Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 42

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 42
fiennar, sem hún hafði haldið, að væri trúverðugasti maður, sem hugsazt gat ... „Og hvað ætlið þið nú að gera?“ rödd Lorenar hljómaði einkenniiega rólega, hún undr- aðist það sjálf. „Það færðu fljótlega að sjá, væna mín.“ Bob setti upp skinnhanzka, gekk inn i hliðarherbergið og kom tii baka með ferðatösku. Hann opnaði hana og fór að taka upp úr henni föt. Það voru föt Lorenar ... Bob hafði sótt þau í ibúð hennar, eftir að systir hans hafði rekið Lathrop í gegn. „Allt mun benda til þess að þú hafir ætlað að koma þér skemmtilega fyrir hérna,“ sagði Bob. „Það er bráðum kominn hálfur mánuður, síðan þú tókst húsið á leigu — og auðvitað undir föisku nafni.“ Hann hengdi föt Lorenar um- hyggjusamlega inn í skápinn. „Þú leigðir húsið undir nafn- inu — Alice Jackson ...“ Dorothy Campbell lokaði skápnum, tók veski Lorenar, opnaði það og dreifði snyrtivör- um hennar víðs vegar um her- bergið. „Ég viðurkenni, að þú átt rétt á skýringu," sagði Bob. Hann greip ullarklút og byrj- aði næstum fjálgur á svipinn að útmá öll fingraför eftir sig og Dorothy: hann þurrkaði hurð- arhúna, stólarma og borð og skápa — og alla þá staði, sem þau systkinin kynnu að hafa snert. „Eins og ég var að segja — skýringin er sú,“ byrjaði hann mjúkri röddu. „Við Dorothy vor- um að velta fyrir okkur, hvernig við gætum á auðveldastan hátt náð í peninga. Og þá datt okk- ur i hug blessunin hann Alex frændi í hug... Svo að við ákváðum að kála honum. En ekki gátum við gengið beint til verks.. .“ Hann staðnæmdist fyrir fram- an Loren og brosti blíðlega. „Við þurftum að finna ein- hvern, sem auðvelt var að gera tortryggilegan, og svo völdum við þig. Veiztu hvers vegna?" Loren leit upp til hans. Aldrei hafði hún látið blekkjast jafn hrapallega og af Bob ... „Það var ofur einfalt, barnið gott: Þú ert nánasti ættingi hans — og svo kem ég. En ef þú drepur hann, minnka talsvert horfurnar á þvi, að þú erfir hann .. . Og þá er komið að okk- ur Dorothy. Skilurðu?" Dorothy Campbell leit á klukk- una. „Flýttu þér svolítið," sagði hún. „Þetta er alveg pottþétt," hélt Bob áfram. Hann studdi báðum höndunum á armana á stólnum, þar sem Loren sat. „Þú hefur nefnilega spunnið þetta allt upp, Loren ... okkur líka. Þú hefur alltaf verið að segja lögreglunni einhverja vitleysu um hann Bob frænda þinn og Alice Jackson — en þú getur ekkert sannað, því þú bjóst þetta sjálf til... Og við erum alls ekki til — að minnsta kosti ekki i New York!“ Dorothy brosti háðslega. ís- kalt augnaráðið beindist að Lor- en. Framh. í næsta blaði. ® Hreinsið hörundið Framh. af bls. 38. 2—3 msk. af geri hrært út í þykkan graut með köldu, saðnu vatni, eða sódavatni. í öllum tilfellunum er grím- an sett jafnt á andlit, háls og hnakka og hún á að liggja á hörundinu, þar til hún er vel þurr. Þá er hún þvegin varlega af með köldu, soðnu vatni, sódavatni eða soði af sítrónu- berki. Þá er hörundið bleytt vel aftur og aftur með ísköldu vatni. Það örvar blóðrásina og herðir andlitsvöðvana. Nú er hörundið vætt með andlitsvatni. • Norsk peysa Framh. af bls. 39. Saumið saman axlirnar á rétt- unni. Takið í hverja brugðna lykkju, ágætt er að sauma með tvöföldum þræði en skiljið eftir um 25 cm breitt hálsmál. Setj- ið ermarnar þannig í, að síð- ustu 4 sléttprjónuðu umferð- irnar geti lagzt á röngunni yfir uppúrklippta handvegin- um. Saumið ermarnar í frá réttunni, saumið í 1. 