ingafélaginu, en hann vill ekk- ert með hana hafa vegna þess, að hann er í fyrsta lagi kvænt- ur, i öðru lagi heldur hann við einkaritara forstjórans og í þriðja lagi er hann j>ersónulega mjög á móti tileygðu kvenfólki. Aftur á móti hefur hinn fer: tugi rukkari fyrirtækisins, Jó- súa Jerimías, verið að gefa henni undir fótinn og það kem- ur einkum fram i kóksplæsi. Auk þessara persóna koma fram margar aukapersónur, sem gera verður nánari skil síðar, svo sem einkaritarinn. Seinni hluti kaflans fjallar um föstudagsfylliríið í fyrirtækinu og þegar gjaldkerinn Sigur- harður er orðinn vel drukkinn, uppgötvar hann, að hann er ekki svo mjög á móti tileygðu kvenfólki. Hann fer því með Stellu Hólmfriði fram í kaffi- stofu. Kaflinn endar á hugleið- ■ ingum Stellu Hólmfríðar: Hún fann hvað hann vildi, og það olli henni sársauka. Hún fann líka að hún var á móti þessum hlutum og hrædd við þá, þótt hana að vísu langaði til þess að gera það, sem hann vildi. Ennfremur fann hún að þetta var ekki rétt vegna konunnar hans og barnanna, þótt það væri réttlát hefnd á Þórdísi (einkaritarinn) sem nú var f.iarri góðu gamni. Það olli henni samt hvað mestum sárs- auka að hún vissi, að það gat liðið á löngu þar til annað tækifæri gæfist með Sigur- harði. 2. kafli Frambald á partýinu. Endurtekning á fyrsta kafla nema nú kemur Jósúa Jerimías fram í kaffistofu líka og skap- ar dramatísk átök. Hann ber fjárdrátt á Sigurharð, viðhald við Þórdísi, almennan skepnu- skap og undirlægjuhátt gagn- vart forstjóranum. Að svo mæltu, þegar Sigurharður get- ur litla vörn sér veitt í orði eða æði, rotar Jósúa hann. (Aldrei fyrr hafði Stella Hólm- fríður fundið ástina jafn heita i ungu brjósti sinu). Hún fann, að þessi maður, sem lá nú blóð- ugur og steinrotaður á gólfinu fyrir framan hana, var henni allt. Þegar hún horfði á blóðið,. skildi hún fyrst hversu megna fyrirlitningu hún bar í brjósti til Jósúa þótt hún fyndi innst í hjarta sinu að hann hefði sýnt af sér mikla hreysti og karl- mennsku að rota Sigurharð með kókflöskunni, þar sem hann sat óviðbúinn í stólnum. 3. kafli og aftur úr í 25. Framhald á partýinu, sam-: komulag fólksins, tilfinninga-s flækiur og fram eftir götunum. Að lokum nær sagan „Örlaga- nótt“ hámarki. begar mis-. heppnaður plastik-læknir gefur þá vfirlýsingu, nýkominn í partýið. að hann geti fjarlægU bæði bólusetningarörin og fæð- ingarblettina og hann þekki j mann í Ameríku sem geti kippt þessu í lag með augun. Og þá gengur hinn útvaldi Jósúa Jerímias fram (auðvitað hann) og býðst til að borga reikning- inn, þótt hann taki það skýrt fram. að hann elski Stellu Hólmfríði eins og hún er." Sögulok.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.