1. fyrir innan vélsauminn á bolnum og í brugðnu umf. á erminni. Snúið peysunni við og saumið innaf- brotið niður með lausum spor- um, svo að ekki taki í. Allir saumar pressaðir. Húfan: Fitjið upp með rauðu (grænu eða gulu) garni 126 1. á sokkaprj. nr. 3. Prjónið 2 cm brugðningu, 1 sl., 1 br. Prjón- ið síðan mynsturröndina, sem merkt er á skýringamynd. Pi'jónið því næst 1 umf. einlita og svo er farið að taka úr: Prjónið 12 sl., 2 saman, út umf. Næsta umf.: 11 sl., 2 saman, út umf. Haldið þannig áfram með 1 1. færra milli hverrar úrtöku þar til 9 1. eru eftir. Dragið tvö- faldan þráð gegnum lykkjurn- ar og herðið vel að. Gengið vel frá endunum. Heklið um 17 cm langa snúru. Festið snúruna á húfukollinn, búið til lítinn dúsk á snúruendann. Húfan pressuð varlega. © Kanelkaka Framh. af bls. 39. bita, sem raðað er með nokkru millibili í mótið. Rakur klútur látinn yfir mótið. 5. Kakan látin lyfta sér um helming, nál. 1 klst. Smurð með eggi, bökuð við 200° í 15—18 mínútur. Kakan sett á grind stykki látið yfir meðan hún kólnar. mi i stjörnurnar Kæri Astró. Ég hef lesið þætti þína undanfarið og oft langað til að skrifa þér, en hef aldrei látið verða af því fyrr en nú. Mig langar til að vita eittlivað um framtíðina. Ég er fædd 1947. Hvenær trúlofast ég eða giftist? Verð ég hamingjusöm í hjónabandi? Eignast ég mörg börn? Hvernig verður fjárhag- urinn og heilsan? Er útlit fyrir að ég haldi áfram að eiga heima þar sem ég er nú? Með fyrirfram þökk fyrir svarið, sem ég vonast eftir að lesa í Fálkanum áður en langt um líður. Ninný. Svar til Ninnýjar: Þér er svolítið hætt í ásta- málunum, og ef þú lætur róm- antíkina ráða of mikið gjörð- um þínum, gæti svo farið, að það tefði dálítið fyrir þér á ýmsum sviðum. Þú hefur Úr- anus í sjöunda húsihjónabands- ins og bendir hann til allmikill- ar rómantíkur. Stundum bendir hann til giftingar á unga aldri, skyndilegra og óvæntra gift- inga, en er einnig sú pláneta, sem gefur til kynna aðskilnað hjóna. Það er því þörf á að gæta varkárni í vali maka, þvi að þessi pláneta veldur oft skyndihrifningu, sem þá stend- ur varla nóttunni lengur. Þér hættir einnig til að taka ástar- ævintýri full alvarlega, þó að aðeins sé um leik að ræða hjá hinum aðilanum, og geta þvi ástai-samböndin valdið þér sorg og vonbrigðum, ef þú anar út í þau hugsunarlaust. Þú hefur að mörgu leyti mjög mikla möguleika til að verða ham- ingjusöm, og ég held, að ef þú kemst hjá skakkaföllum í ásta- málum á meðan þú ert að hlaupa af þér hornin, vei-ðirðu ánægð í hjónabandi og heim- ilislífi. Þú ert að öllum líkind- um nokkuð skapmikil og fljót að skipta skapi og stundum dá- lítið viðkvæm. Þú vilt hafa frelsi til að gera það sem þér þóknast. Ef þú hefur gefið upp réttan tíma, þá bendir allt til, að þú munir ekki alltaf eiga heima á sama stað. Þú hefur þó nokkra löngun til að ferðast og sjá þig um og það má einnig búast við að þú hafir nokkuð oft bústaðaskipti þegar líða tek- ur á ævina. Heimilislíf hefur nokkuð ríkt aðdráttarafl fyrir þig, og þú munt ávallt leitast við að eiga gott heimili, hvar sem þú ert niðui-komin. Þú munt varla eiga mjög mörg börn, nema þá að maki þinn sé með sérstaklega frjósamt merki á geisla fimmta húss. Fjármálin verða yfii-leitt í góðu lagi svo lengi sem þú hugsar eingöngu um þína eigin fjár- muni, en þú ættir aldrei að skipta þér af fjármálum ann- arra, og eftir giftingu ættii'ðu að láta manninn hafa veg og vanda af fjármálunum. Ef svo skyldi fara, að þú lent- ir í einhverju ástarævintýri í júlí—sept. í sumar, þá skaltu minnast þess að láta ekki róm- antíkina bera skynsemina of- urliði. Þér bjóðast nóg tæki- færi þótt síðar verði. Þú þarft ekki að verða hrædd um að þú piprir. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.